Arnar: Get lofað ykkur því að við munum ekki gefast upp Dagur Lárusson skrifar 28. júlí 2024 22:43 Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga. Vísir/Pawel Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var að vonum hæstánægður með 5-1 sigur síns liðs á HK í Bestu-deild karla í kvöld. „Já þetta var gríðarlega öflug frammistaða hjá okkur. Þetta var smá erfitt fyrstu þrjátíu mínúturnar og það virkaði eins og það væri smá þreyta í okkur eftir leikinn á fimmtudaginn,“ byrjaði Arnar að segja eftir leik. „En við börðumst í gegnum það og það er það sem þú þarft að gera. Þú þarft að snúa augnablikinu þér í vil þannig ég er virkilega ánægður með strákana. Þetta eru mjög erfiðir leikir sem eru á milli Evrópuleikjanna og mikið álag,“ hélt Arnar áfram að segja. Annað mark Víkings var vendipunkturinn í leiknum en eftir það mark kviknaði á meisturunum. Arnar var spurður út í vendipunktinn. „Þetta var ákveðinn vendipunktur, það er rétt en ég verð eiginlega að minnast á frammistöðu Gísla Gottskálk í leiknum. Honum finnst svo gaman að spila fótbolta og það er svo gaman að sjá svona strák taka til sín leikinn þó hann sé kannski með mikla pressu á sér og hann var stórkostlegur, algjörlega stórkostlegur og mér fannst hann lyfta öðrum leikmönnum upp á hærra plan.“ Arnar talaði um það fyrir leikinn að hann vildi að liðið færi með gott veganesti til Albaníu í seinni leikinn í Sambandsdeildinni og vildi hann meina að þetta hafi verið fullkomið veganesti. „Já, svona sigur er það svo sannarlega og þetta einvígi er ekkert búið, ég get lofað ykkur því. Við munum ekki gefast upp úti þó svo það taki 90 mínútur eða 120 mínútur eða jafnvel vítaspyrnukeppni.“ Arnar var síðan spurður út í mögulegar breytingar á leikmannahópnum áður en félagsskiptaglugginn lokar. „Nei ég á ekki von á miklum breytingum en það getur vel verið að Sveinn Gísli fari á lán. Það var gaman að geta loksins gefið honum mínútur hér í kvöld þar sem hann hefur ekki fengið að vera í byrjunarliðinu áður. En annars þurfum við meira bara að fá menn til baka eins og Aron og Jón Guðna og Matta sem verður að vísu frá í átta vikur,“ endaði Arnar Gunnlaugsson að segja eftir leik. Fótbolti Besta deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Uppgjörið og viðtöl: Víkingur - HK 5-1 | Meistararnir aftur á sigurbraut Íslandsmeistarar Víkings unnu afar öruggan 5-1 sigur er liðið tók á móti HK í 16. umferð Bestu-deildar karla í knattspyrnu í kvöld. 28. júlí 2024 18:31 Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Fótbolti Fleiri fréttir Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Sjá meira
„Já þetta var gríðarlega öflug frammistaða hjá okkur. Þetta var smá erfitt fyrstu þrjátíu mínúturnar og það virkaði eins og það væri smá þreyta í okkur eftir leikinn á fimmtudaginn,“ byrjaði Arnar að segja eftir leik. „En við börðumst í gegnum það og það er það sem þú þarft að gera. Þú þarft að snúa augnablikinu þér í vil þannig ég er virkilega ánægður með strákana. Þetta eru mjög erfiðir leikir sem eru á milli Evrópuleikjanna og mikið álag,“ hélt Arnar áfram að segja. Annað mark Víkings var vendipunkturinn í leiknum en eftir það mark kviknaði á meisturunum. Arnar var spurður út í vendipunktinn. „Þetta var ákveðinn vendipunktur, það er rétt en ég verð eiginlega að minnast á frammistöðu Gísla Gottskálk í leiknum. Honum finnst svo gaman að spila fótbolta og það er svo gaman að sjá svona strák taka til sín leikinn þó hann sé kannski með mikla pressu á sér og hann var stórkostlegur, algjörlega stórkostlegur og mér fannst hann lyfta öðrum leikmönnum upp á hærra plan.“ Arnar talaði um það fyrir leikinn að hann vildi að liðið færi með gott veganesti til Albaníu í seinni leikinn í Sambandsdeildinni og vildi hann meina að þetta hafi verið fullkomið veganesti. „Já, svona sigur er það svo sannarlega og þetta einvígi er ekkert búið, ég get lofað ykkur því. Við munum ekki gefast upp úti þó svo það taki 90 mínútur eða 120 mínútur eða jafnvel vítaspyrnukeppni.“ Arnar var síðan spurður út í mögulegar breytingar á leikmannahópnum áður en félagsskiptaglugginn lokar. „Nei ég á ekki von á miklum breytingum en það getur vel verið að Sveinn Gísli fari á lán. Það var gaman að geta loksins gefið honum mínútur hér í kvöld þar sem hann hefur ekki fengið að vera í byrjunarliðinu áður. En annars þurfum við meira bara að fá menn til baka eins og Aron og Jón Guðna og Matta sem verður að vísu frá í átta vikur,“ endaði Arnar Gunnlaugsson að segja eftir leik.
Fótbolti Besta deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Uppgjörið og viðtöl: Víkingur - HK 5-1 | Meistararnir aftur á sigurbraut Íslandsmeistarar Víkings unnu afar öruggan 5-1 sigur er liðið tók á móti HK í 16. umferð Bestu-deildar karla í knattspyrnu í kvöld. 28. júlí 2024 18:31 Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Fótbolti Fleiri fréttir Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Víkingur - HK 5-1 | Meistararnir aftur á sigurbraut Íslandsmeistarar Víkings unnu afar öruggan 5-1 sigur er liðið tók á móti HK í 16. umferð Bestu-deildar karla í knattspyrnu í kvöld. 28. júlí 2024 18:31