Yfir hundrað handteknir í óeirðum í Lundúnum Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 31. júlí 2024 22:57 Til átaka kom milli lögreglumanna og óeirðaseggja í Lundúnum. AP Mótmæli vegna stunguárásarinnar í bænum Southport í Norður-Englandi á mánudag hafa dreift sér út fyrir bæinn. Lögreglan í Lundúnum handtók tugi mótmælenda eftir að óeirðir brutust út við Downingstræti í kvöld. Í umfjöllun Sky News kemur fram að nokkur hundruð manns hafi safnast saman fyrir utan bústað forsætisráðherra að Downingstræti 10 í Lundúnum, kastað blysum og bjórdósum í grindverk og kallað upphrópanir á borð við „bjargið börnunum“ og „stöðvið bátana“. Sautján ára piltur er í haldi lögreglu grunaður um að hafa stungið þrjár barnungar stúlkur til bana í bænum Southport á mánudaginn. Fimm til viðbótar liggja þungt haldnar á spítala. Óeirðir brutust út í Southport í gær skömmu eftir að minningarathöfn vegna stúlknanna þriggja fór fram í bænum. Hópur óeirðaseggja kastaði flugeldum, steinum og flöskum að mosku í borginni, braut rúður, kveikti í lögreglubíl og grýtti lögreglu. Mótmælin koma í kjölfar rangra staðhæfinga öfgahægrihópa um að pilturinn sem grunaður er um verknaðinn sé hælisleitandi. Þvert á meiningar mótmælenda er hann ekki sagður hafa nein tengsl við íslam og lögregla telur ljóst að ákveðnir hópar vilji notfæra sér árásina til að kynda undir ofbeldi. Sky News hefur eftir lögreglu að yfir hundrað manns hafi þegar verið handteknir í tengslum við átökin í Lundúnum og að lögregla sé að ná tökum á ástandinu. Þá hafi óeirðir brotist út í bænum Hartlepool í Norður-Englandi og eldur verið kveiktur í lögreglubíl. Lögregla hafi handtekið fjóra í þeim aðgerðum. Svipuð atburðarás hafi átt sér stað í Manchester þegar óeirðarseggir köstuðu hlutum í lögreglumenn og almenning. Bretland England Hnífaárás í Southport Tengdar fréttir Tugir lögregluþjóna slasaðir eftir óeirðir öfgamanna í Southport Breskur þingmaður segir „óþokka“ bera ábyrgð á uppþotunum sem 39 lögreglumenn slösuðust í eftir minningarstund um barnung fórnarlömb hnífaárásarinnar í Southport í gær. Múrsteinum var meðal annars kastað í lögreglumenn og kveikt í lögreglubíl. 31. júlí 2024 08:45 Þriðja stelpan látin í Southport Þrjár stelpur á aldrinum sex til níu ára eru látnar og fimm börn til viðbótar eru þungt haldin eftir hnífaárás á dansnámskeiði í Southport í Englandi í gær. 30. júlí 2024 12:15 Foreldrar og kennarar minnast ungu stúlknanna Stelpurnar þrjár sem létust í hnífaárás í Southport á Englandi í gær hétu Bebe King, Elsie Dot Stancombe og Alice Dasilva Aguiar. Þær voru sex, sjö og níu ára gamlar. 30. júlí 2024 15:52 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Sjá meira
Í umfjöllun Sky News kemur fram að nokkur hundruð manns hafi safnast saman fyrir utan bústað forsætisráðherra að Downingstræti 10 í Lundúnum, kastað blysum og bjórdósum í grindverk og kallað upphrópanir á borð við „bjargið börnunum“ og „stöðvið bátana“. Sautján ára piltur er í haldi lögreglu grunaður um að hafa stungið þrjár barnungar stúlkur til bana í bænum Southport á mánudaginn. Fimm til viðbótar liggja þungt haldnar á spítala. Óeirðir brutust út í Southport í gær skömmu eftir að minningarathöfn vegna stúlknanna þriggja fór fram í bænum. Hópur óeirðaseggja kastaði flugeldum, steinum og flöskum að mosku í borginni, braut rúður, kveikti í lögreglubíl og grýtti lögreglu. Mótmælin koma í kjölfar rangra staðhæfinga öfgahægrihópa um að pilturinn sem grunaður er um verknaðinn sé hælisleitandi. Þvert á meiningar mótmælenda er hann ekki sagður hafa nein tengsl við íslam og lögregla telur ljóst að ákveðnir hópar vilji notfæra sér árásina til að kynda undir ofbeldi. Sky News hefur eftir lögreglu að yfir hundrað manns hafi þegar verið handteknir í tengslum við átökin í Lundúnum og að lögregla sé að ná tökum á ástandinu. Þá hafi óeirðir brotist út í bænum Hartlepool í Norður-Englandi og eldur verið kveiktur í lögreglubíl. Lögregla hafi handtekið fjóra í þeim aðgerðum. Svipuð atburðarás hafi átt sér stað í Manchester þegar óeirðarseggir köstuðu hlutum í lögreglumenn og almenning.
Bretland England Hnífaárás í Southport Tengdar fréttir Tugir lögregluþjóna slasaðir eftir óeirðir öfgamanna í Southport Breskur þingmaður segir „óþokka“ bera ábyrgð á uppþotunum sem 39 lögreglumenn slösuðust í eftir minningarstund um barnung fórnarlömb hnífaárásarinnar í Southport í gær. Múrsteinum var meðal annars kastað í lögreglumenn og kveikt í lögreglubíl. 31. júlí 2024 08:45 Þriðja stelpan látin í Southport Þrjár stelpur á aldrinum sex til níu ára eru látnar og fimm börn til viðbótar eru þungt haldin eftir hnífaárás á dansnámskeiði í Southport í Englandi í gær. 30. júlí 2024 12:15 Foreldrar og kennarar minnast ungu stúlknanna Stelpurnar þrjár sem létust í hnífaárás í Southport á Englandi í gær hétu Bebe King, Elsie Dot Stancombe og Alice Dasilva Aguiar. Þær voru sex, sjö og níu ára gamlar. 30. júlí 2024 15:52 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Sjá meira
Tugir lögregluþjóna slasaðir eftir óeirðir öfgamanna í Southport Breskur þingmaður segir „óþokka“ bera ábyrgð á uppþotunum sem 39 lögreglumenn slösuðust í eftir minningarstund um barnung fórnarlömb hnífaárásarinnar í Southport í gær. Múrsteinum var meðal annars kastað í lögreglumenn og kveikt í lögreglubíl. 31. júlí 2024 08:45
Þriðja stelpan látin í Southport Þrjár stelpur á aldrinum sex til níu ára eru látnar og fimm börn til viðbótar eru þungt haldin eftir hnífaárás á dansnámskeiði í Southport í Englandi í gær. 30. júlí 2024 12:15
Foreldrar og kennarar minnast ungu stúlknanna Stelpurnar þrjár sem létust í hnífaárás í Southport á Englandi í gær hétu Bebe King, Elsie Dot Stancombe og Alice Dasilva Aguiar. Þær voru sex, sjö og níu ára gamlar. 30. júlí 2024 15:52