Hver eru áhrif þess að selja sumarbústað? Björn Berg Gunnarsson skrifar 18. júlí 2024 09:01 Fastir liðir í útvarpi á sumrin hafa lítið breyst á undanförnum árum. Bylgjulestin er með skottið fullt af stuði, veðurfræðingur svarar fyrir 11 gráður og rigningu og Magnús Hlynur segir frá hundi sem kann eitthvað voða áhugavert. Það er þó orðið nokkuð síðan við höfum heyrt viðtöl við hjón sem segjast hafa selt sumarbústaðinn og fengið í kjölfarið rukkun frá hinu opinbera. Þetta voru þó árviss viðtöl. Ekki var nóg með skatturinn hnippti í Jón og Gunnu og bað um fjármagnstekjuskatt vegna sölunnar heldur þurftu þau að endurgreiða Tryggingastofnun í þokkabót. Ný undanþága vegna sumarbústaða Svona var þetta. Flestir sem seldu sumarbústaðinn greiddu fjármagnstekjuskatt (22%) af söluhagnaði eða helmingi söluverðs. Hagnaðurinn var svo færður sem tekjur á móti greiðslum almannatrygginga. Ef seljendur höfðu ekki tiltekið þann hagnað í tekjuáætlun hjá TR gat myndast krafa vegna ofgreidds lífeyris. Nú hefur þessu þó verið breytt og sérstök undanþága tók gildi fyrir fáeinum árum. Þar er tekið fram að „...sala á frístundahúsnæði í eigu manna [sé] skattfrjáls ef heildarrúmmál eignarinnar og íbúðarhúsnæðis viðkomandi fer ekki fram úr 600 rúmmetrum hjá einstaklingi eða 1.200 rúmmetrum hjá hjónum. Skilyrði er að húsnæðið hafi verið nýtt af eigendum og ekki verið til útleigu gegn endurgjaldi og eignarhald varað að lágmarki í 7 ár.“ Það munar um þessa undanþágu. Ef heildarrúmmetrafjöldi í okkar eigu fer yfir þessi tilteknu mörk, greiðum við fjármagnstekjuskatt af því sem umfram er og verðum sömuleiðis skert hjá almannatryggingum, fáum við greiðslur þaðan. Ekki er óvarlegt að áætla að 1.200 rúmmetrar jafngildi um 500 fermetrum, en ef við erum óviss er þó er alltaf ráðlagt að ganga úr skugga um hvort við föllum innan marka undanþágunnar. Raunar er yfirleitt góð hugmynd að heyra hljóðið í endurskoðanda eða öðrum skattasérfræðingi þegar selja á eignir. Tekur því að leigja bústaðinn út? Þetta vekur eðlilega upp spurningar varðandi útleigu á frístundahúsnæði, til dæmis í skammtímaleigu á Airbnb. Það gæti hljómað freistandi að sækja þannig viðbótartekjur samhliða lífeyristöku. Við munum þó greiða 22% fjármagnstekjuskatt af leigurtekjunum og ef við fáum greiðslur frá almannatryggingum, í gegnum TR, getum við áætlað að skerðingar nemi um rétt um 30% til viðbótar (séum við í sambúð og þegar tekið hefur verið tillit til staðgreiðslu af greiðslum TR). Því getur farið þannig að útleigan skili okkur innan við helmingi teknanna í vasann auk þess sem sala eignarinnar gæti jafnvel orðið milljónum dýrari ef við missum undanþáguna og til stendur að selja bústaðinn. Það er ekki verið að gera þetta einfalt fyrir okkur. En þegar um svona háar fjárhæðir getur verið að ræða er vissara að kynna sér málin. Höfundur er fjármálaráðgjafi sem meðal annars býður upp á ráðgjöf um lífeyrismál og sparnað á bjornberg.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Húsnæðismál Skattar og tollar Mest lesið Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Skoðun Bætt réttindi VR félaga frá áramótum Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Leiðréttingar á staðhæfingum um mjólkurmarkaðinn og tollflokkun Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Fastir liðir í útvarpi á sumrin hafa lítið breyst á undanförnum árum. Bylgjulestin er með skottið fullt af stuði, veðurfræðingur svarar fyrir 11 gráður og rigningu og Magnús Hlynur segir frá hundi sem kann eitthvað voða áhugavert. Það er þó orðið nokkuð síðan við höfum heyrt viðtöl við hjón sem segjast hafa selt sumarbústaðinn og fengið í kjölfarið rukkun frá hinu opinbera. Þetta voru þó árviss viðtöl. Ekki var nóg með skatturinn hnippti í Jón og Gunnu og bað um fjármagnstekjuskatt vegna sölunnar heldur þurftu þau að endurgreiða Tryggingastofnun í þokkabót. Ný undanþága vegna sumarbústaða Svona var þetta. Flestir sem seldu sumarbústaðinn greiddu fjármagnstekjuskatt (22%) af söluhagnaði eða helmingi söluverðs. Hagnaðurinn var svo færður sem tekjur á móti greiðslum almannatrygginga. Ef seljendur höfðu ekki tiltekið þann hagnað í tekjuáætlun hjá TR gat myndast krafa vegna ofgreidds lífeyris. Nú hefur þessu þó verið breytt og sérstök undanþága tók gildi fyrir fáeinum árum. Þar er tekið fram að „...sala á frístundahúsnæði í eigu manna [sé] skattfrjáls ef heildarrúmmál eignarinnar og íbúðarhúsnæðis viðkomandi fer ekki fram úr 600 rúmmetrum hjá einstaklingi eða 1.200 rúmmetrum hjá hjónum. Skilyrði er að húsnæðið hafi verið nýtt af eigendum og ekki verið til útleigu gegn endurgjaldi og eignarhald varað að lágmarki í 7 ár.“ Það munar um þessa undanþágu. Ef heildarrúmmetrafjöldi í okkar eigu fer yfir þessi tilteknu mörk, greiðum við fjármagnstekjuskatt af því sem umfram er og verðum sömuleiðis skert hjá almannatryggingum, fáum við greiðslur þaðan. Ekki er óvarlegt að áætla að 1.200 rúmmetrar jafngildi um 500 fermetrum, en ef við erum óviss er þó er alltaf ráðlagt að ganga úr skugga um hvort við föllum innan marka undanþágunnar. Raunar er yfirleitt góð hugmynd að heyra hljóðið í endurskoðanda eða öðrum skattasérfræðingi þegar selja á eignir. Tekur því að leigja bústaðinn út? Þetta vekur eðlilega upp spurningar varðandi útleigu á frístundahúsnæði, til dæmis í skammtímaleigu á Airbnb. Það gæti hljómað freistandi að sækja þannig viðbótartekjur samhliða lífeyristöku. Við munum þó greiða 22% fjármagnstekjuskatt af leigurtekjunum og ef við fáum greiðslur frá almannatryggingum, í gegnum TR, getum við áætlað að skerðingar nemi um rétt um 30% til viðbótar (séum við í sambúð og þegar tekið hefur verið tillit til staðgreiðslu af greiðslum TR). Því getur farið þannig að útleigan skili okkur innan við helmingi teknanna í vasann auk þess sem sala eignarinnar gæti jafnvel orðið milljónum dýrari ef við missum undanþáguna og til stendur að selja bústaðinn. Það er ekki verið að gera þetta einfalt fyrir okkur. En þegar um svona háar fjárhæðir getur verið að ræða er vissara að kynna sér málin. Höfundur er fjármálaráðgjafi sem meðal annars býður upp á ráðgjöf um lífeyrismál og sparnað á bjornberg.is.
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar