Forseti ÍSÍ hvattur til að hefja tiltektina í eigin starfsemi Sigurður G. Guðjónsson skrifar 15. júlí 2024 10:30 Í síðustu viku óskaði Lárus Blöndal, forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ), eftir því í viðtali við Vísi að stjórnvöld myndu hlutast til um og stöðva starfsemi erlendra veðmálasíðna sem fjöldi Íslendinga kýs að spila á af eigin fúsum og frjálsum vilja. Nefndi Lárus sérstaklega það framferði eins af erlendu fyrirtækjunum að styrkja útilegu nemenda í Verslunarskólanum. Um þann hluta málflutnings Lárusar er hægt að taka heilshugar undir. Ótækt er að veðmála- og happdrættisfyrirtæki stýri markaðssetningu sinni sérstaklega að ungmennum. Það væri hins vegar tilvalið fyrir Lárus að byrja á að taka til í eigin rekstri í þeim efnum ef hann vill eyða öllum veðmálaauglýsingum úr umhverfi þar sem unglingar koma við sögu. Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands er aðaleigandi umfangsmesta veðmálafyrirtækis landsins, Íslenskra getrauna, sem borgar háa upphæð fyrir að láta næstefstu deild karla í fótbolta heita í höfuðið á veðmálastarfsemi sinni. Í Lengjudeildinni spilar ár hvert fjöldi leikmanna sem hefur ekki náð átján ára aldri og áhorfendapallar liða í deildinni eru þar að auki fullar af börnum. Þannig tekur þetta íslenska veðmálafyrirtæki virkan þátt í starfi leikmanna á barnsaldri og beinir efni sínu að fjölbreyttum stuðningshópum liðanna þar á meðal börnum. Sundurliðun á kostnaði Sjálfur situr Lárus fyrir hönd ÍSÍ í stjórn Getspár sem ýtir af þvílíku offorsi í hverri viku undir þátttöku landsmanna í þremur lottóleikjum: Lottó, Viking Lotto og Euro Jackpot, að fáir aðrir auglýsendur á landinu komast með tærnar þar sem Lárus og félagar hafa hælana þegar kemur að fjáraustri við kaup á birtingu auglýsinga. Umsvif Getspár og Íslenskra getrauna eru reyndar með þeim hætti að full ástæða er til að kalla eftir sundurliðun á kostnaði þessara fyrirtækja ekki aðeins við kaup á auglýsingum, heldur einnig við laun- og hlunnindi stjórnenda og stjórnarfólks. Þær upplýsingar eru af af einhverjum sökum ekki aðgengilegar í ársreikningum félaganna. Vandað til verka Ástæðan fyrir því að sá sem hér skrifar hefur áhuga á þessum málum eru meðal annars að vinnubrögð íslensku einokunar fyrirtækjanna, á sviði veðmála og happdrættis, eru í hrópandi mótsögn við áherslu skjólstæðings míns, sænska fyrirtækisins Betsson, sem hefur alla tíð haft í öndvegi að vanda mjög til verka. Betsson hvílir á yfir 60 ára gömlum grunni og er skráð í kauphöll Nasdaq í Stokkhólmi, með þeirri gagnsæis- og upplýsingaskyldu sem þeirri skráningu fylgir. Betsson lýtur ströngum reglum Evrópusambandsins (ESB) um varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka auk sérstakra reglna sambandsins um gagnsæi og skyldur veðmálafyrirtækja. Þar á meðal ber þeim skylda til að framkvæma áreiðanleikakannanir um uppruna fjármuna og eftir atvikum tilkynna grunsamleg viðskipti. Er þetta í samræmi við kvaðir sem íslenskar bankastofnanir og fjármálafyrirtæki verða að uppfylla ef þau ætla að starfa á evrópska efnahagssvæðinu. Eru þessar reglur mun strangari en gilda samkvæmt íslenskum lögum um spila- og happdrættisfyrirtæki. Ólöglegt er fyrir fólk undir 18 ára aldri að opna reikninga og/eða spila fjárhættuspil hjá Betsson. Fyrirtækið áskilur sér rétt til þess að óska eftir sönnun um aldur frá öllum viðskiptavinum sínum og getur lokað reikningum þangað til viðeigandi gögn hafa borist.Þá hefur Betsson þróað öflug rafræn tól til sem stuðla að ábyrgri spilamennsku. Þar á meðal eru möguleg inngrip til að stöðva óheilbrigða spilamennsku. Er þessi þáttur spilaumhverfisins á síðu Betsson mun umfangsmeiri en hjá flestum öðrum vefsíðum, að meðtöldum íslensku happdrættis- og veðmálafyrirtækjunum. Ísland og Noregur ein eftir Fyrir hönd Betsson vil ég enn og aftur beina því til fjölmiðla og áhugafólks um getraunir og netspilamennsku að gera skýran greinarmun á þeim fyrirtækjum sem gera hlutina illa og þeim fyrirtækjum sem gera þá vel. Í því samhengi er rétt að benda áhugafólki á að á undanförnum árum hafa nánast öll lönd Evrópu innleitt grundvallarbreytingar á laga- og reglusetningu netspilamála og aukið frjálsræði í þeim efnum. Ísland og Noregur eru undantekningarnar frá þeirri þróun. Nágrannar okkar í Danmörku og Svíþjóð eru meðal þjóða sem hafa afnumið einokunarmódel sín og innleitt leyfiskerfi opið öllum ábyrgum rekstraraðilum. Kosturinn við umhverfi þar sem fyrirtækjum ber að skrá sig og fá leyfi eru ýmsir. Þannig er ekki aðeins hægt að tryggja frjálsa samkeppni heldur undirgangast fyrirtækin að fara eftir ákveðnum reglur sem tryggja meðal annars neytendavernd og að þau beini auglýsingum sínum ekki að börnum og ungmennum. Betsson hefur fyrir löngu tekið þess skref af eigin hvötum, en eins og fréttir undanfarinna vikna bera með sér, á það því miður ekki við um ýmis önnur fyrirtæki. Bæði erlend en líka innlend eins og bent er á hér að ofan. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjárhættuspil Sigurður G. Guðjónsson Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Í síðustu viku óskaði Lárus Blöndal, forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ), eftir því í viðtali við Vísi að stjórnvöld myndu hlutast til um og stöðva starfsemi erlendra veðmálasíðna sem fjöldi Íslendinga kýs að spila á af eigin fúsum og frjálsum vilja. Nefndi Lárus sérstaklega það framferði eins af erlendu fyrirtækjunum að styrkja útilegu nemenda í Verslunarskólanum. Um þann hluta málflutnings Lárusar er hægt að taka heilshugar undir. Ótækt er að veðmála- og happdrættisfyrirtæki stýri markaðssetningu sinni sérstaklega að ungmennum. Það væri hins vegar tilvalið fyrir Lárus að byrja á að taka til í eigin rekstri í þeim efnum ef hann vill eyða öllum veðmálaauglýsingum úr umhverfi þar sem unglingar koma við sögu. Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands er aðaleigandi umfangsmesta veðmálafyrirtækis landsins, Íslenskra getrauna, sem borgar háa upphæð fyrir að láta næstefstu deild karla í fótbolta heita í höfuðið á veðmálastarfsemi sinni. Í Lengjudeildinni spilar ár hvert fjöldi leikmanna sem hefur ekki náð átján ára aldri og áhorfendapallar liða í deildinni eru þar að auki fullar af börnum. Þannig tekur þetta íslenska veðmálafyrirtæki virkan þátt í starfi leikmanna á barnsaldri og beinir efni sínu að fjölbreyttum stuðningshópum liðanna þar á meðal börnum. Sundurliðun á kostnaði Sjálfur situr Lárus fyrir hönd ÍSÍ í stjórn Getspár sem ýtir af þvílíku offorsi í hverri viku undir þátttöku landsmanna í þremur lottóleikjum: Lottó, Viking Lotto og Euro Jackpot, að fáir aðrir auglýsendur á landinu komast með tærnar þar sem Lárus og félagar hafa hælana þegar kemur að fjáraustri við kaup á birtingu auglýsinga. Umsvif Getspár og Íslenskra getrauna eru reyndar með þeim hætti að full ástæða er til að kalla eftir sundurliðun á kostnaði þessara fyrirtækja ekki aðeins við kaup á auglýsingum, heldur einnig við laun- og hlunnindi stjórnenda og stjórnarfólks. Þær upplýsingar eru af af einhverjum sökum ekki aðgengilegar í ársreikningum félaganna. Vandað til verka Ástæðan fyrir því að sá sem hér skrifar hefur áhuga á þessum málum eru meðal annars að vinnubrögð íslensku einokunar fyrirtækjanna, á sviði veðmála og happdrættis, eru í hrópandi mótsögn við áherslu skjólstæðings míns, sænska fyrirtækisins Betsson, sem hefur alla tíð haft í öndvegi að vanda mjög til verka. Betsson hvílir á yfir 60 ára gömlum grunni og er skráð í kauphöll Nasdaq í Stokkhólmi, með þeirri gagnsæis- og upplýsingaskyldu sem þeirri skráningu fylgir. Betsson lýtur ströngum reglum Evrópusambandsins (ESB) um varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka auk sérstakra reglna sambandsins um gagnsæi og skyldur veðmálafyrirtækja. Þar á meðal ber þeim skylda til að framkvæma áreiðanleikakannanir um uppruna fjármuna og eftir atvikum tilkynna grunsamleg viðskipti. Er þetta í samræmi við kvaðir sem íslenskar bankastofnanir og fjármálafyrirtæki verða að uppfylla ef þau ætla að starfa á evrópska efnahagssvæðinu. Eru þessar reglur mun strangari en gilda samkvæmt íslenskum lögum um spila- og happdrættisfyrirtæki. Ólöglegt er fyrir fólk undir 18 ára aldri að opna reikninga og/eða spila fjárhættuspil hjá Betsson. Fyrirtækið áskilur sér rétt til þess að óska eftir sönnun um aldur frá öllum viðskiptavinum sínum og getur lokað reikningum þangað til viðeigandi gögn hafa borist.Þá hefur Betsson þróað öflug rafræn tól til sem stuðla að ábyrgri spilamennsku. Þar á meðal eru möguleg inngrip til að stöðva óheilbrigða spilamennsku. Er þessi þáttur spilaumhverfisins á síðu Betsson mun umfangsmeiri en hjá flestum öðrum vefsíðum, að meðtöldum íslensku happdrættis- og veðmálafyrirtækjunum. Ísland og Noregur ein eftir Fyrir hönd Betsson vil ég enn og aftur beina því til fjölmiðla og áhugafólks um getraunir og netspilamennsku að gera skýran greinarmun á þeim fyrirtækjum sem gera hlutina illa og þeim fyrirtækjum sem gera þá vel. Í því samhengi er rétt að benda áhugafólki á að á undanförnum árum hafa nánast öll lönd Evrópu innleitt grundvallarbreytingar á laga- og reglusetningu netspilamála og aukið frjálsræði í þeim efnum. Ísland og Noregur eru undantekningarnar frá þeirri þróun. Nágrannar okkar í Danmörku og Svíþjóð eru meðal þjóða sem hafa afnumið einokunarmódel sín og innleitt leyfiskerfi opið öllum ábyrgum rekstraraðilum. Kosturinn við umhverfi þar sem fyrirtækjum ber að skrá sig og fá leyfi eru ýmsir. Þannig er ekki aðeins hægt að tryggja frjálsa samkeppni heldur undirgangast fyrirtækin að fara eftir ákveðnum reglur sem tryggja meðal annars neytendavernd og að þau beini auglýsingum sínum ekki að börnum og ungmennum. Betsson hefur fyrir löngu tekið þess skref af eigin hvötum, en eins og fréttir undanfarinna vikna bera með sér, á það því miður ekki við um ýmis önnur fyrirtæki. Bæði erlend en líka innlend eins og bent er á hér að ofan.
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun