Yndislestur og fyrirmyndir Vilhjálmur Þór Svansson skrifar 28. júlí 2024 15:30 Það eru 10 ár síðan sem ég fékk þá frábæru hugmynd frá fjölskyldumeðlimi að setja mér reglulegt bóklesturs-markmið. Til dæmis lesa 1-2 bækur á mánuði. Ég stökk á vagninn og held nú upp á 10 ára afmæli reglulegs yndislestrar. Þetta er eitt skemmtilegasta markmið sem ég hef sett mér. Enda krefjandi en vel raunhæft. Rétt eins og markmið eiga að vera. Ég hef þó ekki alltaf náð markmiðinu, en reynt, og sömuleiðis haldið úti grófu yfirliti yfir bókalesturinn. Sem á móti hvetur mann áfram í lestrinum. Ég held að þessi yndislestur, sem er orðinn ómissandi partur af rútínunni hafi haft gríðarlega góð og ánægjuleg áhrif á mitt líf síðastliðinn áratug. Af hverju? Fyrir mér eykur yndislestur sjálfstraust, þolinmæði og víðsýni og dregur jafnframt úr fordómum. Tilhlökkunin að taka upp þráðinn sem frá var horfið í bóklestrinum eða byrja á nýrri bók er ómetanleg og innileg. Ég fullyrði reyndar að yndislestur sé bráðhollur. Einhversstaðar las ég um rannsókn sem leiddi í ljós að fólk hefði fengið innblástur til að gera jákvæðar breytingar á lífi sínu eftir lestur bóka, aðrir uppgötvað nýtt áhugamál og enn aðrir töldu yndislestur eftirlætis aðferð þeirra til að takast á við streitu. Ekki amalegt. Þegar yndislestur er kominn í reglulega rútínu eykst áhuginn á bókum almennt í veldisvexti og sömuleiðis annarri bókatengdri afþreyingu eins bókaþáttum í sjónvarpi, hlaðvarpi og útvarpi eða nýjum bókaútgáfum. Ekki bara um jólin. Þá nefndi góður maður nýverið við mig þá framtíðarsýn að aðsókn í bækur og yndislestur muni aukast töluvert á næstu árum sem svar okkar við hraða samfélagsins og öráreitinu alls staðar í kringum okkur, og allir þekkja. Það eru a.m.k einhverjir þarna úti í samfélaginu sem eru þessu sammála. Ég sá til dæmis aðila um daginn djúpt sokkinn í bókalestur bíðandi eftir næsta strætisvagni í Hamraborginni og annan í sömu gjörðum bíðandi eftir afgreiðslu í apóteki. Ekki í símanum. Aðdáunarvert. Mínar bóklesturs-fyrirmyndir. Besta leiðin til að halda sig við bóklestur er að lesa þær bækur sem vekja hjá manni einhvern snefil af áhuga hvort sem það eru skáldsögur, ævisögur, bækur til að viðhalda og afla sér þekkingar, bækur með sagnfræðilegu ívafi eða rómantískar bækur. Góður ,,krimmi’’ klikkar svo seint. Svo er líka hægt að prófa bókaáskrift, t.d hjá Angústúru. Og ódýrasta leiðin er að kíkja á næsta bókasafn, fjárfesta í bókasafnskorti á rúmar 3.000 kr. og prófa sig áfram enda bókasöfnin dugleg að auglýsa spennandi og vinsælar bækur. Svo sakar ekki að skilafrestur er yfirleitt innan 30 daga og því er maður hálf þvingaður til að ljúka við lesturinn næsta mánuðinn. Sem er ágætt markmið út af fyrir sig eins og ég hef uppgötvað undanfarinn áratug. Höfundur er áhugamaður um yndislestur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bókmenntir Mest lesið Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Skoðun Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Það eru 10 ár síðan sem ég fékk þá frábæru hugmynd frá fjölskyldumeðlimi að setja mér reglulegt bóklesturs-markmið. Til dæmis lesa 1-2 bækur á mánuði. Ég stökk á vagninn og held nú upp á 10 ára afmæli reglulegs yndislestrar. Þetta er eitt skemmtilegasta markmið sem ég hef sett mér. Enda krefjandi en vel raunhæft. Rétt eins og markmið eiga að vera. Ég hef þó ekki alltaf náð markmiðinu, en reynt, og sömuleiðis haldið úti grófu yfirliti yfir bókalesturinn. Sem á móti hvetur mann áfram í lestrinum. Ég held að þessi yndislestur, sem er orðinn ómissandi partur af rútínunni hafi haft gríðarlega góð og ánægjuleg áhrif á mitt líf síðastliðinn áratug. Af hverju? Fyrir mér eykur yndislestur sjálfstraust, þolinmæði og víðsýni og dregur jafnframt úr fordómum. Tilhlökkunin að taka upp þráðinn sem frá var horfið í bóklestrinum eða byrja á nýrri bók er ómetanleg og innileg. Ég fullyrði reyndar að yndislestur sé bráðhollur. Einhversstaðar las ég um rannsókn sem leiddi í ljós að fólk hefði fengið innblástur til að gera jákvæðar breytingar á lífi sínu eftir lestur bóka, aðrir uppgötvað nýtt áhugamál og enn aðrir töldu yndislestur eftirlætis aðferð þeirra til að takast á við streitu. Ekki amalegt. Þegar yndislestur er kominn í reglulega rútínu eykst áhuginn á bókum almennt í veldisvexti og sömuleiðis annarri bókatengdri afþreyingu eins bókaþáttum í sjónvarpi, hlaðvarpi og útvarpi eða nýjum bókaútgáfum. Ekki bara um jólin. Þá nefndi góður maður nýverið við mig þá framtíðarsýn að aðsókn í bækur og yndislestur muni aukast töluvert á næstu árum sem svar okkar við hraða samfélagsins og öráreitinu alls staðar í kringum okkur, og allir þekkja. Það eru a.m.k einhverjir þarna úti í samfélaginu sem eru þessu sammála. Ég sá til dæmis aðila um daginn djúpt sokkinn í bókalestur bíðandi eftir næsta strætisvagni í Hamraborginni og annan í sömu gjörðum bíðandi eftir afgreiðslu í apóteki. Ekki í símanum. Aðdáunarvert. Mínar bóklesturs-fyrirmyndir. Besta leiðin til að halda sig við bóklestur er að lesa þær bækur sem vekja hjá manni einhvern snefil af áhuga hvort sem það eru skáldsögur, ævisögur, bækur til að viðhalda og afla sér þekkingar, bækur með sagnfræðilegu ívafi eða rómantískar bækur. Góður ,,krimmi’’ klikkar svo seint. Svo er líka hægt að prófa bókaáskrift, t.d hjá Angústúru. Og ódýrasta leiðin er að kíkja á næsta bókasafn, fjárfesta í bókasafnskorti á rúmar 3.000 kr. og prófa sig áfram enda bókasöfnin dugleg að auglýsa spennandi og vinsælar bækur. Svo sakar ekki að skilafrestur er yfirleitt innan 30 daga og því er maður hálf þvingaður til að ljúka við lesturinn næsta mánuðinn. Sem er ágætt markmið út af fyrir sig eins og ég hef uppgötvað undanfarinn áratug. Höfundur er áhugamaður um yndislestur.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun