Hermenn sakaðir um að misþyrma palestínskum fanga kynferðislega Kjartan Kjartansson skrifar 30. júlí 2024 13:47 Öfgahægrimenn ruddu sér leið inn í Sde Teiman-herstöðina til þess að mótmæla handtökum á hermönnum sem eru sakaðir um að misþyrma vígamanni Hamas. AP/Tsafrir Abyaov Til uppþota kom á herstöð þar sem Ísraelsher heldur palestínskum föngum eftir að níu ísraelskir hermenn voru handteknir og sakaðir um að misþyrma föngum kynferðislega. Stuðningsmenn þeirra brutust inn í herstöðina og kröfðust þess að þeim yrði sleppt. Hermennirnir voru handteknir og færðir til yfirheyrslna í gær vegna ásakana um „verulega misnotkun“ á föngum í Sde Teiman-herstöðinni þar sem Ísraelar hafa vistað flesta þeirra Palestínumanna sem þeir hafa handtekið frá því að stríðsrekstur þeirra á Gasa hófst í október. Þeir áttu að koma fyrir herrétt í dag, að sögn AP-fréttastofunnar. Handtökurnar ollu mikilli reiði hjá harðlínumönnum í ríkisstjórn Benjamíns Netanjahús forsætisráðherra og stuðningsmönnum þeirra. Hundruð mótmælenda, þar á meðal nokkrur stjórnarþingmenn, brutu sér leið inn í Sde Teiman og síðar Beit Lid-herstöðina þar sem hermönnunum er haldið. Þar tókust þeir á við hermenn áður en þeim var vísað út. Netanjahú fordæmdi múginn og kallaði eftir stillingu í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér. Herzi Halevi, herráðsforingi ísraelska hersins, sagði mótmælin grafalvarleg og ógna öryggis ríkisins á stríðstímum. Á öndverðum meiði var Itamar Ben-Gvir, öryggismálaráðherra og harðínumaður. Hann sagði skammarlegt að hermennirnir hefðu verið handteknir. Ben-Gvir og skoðanabræður hans vilja að beita Palestínumenn meira harðræði. Fórnarlambið sagt háttsettur Hamas-liði Verjandi hermannanna segir þá saklausa af ásökunum um meint kynferðisofbeldi. Atvikið hafi átt sér stað fyrir mánuði eftir að fangi, meintur háttsettur vígamaður Hamas-samtakanna, á að hafa ráðist á hermennina við leit. Hermennirnir hafi beitt valdi en ekki gert neitt kynferðislegt. Breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir staðarfjölmiðlum að fanginn hafi verið lagður inn á sjúkrahús vegna alvarlegs kynferðisofbeldis. Hann hafi ekki getað gengið vegna áverka á endaþarmi. Alþjóðlegir fjölmiðlar, mannréttindasamtök og Palestínuflóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) hafa gagnrýnt aðstæður í Sde Teiman. Í skýrslu síðastnefndu stofnunarinnar frá því í apríl voru rakin um dæmi um að fangar hefðu verið þvingaðir til þess að berhátta sig, þeir hafi verið myndaðir naktir og kynfæri þeirra barin í haldi Ísraela. Ekki var tekið sérstaklega fram hvar slík brot hefðu átt sér stað. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mannréttindi Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Málið er fast“ Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Fleiri fréttir Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Sjá meira
Hermennirnir voru handteknir og færðir til yfirheyrslna í gær vegna ásakana um „verulega misnotkun“ á föngum í Sde Teiman-herstöðinni þar sem Ísraelar hafa vistað flesta þeirra Palestínumanna sem þeir hafa handtekið frá því að stríðsrekstur þeirra á Gasa hófst í október. Þeir áttu að koma fyrir herrétt í dag, að sögn AP-fréttastofunnar. Handtökurnar ollu mikilli reiði hjá harðlínumönnum í ríkisstjórn Benjamíns Netanjahús forsætisráðherra og stuðningsmönnum þeirra. Hundruð mótmælenda, þar á meðal nokkrur stjórnarþingmenn, brutu sér leið inn í Sde Teiman og síðar Beit Lid-herstöðina þar sem hermönnunum er haldið. Þar tókust þeir á við hermenn áður en þeim var vísað út. Netanjahú fordæmdi múginn og kallaði eftir stillingu í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér. Herzi Halevi, herráðsforingi ísraelska hersins, sagði mótmælin grafalvarleg og ógna öryggis ríkisins á stríðstímum. Á öndverðum meiði var Itamar Ben-Gvir, öryggismálaráðherra og harðínumaður. Hann sagði skammarlegt að hermennirnir hefðu verið handteknir. Ben-Gvir og skoðanabræður hans vilja að beita Palestínumenn meira harðræði. Fórnarlambið sagt háttsettur Hamas-liði Verjandi hermannanna segir þá saklausa af ásökunum um meint kynferðisofbeldi. Atvikið hafi átt sér stað fyrir mánuði eftir að fangi, meintur háttsettur vígamaður Hamas-samtakanna, á að hafa ráðist á hermennina við leit. Hermennirnir hafi beitt valdi en ekki gert neitt kynferðislegt. Breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir staðarfjölmiðlum að fanginn hafi verið lagður inn á sjúkrahús vegna alvarlegs kynferðisofbeldis. Hann hafi ekki getað gengið vegna áverka á endaþarmi. Alþjóðlegir fjölmiðlar, mannréttindasamtök og Palestínuflóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) hafa gagnrýnt aðstæður í Sde Teiman. Í skýrslu síðastnefndu stofnunarinnar frá því í apríl voru rakin um dæmi um að fangar hefðu verið þvingaðir til þess að berhátta sig, þeir hafi verið myndaðir naktir og kynfæri þeirra barin í haldi Ísraela. Ekki var tekið sérstaklega fram hvar slík brot hefðu átt sér stað.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mannréttindi Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Málið er fast“ Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Fleiri fréttir Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Sjá meira