„Eins árs Íslandsbrúðkaupsafmæli. Alltaf þú, alltaf við,“ skrifar Katrín Edda og deilir fallegum myndum frá deginum á Instagram.
Katrín og Markus létu pússa sig saman í Garðakirkju og buðu til veislu á Grand hótel en það var í annað sinn sem hjónin létu pússa sig saman í návist sinna nánustu.
Fyrri athöfnin fór fram í Stuttgart í Þýskalandi í miðjum heimsfaraldri, þann 21. janúar 2022. Þau höfðu því ástæðu til að fagna brúðkaupsafmæli sínu í tvígang í ár.
Hjónin eru búsett í Þýskalandi ásamt dóttur þeirra Elísu Eyþóru sem er eins árs. Þá eiga þau von á sínu öðru barni í lok árs.
Katrín Edda hefur talað opinskátt á samfélagsmiðlum um glímuna við ófrjósemi og þann langþráða draum um að eignast barn. Sá draumur rættist þegar Elísa Eyþóra kom í heiminn þann 17. desember 2022. Katrín Edda leyfði fylgjendum sínum að fylgjast með allri meðgöngunni.