„Fann það fyrir leik að það væri eitthvað klikkað að fara að gerast“ Andri Már Eggertsson skrifar 12. júlí 2024 20:05 Sveindís Jane Jónsdóttir var í skýjunum eftir 3-0 sigur gegn Þýskalandi. Vísir/Anton Brink Ísland vann ótrúlegan 3-0 sigur gegn Þýskalandi. Ísland hefur því tryggt sér inn á EM 2025 í Sviss. Sveindís Jane Jónsdóttir, leikmaður Íslands, fór á kostum og kom að öllum mörkum leiksins. „Það er ómögulegt að lýsa þessu. Ég fann það fyrir leik að það væri eitthvað klikkað að fara að gerast. Þetta var sögulegur sigur fyrir okkur og 3-0 sigur gegn Þýskalandi var frábært,“ sagði Sveindís í skýjunum eftir leik. Ísland byrjaði af krafti og Sveindís fékk gott færi eftir tæpa mínútu og heimakonur voru komnar yfir eftir innan við korter. „Þetta sýndi hvernig við ætluðum að byrja leikinn. Við komumst yfir og ég vil óska Ingibjörgu [Sigurðardóttur] til hamingju með fyrsta landsliðsmarkið sitt. Við vorum 1-0 yfir í hálfleik og það var geðveikt að þeim hafi ekki tekist að skora í fyrri hálfleik sem gaf okkur aukakraft.“ Sveindís Jane fór á kostum í dag og kom að öllum mörkum Íslands. Sveindís lagði upp fyrstu tvö mörkin og skoraði þriðja markið. „Þetta var geðveikt. Ég er ótrúlega sátt með þetta allt. Þetta var risaleikur gegn Þýskalandi og að hafa tekist að vinna hann 3-0 var ótrúlega vel gert. Auðvitað vill ég koma að eins mörgum mörkum og ég get og í dag voru það þrjú mörk. Ég fékk smá gjöf undir lokin frá varnarmanni Þýskalands sem gaf mér þriðja markið og þá gátum við andað léttar.“ Þýskaland var hársbreidd frá því að minnka muninn í stöðunni 2-0 en Glódís Perla Viggósdóttir bjargaði á línu. „Það er engin svona nema Glódís hún bjargaði bara með hjólhestaspyrnu og þetta var risa björgun. Hefðu þær skorað á þessum tímapunkti þá hefðu þær fengið meiri orku og mögulega jafnað leikinn. En þetta gerði mikið fyrir okkur og þetta var eins og að skora mark.“ Símamótið er í fullum gangi og ungar fótboltastelpur fjölmenntu á völlinn og létu vel í sér heyra. Sveindís var mjög ánægð með stuðninginn sem liðið fékk í dag. „Við unnum Þýskaland 3-0 með þennan stuðning og það segir bara hversu mikilvægt það er fyrir okkur að fá svona marga á völlinn. Ég vil hvetja alla til þess að mæta á næsta leik hjá okkur á Laugardalsvelli því það gefur okkur mjög mikið.“ Næsti leikur Íslands er gegn Póllandi á þriðjudaginn og Sveindís tók undir að það væri þægilegra að spila þann leik eftir að liðið hefur tryggt sér farseðilinn á EM 2025. „Við viljum vinna þann leik líka og fagna einhverju þá. Við viljum vinna og enda þetta vel. Við erum búnar að vera á fullu inni í klefa að fagna,“ sagði Sveindís afar ánægð að lokum. EM í Sviss 2025 Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira
„Það er ómögulegt að lýsa þessu. Ég fann það fyrir leik að það væri eitthvað klikkað að fara að gerast. Þetta var sögulegur sigur fyrir okkur og 3-0 sigur gegn Þýskalandi var frábært,“ sagði Sveindís í skýjunum eftir leik. Ísland byrjaði af krafti og Sveindís fékk gott færi eftir tæpa mínútu og heimakonur voru komnar yfir eftir innan við korter. „Þetta sýndi hvernig við ætluðum að byrja leikinn. Við komumst yfir og ég vil óska Ingibjörgu [Sigurðardóttur] til hamingju með fyrsta landsliðsmarkið sitt. Við vorum 1-0 yfir í hálfleik og það var geðveikt að þeim hafi ekki tekist að skora í fyrri hálfleik sem gaf okkur aukakraft.“ Sveindís Jane fór á kostum í dag og kom að öllum mörkum Íslands. Sveindís lagði upp fyrstu tvö mörkin og skoraði þriðja markið. „Þetta var geðveikt. Ég er ótrúlega sátt með þetta allt. Þetta var risaleikur gegn Þýskalandi og að hafa tekist að vinna hann 3-0 var ótrúlega vel gert. Auðvitað vill ég koma að eins mörgum mörkum og ég get og í dag voru það þrjú mörk. Ég fékk smá gjöf undir lokin frá varnarmanni Þýskalands sem gaf mér þriðja markið og þá gátum við andað léttar.“ Þýskaland var hársbreidd frá því að minnka muninn í stöðunni 2-0 en Glódís Perla Viggósdóttir bjargaði á línu. „Það er engin svona nema Glódís hún bjargaði bara með hjólhestaspyrnu og þetta var risa björgun. Hefðu þær skorað á þessum tímapunkti þá hefðu þær fengið meiri orku og mögulega jafnað leikinn. En þetta gerði mikið fyrir okkur og þetta var eins og að skora mark.“ Símamótið er í fullum gangi og ungar fótboltastelpur fjölmenntu á völlinn og létu vel í sér heyra. Sveindís var mjög ánægð með stuðninginn sem liðið fékk í dag. „Við unnum Þýskaland 3-0 með þennan stuðning og það segir bara hversu mikilvægt það er fyrir okkur að fá svona marga á völlinn. Ég vil hvetja alla til þess að mæta á næsta leik hjá okkur á Laugardalsvelli því það gefur okkur mjög mikið.“ Næsti leikur Íslands er gegn Póllandi á þriðjudaginn og Sveindís tók undir að það væri þægilegra að spila þann leik eftir að liðið hefur tryggt sér farseðilinn á EM 2025. „Við viljum vinna þann leik líka og fagna einhverju þá. Við viljum vinna og enda þetta vel. Við erum búnar að vera á fullu inni í klefa að fagna,“ sagði Sveindís afar ánægð að lokum.
EM í Sviss 2025 Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira