Forseti ÍSÍ hvattur til að hefja tiltektina í eigin starfsemi Sigurður G. Guðjónsson skrifar 15. júlí 2024 10:30 Í síðustu viku óskaði Lárus Blöndal, forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ), eftir því í viðtali við Vísi að stjórnvöld myndu hlutast til um og stöðva starfsemi erlendra veðmálasíðna sem fjöldi Íslendinga kýs að spila á af eigin fúsum og frjálsum vilja. Nefndi Lárus sérstaklega það framferði eins af erlendu fyrirtækjunum að styrkja útilegu nemenda í Verslunarskólanum. Um þann hluta málflutnings Lárusar er hægt að taka heilshugar undir. Ótækt er að veðmála- og happdrættisfyrirtæki stýri markaðssetningu sinni sérstaklega að ungmennum. Það væri hins vegar tilvalið fyrir Lárus að byrja á að taka til í eigin rekstri í þeim efnum ef hann vill eyða öllum veðmálaauglýsingum úr umhverfi þar sem unglingar koma við sögu. Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands er aðaleigandi umfangsmesta veðmálafyrirtækis landsins, Íslenskra getrauna, sem borgar háa upphæð fyrir að láta næstefstu deild karla í fótbolta heita í höfuðið á veðmálastarfsemi sinni. Í Lengjudeildinni spilar ár hvert fjöldi leikmanna sem hefur ekki náð átján ára aldri og áhorfendapallar liða í deildinni eru þar að auki fullar af börnum. Þannig tekur þetta íslenska veðmálafyrirtæki virkan þátt í starfi leikmanna á barnsaldri og beinir efni sínu að fjölbreyttum stuðningshópum liðanna þar á meðal börnum. Sundurliðun á kostnaði Sjálfur situr Lárus fyrir hönd ÍSÍ í stjórn Getspár sem ýtir af þvílíku offorsi í hverri viku undir þátttöku landsmanna í þremur lottóleikjum: Lottó, Viking Lotto og Euro Jackpot, að fáir aðrir auglýsendur á landinu komast með tærnar þar sem Lárus og félagar hafa hælana þegar kemur að fjáraustri við kaup á birtingu auglýsinga. Umsvif Getspár og Íslenskra getrauna eru reyndar með þeim hætti að full ástæða er til að kalla eftir sundurliðun á kostnaði þessara fyrirtækja ekki aðeins við kaup á auglýsingum, heldur einnig við laun- og hlunnindi stjórnenda og stjórnarfólks. Þær upplýsingar eru af af einhverjum sökum ekki aðgengilegar í ársreikningum félaganna. Vandað til verka Ástæðan fyrir því að sá sem hér skrifar hefur áhuga á þessum málum eru meðal annars að vinnubrögð íslensku einokunar fyrirtækjanna, á sviði veðmála og happdrættis, eru í hrópandi mótsögn við áherslu skjólstæðings míns, sænska fyrirtækisins Betsson, sem hefur alla tíð haft í öndvegi að vanda mjög til verka. Betsson hvílir á yfir 60 ára gömlum grunni og er skráð í kauphöll Nasdaq í Stokkhólmi, með þeirri gagnsæis- og upplýsingaskyldu sem þeirri skráningu fylgir. Betsson lýtur ströngum reglum Evrópusambandsins (ESB) um varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka auk sérstakra reglna sambandsins um gagnsæi og skyldur veðmálafyrirtækja. Þar á meðal ber þeim skylda til að framkvæma áreiðanleikakannanir um uppruna fjármuna og eftir atvikum tilkynna grunsamleg viðskipti. Er þetta í samræmi við kvaðir sem íslenskar bankastofnanir og fjármálafyrirtæki verða að uppfylla ef þau ætla að starfa á evrópska efnahagssvæðinu. Eru þessar reglur mun strangari en gilda samkvæmt íslenskum lögum um spila- og happdrættisfyrirtæki. Ólöglegt er fyrir fólk undir 18 ára aldri að opna reikninga og/eða spila fjárhættuspil hjá Betsson. Fyrirtækið áskilur sér rétt til þess að óska eftir sönnun um aldur frá öllum viðskiptavinum sínum og getur lokað reikningum þangað til viðeigandi gögn hafa borist.Þá hefur Betsson þróað öflug rafræn tól til sem stuðla að ábyrgri spilamennsku. Þar á meðal eru möguleg inngrip til að stöðva óheilbrigða spilamennsku. Er þessi þáttur spilaumhverfisins á síðu Betsson mun umfangsmeiri en hjá flestum öðrum vefsíðum, að meðtöldum íslensku happdrættis- og veðmálafyrirtækjunum. Ísland og Noregur ein eftirFyrir hönd Betsson vil ég enn og aftur beina því til fjölmiðla og áhugafólks um getraunir og netspilamennsku að gera skýran greinarmun á þeim fyrirtækjum sem gera hlutina illa og þeim fyrirtækjum sem gera þá vel.Í því samhengi er rétt að benda áhugafólki á að á undanförnum árum hafa nánast öll lönd Evrópu innleitt grundvallarbreytingar á laga- og reglusetningu netspilamála og aukið frjálsræði í þeim efnum. Ísland og Noregur eru undantekningarnar frá þeirri þróun.Nágrannar okkar í Danmörku og Svíþjóð eru meðal þjóða sem hafa afnumið einokunarmódel sín og innleitt leyfiskerfi opið öllum ábyrgum rekstraraðilum.Kosturinn við umhverfi þar sem fyrirtækjum ber að skrá sig og fá leyfi eru ýmsir. Þannig er ekki aðeins hægt að tryggja frjálsa samkeppni heldur undirgangast fyrirtækin að fara eftir ákveðnum reglur sem tryggja meðal annars neytendavernd og að þau beini auglýsingum sínum ekki að börnum og ungmennum.Betsson hefur fyrir löngu tekið þess skref af eigin hvötum, en eins og fréttir undanfarinna vikna bera með sér, á það því miður ekki við um ýmis önnur fyrirtæki. Bæði erlend en líka innlend eins og bent er á hér að ofan. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjárhættuspil Mest lesið Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið sigrar Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar Skoðun Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Lítil breyting sem getur skipt sköpum! Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Í síðustu viku óskaði Lárus Blöndal, forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ), eftir því í viðtali við Vísi að stjórnvöld myndu hlutast til um og stöðva starfsemi erlendra veðmálasíðna sem fjöldi Íslendinga kýs að spila á af eigin fúsum og frjálsum vilja. Nefndi Lárus sérstaklega það framferði eins af erlendu fyrirtækjunum að styrkja útilegu nemenda í Verslunarskólanum. Um þann hluta málflutnings Lárusar er hægt að taka heilshugar undir. Ótækt er að veðmála- og happdrættisfyrirtæki stýri markaðssetningu sinni sérstaklega að ungmennum. Það væri hins vegar tilvalið fyrir Lárus að byrja á að taka til í eigin rekstri í þeim efnum ef hann vill eyða öllum veðmálaauglýsingum úr umhverfi þar sem unglingar koma við sögu. Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands er aðaleigandi umfangsmesta veðmálafyrirtækis landsins, Íslenskra getrauna, sem borgar háa upphæð fyrir að láta næstefstu deild karla í fótbolta heita í höfuðið á veðmálastarfsemi sinni. Í Lengjudeildinni spilar ár hvert fjöldi leikmanna sem hefur ekki náð átján ára aldri og áhorfendapallar liða í deildinni eru þar að auki fullar af börnum. Þannig tekur þetta íslenska veðmálafyrirtæki virkan þátt í starfi leikmanna á barnsaldri og beinir efni sínu að fjölbreyttum stuðningshópum liðanna þar á meðal börnum. Sundurliðun á kostnaði Sjálfur situr Lárus fyrir hönd ÍSÍ í stjórn Getspár sem ýtir af þvílíku offorsi í hverri viku undir þátttöku landsmanna í þremur lottóleikjum: Lottó, Viking Lotto og Euro Jackpot, að fáir aðrir auglýsendur á landinu komast með tærnar þar sem Lárus og félagar hafa hælana þegar kemur að fjáraustri við kaup á birtingu auglýsinga. Umsvif Getspár og Íslenskra getrauna eru reyndar með þeim hætti að full ástæða er til að kalla eftir sundurliðun á kostnaði þessara fyrirtækja ekki aðeins við kaup á auglýsingum, heldur einnig við laun- og hlunnindi stjórnenda og stjórnarfólks. Þær upplýsingar eru af af einhverjum sökum ekki aðgengilegar í ársreikningum félaganna. Vandað til verka Ástæðan fyrir því að sá sem hér skrifar hefur áhuga á þessum málum eru meðal annars að vinnubrögð íslensku einokunar fyrirtækjanna, á sviði veðmála og happdrættis, eru í hrópandi mótsögn við áherslu skjólstæðings míns, sænska fyrirtækisins Betsson, sem hefur alla tíð haft í öndvegi að vanda mjög til verka. Betsson hvílir á yfir 60 ára gömlum grunni og er skráð í kauphöll Nasdaq í Stokkhólmi, með þeirri gagnsæis- og upplýsingaskyldu sem þeirri skráningu fylgir. Betsson lýtur ströngum reglum Evrópusambandsins (ESB) um varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka auk sérstakra reglna sambandsins um gagnsæi og skyldur veðmálafyrirtækja. Þar á meðal ber þeim skylda til að framkvæma áreiðanleikakannanir um uppruna fjármuna og eftir atvikum tilkynna grunsamleg viðskipti. Er þetta í samræmi við kvaðir sem íslenskar bankastofnanir og fjármálafyrirtæki verða að uppfylla ef þau ætla að starfa á evrópska efnahagssvæðinu. Eru þessar reglur mun strangari en gilda samkvæmt íslenskum lögum um spila- og happdrættisfyrirtæki. Ólöglegt er fyrir fólk undir 18 ára aldri að opna reikninga og/eða spila fjárhættuspil hjá Betsson. Fyrirtækið áskilur sér rétt til þess að óska eftir sönnun um aldur frá öllum viðskiptavinum sínum og getur lokað reikningum þangað til viðeigandi gögn hafa borist.Þá hefur Betsson þróað öflug rafræn tól til sem stuðla að ábyrgri spilamennsku. Þar á meðal eru möguleg inngrip til að stöðva óheilbrigða spilamennsku. Er þessi þáttur spilaumhverfisins á síðu Betsson mun umfangsmeiri en hjá flestum öðrum vefsíðum, að meðtöldum íslensku happdrættis- og veðmálafyrirtækjunum. Ísland og Noregur ein eftirFyrir hönd Betsson vil ég enn og aftur beina því til fjölmiðla og áhugafólks um getraunir og netspilamennsku að gera skýran greinarmun á þeim fyrirtækjum sem gera hlutina illa og þeim fyrirtækjum sem gera þá vel.Í því samhengi er rétt að benda áhugafólki á að á undanförnum árum hafa nánast öll lönd Evrópu innleitt grundvallarbreytingar á laga- og reglusetningu netspilamála og aukið frjálsræði í þeim efnum. Ísland og Noregur eru undantekningarnar frá þeirri þróun.Nágrannar okkar í Danmörku og Svíþjóð eru meðal þjóða sem hafa afnumið einokunarmódel sín og innleitt leyfiskerfi opið öllum ábyrgum rekstraraðilum.Kosturinn við umhverfi þar sem fyrirtækjum ber að skrá sig og fá leyfi eru ýmsir. Þannig er ekki aðeins hægt að tryggja frjálsa samkeppni heldur undirgangast fyrirtækin að fara eftir ákveðnum reglur sem tryggja meðal annars neytendavernd og að þau beini auglýsingum sínum ekki að börnum og ungmennum.Betsson hefur fyrir löngu tekið þess skref af eigin hvötum, en eins og fréttir undanfarinna vikna bera með sér, á það því miður ekki við um ýmis önnur fyrirtæki. Bæði erlend en líka innlend eins og bent er á hér að ofan.
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar
Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar
Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun