Yfir hundrað handteknir í óeirðum í Lundúnum Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 31. júlí 2024 22:57 Til átaka kom milli lögreglumanna og óeirðaseggja í Lundúnum. AP Mótmæli vegna stunguárásarinnar í bænum Southport í Norður-Englandi á mánudag hafa dreift sér út fyrir bæinn. Lögreglan í Lundúnum handtók tugi mótmælenda eftir að óeirðir brutust út við Downingstræti í kvöld. Í umfjöllun Sky News kemur fram að nokkur hundruð manns hafi safnast saman fyrir utan bústað forsætisráðherra að Downingstræti 10 í Lundúnum, kastað blysum og bjórdósum í grindverk og kallað upphrópanir á borð við „bjargið börnunum“ og „stöðvið bátana“. Sautján ára piltur er í haldi lögreglu grunaður um að hafa stungið þrjár barnungar stúlkur til bana í bænum Southport á mánudaginn. Fimm til viðbótar liggja þungt haldnar á spítala. Óeirðir brutust út í Southport í gær skömmu eftir að minningarathöfn vegna stúlknanna þriggja fór fram í bænum. Hópur óeirðaseggja kastaði flugeldum, steinum og flöskum að mosku í borginni, braut rúður, kveikti í lögreglubíl og grýtti lögreglu. Mótmælin koma í kjölfar rangra staðhæfinga öfgahægrihópa um að pilturinn sem grunaður er um verknaðinn sé hælisleitandi. Þvert á meiningar mótmælenda er hann ekki sagður hafa nein tengsl við íslam og lögregla telur ljóst að ákveðnir hópar vilji notfæra sér árásina til að kynda undir ofbeldi. Sky News hefur eftir lögreglu að yfir hundrað manns hafi þegar verið handteknir í tengslum við átökin í Lundúnum og að lögregla sé að ná tökum á ástandinu. Þá hafi óeirðir brotist út í bænum Hartlepool í Norður-Englandi og eldur verið kveiktur í lögreglubíl. Lögregla hafi handtekið fjóra í þeim aðgerðum. Svipuð atburðarás hafi átt sér stað í Manchester þegar óeirðarseggir köstuðu hlutum í lögreglumenn og almenning. Bretland England Hnífaárás í Southport Tengdar fréttir Tugir lögregluþjóna slasaðir eftir óeirðir öfgamanna í Southport Breskur þingmaður segir „óþokka“ bera ábyrgð á uppþotunum sem 39 lögreglumenn slösuðust í eftir minningarstund um barnung fórnarlömb hnífaárásarinnar í Southport í gær. Múrsteinum var meðal annars kastað í lögreglumenn og kveikt í lögreglubíl. 31. júlí 2024 08:45 Þriðja stelpan látin í Southport Þrjár stelpur á aldrinum sex til níu ára eru látnar og fimm börn til viðbótar eru þungt haldin eftir hnífaárás á dansnámskeiði í Southport í Englandi í gær. 30. júlí 2024 12:15 Foreldrar og kennarar minnast ungu stúlknanna Stelpurnar þrjár sem létust í hnífaárás í Southport á Englandi í gær hétu Bebe King, Elsie Dot Stancombe og Alice Dasilva Aguiar. Þær voru sex, sjö og níu ára gamlar. 30. júlí 2024 15:52 Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Sjá meira
Í umfjöllun Sky News kemur fram að nokkur hundruð manns hafi safnast saman fyrir utan bústað forsætisráðherra að Downingstræti 10 í Lundúnum, kastað blysum og bjórdósum í grindverk og kallað upphrópanir á borð við „bjargið börnunum“ og „stöðvið bátana“. Sautján ára piltur er í haldi lögreglu grunaður um að hafa stungið þrjár barnungar stúlkur til bana í bænum Southport á mánudaginn. Fimm til viðbótar liggja þungt haldnar á spítala. Óeirðir brutust út í Southport í gær skömmu eftir að minningarathöfn vegna stúlknanna þriggja fór fram í bænum. Hópur óeirðaseggja kastaði flugeldum, steinum og flöskum að mosku í borginni, braut rúður, kveikti í lögreglubíl og grýtti lögreglu. Mótmælin koma í kjölfar rangra staðhæfinga öfgahægrihópa um að pilturinn sem grunaður er um verknaðinn sé hælisleitandi. Þvert á meiningar mótmælenda er hann ekki sagður hafa nein tengsl við íslam og lögregla telur ljóst að ákveðnir hópar vilji notfæra sér árásina til að kynda undir ofbeldi. Sky News hefur eftir lögreglu að yfir hundrað manns hafi þegar verið handteknir í tengslum við átökin í Lundúnum og að lögregla sé að ná tökum á ástandinu. Þá hafi óeirðir brotist út í bænum Hartlepool í Norður-Englandi og eldur verið kveiktur í lögreglubíl. Lögregla hafi handtekið fjóra í þeim aðgerðum. Svipuð atburðarás hafi átt sér stað í Manchester þegar óeirðarseggir köstuðu hlutum í lögreglumenn og almenning.
Bretland England Hnífaárás í Southport Tengdar fréttir Tugir lögregluþjóna slasaðir eftir óeirðir öfgamanna í Southport Breskur þingmaður segir „óþokka“ bera ábyrgð á uppþotunum sem 39 lögreglumenn slösuðust í eftir minningarstund um barnung fórnarlömb hnífaárásarinnar í Southport í gær. Múrsteinum var meðal annars kastað í lögreglumenn og kveikt í lögreglubíl. 31. júlí 2024 08:45 Þriðja stelpan látin í Southport Þrjár stelpur á aldrinum sex til níu ára eru látnar og fimm börn til viðbótar eru þungt haldin eftir hnífaárás á dansnámskeiði í Southport í Englandi í gær. 30. júlí 2024 12:15 Foreldrar og kennarar minnast ungu stúlknanna Stelpurnar þrjár sem létust í hnífaárás í Southport á Englandi í gær hétu Bebe King, Elsie Dot Stancombe og Alice Dasilva Aguiar. Þær voru sex, sjö og níu ára gamlar. 30. júlí 2024 15:52 Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Sjá meira
Tugir lögregluþjóna slasaðir eftir óeirðir öfgamanna í Southport Breskur þingmaður segir „óþokka“ bera ábyrgð á uppþotunum sem 39 lögreglumenn slösuðust í eftir minningarstund um barnung fórnarlömb hnífaárásarinnar í Southport í gær. Múrsteinum var meðal annars kastað í lögreglumenn og kveikt í lögreglubíl. 31. júlí 2024 08:45
Þriðja stelpan látin í Southport Þrjár stelpur á aldrinum sex til níu ára eru látnar og fimm börn til viðbótar eru þungt haldin eftir hnífaárás á dansnámskeiði í Southport í Englandi í gær. 30. júlí 2024 12:15
Foreldrar og kennarar minnast ungu stúlknanna Stelpurnar þrjár sem létust í hnífaárás í Southport á Englandi í gær hétu Bebe King, Elsie Dot Stancombe og Alice Dasilva Aguiar. Þær voru sex, sjö og níu ára gamlar. 30. júlí 2024 15:52
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent