Fögnum allri nýsköpun og vinnusemi Fjóla Einarsdóttir skrifar 2. ágúst 2024 20:01 Nýsköpun snýst alltaf um að gefast ekki upp þó að á móti blási. Vinnudagarnir eru langir en þegar trúin á þitt verkefni er til staðar þá skiptir öllu máli að halda áfram og finna lausnir á öllum þeim vandamálum sem koma upp. Fyrstu árin eru full af allskonar vonbrigðum, verkefnum og vandamálum sem virðast óyfirstíganleg. Það er ástæðan fyrir því að góðar hugmyndir og verkefni enda í skúffum. Aftur á móti þegar þú heldur áfram og eyðir þínum dögum í að leita lausna þá einn daginn hefur verkefnið þitt vaxið og þér er ómögulegt að snúa til baka því þú ert svo stutt frá takmarkinu. Sá tími er krefjandi en aldrei gefast upp. Haltu áfram og alla leið. Ímyndið ykkur ef Thomas Edison hefði gefist upp eða Marie Curie. Ferlið er það sama. Finna fyrir mótbyr, yfirstíga vandmál og sannfæra fólk. Nýsköpun á Íslandi er mikil, við erum alin upp á bjartsýni og orðunum að gefast aldrei upp. Þetta reddast! Það er gott veganesti út í lífið. Við sem erum í nýsköpun sækjum í opinbera styrki í samkeppni við hvert annað. Umsóknirnar lengjast með hverju árinu. Ég persónulega er mjög sátt við að þurfa að fylgja markmiðum Sameinuðu þjóðanna í mínum umsóknum. Við á jörðinni eigum auðvitað að hafa sömu markmið og skila jörðinni til okkar afkomenda í sama eða betra ástandi heldur en við tókum við henni.Ég er aftur á móti mjög hugsi yfir af hverju 10% af mati umsókna hjá hinu opinbera snýst um samstarf? Við sem erum í nýsköpun getum búið til plagg um samstarf og uppfyllt þessi 10% en í raun og veru erum við ein í þessari vegferð. 10% eru ekki fyrir okkur sem erum í nýsköpun. Þau eru fyrir skrifræðið. Þau eru til þess að þeir sem eru í nýsköpun hafi samband við ríkisstofnanir sem starfa við nýsköpun og geri við þau samstarfssamning. Þeir sem það gera eru öruggir inn í styrktarumhverfið á Íslandi. Þetta snýst ekki lengur um gæði umsókna eða verkefni. Þetta snýst um eitthvað allt annað og oftast um að mata krókinn - sem er sorgleg þróun. Ég biðla til stjórnvalda að auglýsa ekki styrki til nýsköpunar ef 80% af veittu fé er fyrirfram hugsaður til ríkissfyrirtækja. Það er móðgun við þá sem eru að vinna við sína nýsköpun allar sínar vökustundir. Ég er ekki mótfallin því að Matís eða önnur ríkissfyrirtæki séu að vinna á þessu sviði en veitið þá bara beint til þeirra ákveðinni upphæð ár hvert og hafið raunverulega samkeppnisupphæð sem nýsköpunarfyrirtæki með góðar hugmyndir geta keppst um. Þegar nýsköpunarfyrirtæki móðgar eða fer fram úr sér að mati hins opinbera á Íslandi er lítið mál að drekkja viðkomandi fyrirtæki í allskonar skrifræði þar til það einfaldlega gefst upp. Hvað er það? Af hverju að kveða eitthvað niður sem er gott? Lyftum því frekar upp og stöndum saman. Við sem erum í nýsköpun og erum að leggja allt okkar undir, í skugga skrifræðis og hávaxtaumhverfis, gangi okkur öllum vel. Mér vex persónulega ásmegin með mína nýsköpun þegar ég finn fyrir mótbyr. Mig langar ekki til þess að vera í hnefaleikabardaga við íslenska ríkið. Því íslenska ríkið er ég og þú, munum það. Munum einnig að ef það væri ekki fyrir fólk sem fer út fyrir boxið og tekur áhættu værum við enn í moldarkofanum. Thomas Edison þótti harður í horn að taka, var umdeildur og reynt að kveða hann niður. Nú á dögum væri lífið án hans nýsköpunar óhugandi. Höfundur er framkvæmdastjóri Livefood Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nýsköpun Mest lesið Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Nýsköpun snýst alltaf um að gefast ekki upp þó að á móti blási. Vinnudagarnir eru langir en þegar trúin á þitt verkefni er til staðar þá skiptir öllu máli að halda áfram og finna lausnir á öllum þeim vandamálum sem koma upp. Fyrstu árin eru full af allskonar vonbrigðum, verkefnum og vandamálum sem virðast óyfirstíganleg. Það er ástæðan fyrir því að góðar hugmyndir og verkefni enda í skúffum. Aftur á móti þegar þú heldur áfram og eyðir þínum dögum í að leita lausna þá einn daginn hefur verkefnið þitt vaxið og þér er ómögulegt að snúa til baka því þú ert svo stutt frá takmarkinu. Sá tími er krefjandi en aldrei gefast upp. Haltu áfram og alla leið. Ímyndið ykkur ef Thomas Edison hefði gefist upp eða Marie Curie. Ferlið er það sama. Finna fyrir mótbyr, yfirstíga vandmál og sannfæra fólk. Nýsköpun á Íslandi er mikil, við erum alin upp á bjartsýni og orðunum að gefast aldrei upp. Þetta reddast! Það er gott veganesti út í lífið. Við sem erum í nýsköpun sækjum í opinbera styrki í samkeppni við hvert annað. Umsóknirnar lengjast með hverju árinu. Ég persónulega er mjög sátt við að þurfa að fylgja markmiðum Sameinuðu þjóðanna í mínum umsóknum. Við á jörðinni eigum auðvitað að hafa sömu markmið og skila jörðinni til okkar afkomenda í sama eða betra ástandi heldur en við tókum við henni.Ég er aftur á móti mjög hugsi yfir af hverju 10% af mati umsókna hjá hinu opinbera snýst um samstarf? Við sem erum í nýsköpun getum búið til plagg um samstarf og uppfyllt þessi 10% en í raun og veru erum við ein í þessari vegferð. 10% eru ekki fyrir okkur sem erum í nýsköpun. Þau eru fyrir skrifræðið. Þau eru til þess að þeir sem eru í nýsköpun hafi samband við ríkisstofnanir sem starfa við nýsköpun og geri við þau samstarfssamning. Þeir sem það gera eru öruggir inn í styrktarumhverfið á Íslandi. Þetta snýst ekki lengur um gæði umsókna eða verkefni. Þetta snýst um eitthvað allt annað og oftast um að mata krókinn - sem er sorgleg þróun. Ég biðla til stjórnvalda að auglýsa ekki styrki til nýsköpunar ef 80% af veittu fé er fyrirfram hugsaður til ríkissfyrirtækja. Það er móðgun við þá sem eru að vinna við sína nýsköpun allar sínar vökustundir. Ég er ekki mótfallin því að Matís eða önnur ríkissfyrirtæki séu að vinna á þessu sviði en veitið þá bara beint til þeirra ákveðinni upphæð ár hvert og hafið raunverulega samkeppnisupphæð sem nýsköpunarfyrirtæki með góðar hugmyndir geta keppst um. Þegar nýsköpunarfyrirtæki móðgar eða fer fram úr sér að mati hins opinbera á Íslandi er lítið mál að drekkja viðkomandi fyrirtæki í allskonar skrifræði þar til það einfaldlega gefst upp. Hvað er það? Af hverju að kveða eitthvað niður sem er gott? Lyftum því frekar upp og stöndum saman. Við sem erum í nýsköpun og erum að leggja allt okkar undir, í skugga skrifræðis og hávaxtaumhverfis, gangi okkur öllum vel. Mér vex persónulega ásmegin með mína nýsköpun þegar ég finn fyrir mótbyr. Mig langar ekki til þess að vera í hnefaleikabardaga við íslenska ríkið. Því íslenska ríkið er ég og þú, munum það. Munum einnig að ef það væri ekki fyrir fólk sem fer út fyrir boxið og tekur áhættu værum við enn í moldarkofanum. Thomas Edison þótti harður í horn að taka, var umdeildur og reynt að kveða hann niður. Nú á dögum væri lífið án hans nýsköpunar óhugandi. Höfundur er framkvæmdastjóri Livefood
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun