„Hótel Vesturland bauð okkur þremur að kíkja í dásamlegt dekur til að fagna þeim áfanga að við erum hálfnuð með bakstur á litla STRÁKNUM okkar,“ skrifar Vala fallega mynd af parinu.
Vala og Óskar Logi opinberuðu samband sitt í lok síðasta árs.
Vala hóf nýverið störf á Rás 2 sem framleiðandi og tæknistjóri morgunútvarpsins auk þess mun hún halda utan um plötu vikunnar. Vala var meðal þeirra ellefu sem fengu uppsögn hjá Sýn í byrjun árs eftir að hafa starfað á tökkunum á Bylgjunni undanfarin ár, sungið með Guðrúnu Árnýju á föstudögum í þætti Ívars Guðmundssonar, verið með hina ýmsu þætti og verið gestgjafi í sjónvarpsþáttunum Bylgjan órafmögnuð.
Óskar Logi er einn reynslumesti rokkari landsins og hefur verið forsprakki hljómsveitarinnar Vintage Caravan síðan hann var í grunnskóla á Álftanesinu árið 2006.
Vintage Caravan nýtur gríðarlegra vinsælda erlendis og hefur sveitin meðal annars sagt frá því þegar liðsmenn sveitarinnar krotuðu á aðdáanda í Suður-Ameríku sem lét svo húðflúra ofan í það.