Guðlaug Edda og Hákon fánaberar Íslands á Signu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. júlí 2024 06:31 Fánaberar Íslands verða þau Guðlaug Edda Hannesdóttir sem keppir í þríþraut og Hákon Þór Svavarsson sem keppir í haglabyssuskotfimi. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hefur valið þau Guðlaugu Eddu Hannesdóttur og Hákon Þór Svavarsson til að vera fánaberar Íslands á setningarhátíð Ólympíuleikanna í París 2024. Forsetahjón Íslands, Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid, buðu til móttöku á Bessastöðum í gær til heiðurs Ólympíuhópi ÍSÍ 2024. Við það tilefni var tilkynnt hver myndu fá þann heiður að vera fánaberar Íslands á setningarhátíðinni 26. júlí næstkomandi. Guðlaug Edda keppir í þríþraut og Hákon Þór keppir í haglabyssuskotfimi. Þau eru bæði að keppa í fyrsta sinn á Ólympíuleikum og fá þennan heiður samhliða frumraun sinni. Jafnframt verður þetta í fyrsta sinn sem keppandi í skotíþróttum og þríþraut er fánaberi Íslands á setningarhátíð Ólympíuleikanna. Á síðustu leikum í Tókýó 2021 voru það sundfólkið Snæfríður Sól Jórunnardóttir og Anton Sveinn McKee sem voru fánaberar Íslands en þau keppa bæði aftur í ár. Þetta verður í fyrsta sinn sem keppandi í skotíþróttum og þríþraut er fánaberi Íslands á setningarhátíð Ólympíuleikanna.ÍSÍ Júdómaðurinn Þormóður Árni Jónsson var með fánann á setningarhátíð ÓL í Ríó 2016 en þá var bara einn fánaberi. Spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir var fánaberi á ÓL í London 2012 og sundmaðurinn Örn Arnarson á ÓL í Peking 2008. Þá var handboltamaðurinn Guðmundur Hrafnkelsson með fánann á ÓL í Aþenu 2004 og öldin byrjaði á því á grindahlauparinn Guðrún Arnardóttir var setningarhátíð ÓL í Sydney 2000. Allir þessir fyrrnefndu íslensku íþróttamenn voru fánaberar í hefðbundni setningarhátíð þar sem keppendur gengu saman inn á Ólympíuleikvanginn en í ár munu þau Guðlaug Edda og Hákon taka þátt í glænýrri útgáfu af setningarhátíð. Að þessu sinni verður verður ekki hefðbundin innganga á setningarhátíð heldur sigla fulltrúar allra landa á bátum eftir ánni Signu í hjarta Parísarborgar. Setningarhátíðin er sú stærsta sem haldin hefur verið í sögu Ólympíuleikanna. Guðlaug Edda og Hákon munu því vera með fána Íslands í siglingunni á Signu. Þar sem að þetta er alveg ný útgáfa af setningarhátíð verður að koma í ljós hvernig útfærslan verður að öðru leyti að Ísland mun væntanlega fá sinn eigin bát á Signu. Íslands á fimm keppendur á Ólympíuleikunum í París því auk Guðlaugu Eddu og Hákons Þórs þá keppa Anton Sveinn McKee og Snæfríður Sól Jórunnardóttir í sundi og Erna Sóley Gunnarsdóttir í frjálsum íþróttum. Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Sport Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Fleiri fréttir F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Carragher veiktist í beinni útsendingu Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Sjá meira
Forsetahjón Íslands, Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid, buðu til móttöku á Bessastöðum í gær til heiðurs Ólympíuhópi ÍSÍ 2024. Við það tilefni var tilkynnt hver myndu fá þann heiður að vera fánaberar Íslands á setningarhátíðinni 26. júlí næstkomandi. Guðlaug Edda keppir í þríþraut og Hákon Þór keppir í haglabyssuskotfimi. Þau eru bæði að keppa í fyrsta sinn á Ólympíuleikum og fá þennan heiður samhliða frumraun sinni. Jafnframt verður þetta í fyrsta sinn sem keppandi í skotíþróttum og þríþraut er fánaberi Íslands á setningarhátíð Ólympíuleikanna. Á síðustu leikum í Tókýó 2021 voru það sundfólkið Snæfríður Sól Jórunnardóttir og Anton Sveinn McKee sem voru fánaberar Íslands en þau keppa bæði aftur í ár. Þetta verður í fyrsta sinn sem keppandi í skotíþróttum og þríþraut er fánaberi Íslands á setningarhátíð Ólympíuleikanna.ÍSÍ Júdómaðurinn Þormóður Árni Jónsson var með fánann á setningarhátíð ÓL í Ríó 2016 en þá var bara einn fánaberi. Spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir var fánaberi á ÓL í London 2012 og sundmaðurinn Örn Arnarson á ÓL í Peking 2008. Þá var handboltamaðurinn Guðmundur Hrafnkelsson með fánann á ÓL í Aþenu 2004 og öldin byrjaði á því á grindahlauparinn Guðrún Arnardóttir var setningarhátíð ÓL í Sydney 2000. Allir þessir fyrrnefndu íslensku íþróttamenn voru fánaberar í hefðbundni setningarhátíð þar sem keppendur gengu saman inn á Ólympíuleikvanginn en í ár munu þau Guðlaug Edda og Hákon taka þátt í glænýrri útgáfu af setningarhátíð. Að þessu sinni verður verður ekki hefðbundin innganga á setningarhátíð heldur sigla fulltrúar allra landa á bátum eftir ánni Signu í hjarta Parísarborgar. Setningarhátíðin er sú stærsta sem haldin hefur verið í sögu Ólympíuleikanna. Guðlaug Edda og Hákon munu því vera með fána Íslands í siglingunni á Signu. Þar sem að þetta er alveg ný útgáfa af setningarhátíð verður að koma í ljós hvernig útfærslan verður að öðru leyti að Ísland mun væntanlega fá sinn eigin bát á Signu. Íslands á fimm keppendur á Ólympíuleikunum í París því auk Guðlaugu Eddu og Hákons Þórs þá keppa Anton Sveinn McKee og Snæfríður Sól Jórunnardóttir í sundi og Erna Sóley Gunnarsdóttir í frjálsum íþróttum.
Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Sport Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Fleiri fréttir F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Carragher veiktist í beinni útsendingu Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Sjá meira