Þegar rökin skortir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 10. júlí 2024 08:00 Kæmi til þess að Ísland gengi í Evrópusambandið yrði eðli málsins samkvæmt ekki samið um það hvert vægi landsins yrði innan þess. Þar er enda um að ræða fyrirkomulag sem nær til allra ríkja sambandsins og tekur fyrst og fremst mið af íbúafjölda þeirra. Seint yrði samþykkt af ríkjum Evrópusambandsins að eitthvað allt annað gilti um Ísland í þeim efnum en þau sjálf. Hitt er annað mál að jafnvel þó vægi landsins yrði margfalt á við íbúafjölda þess dygði það skammt enda yrðum við langfámennsta ríkið innan sambandsins. Tilefni þessara skrifa er grein Einars Helgasonar á Vísir.is í gær þar sem hann kýs raunar fremur að veitast að mér persónulega en að svara mér efnislega. Vænir hann mig um það alls órökstutt að ég fái greitt fyrir það að skrifa greinar á Vísir.is og það frá helzta samkeppnisaðilanum, Morgunblaðinu! Einari til upplýsingar hef ég ekki fengið svo mikið sem krónu greidda fyrir þessi greinaskrif mín og hvað þá evrur eins og hann ýjar einnig að. Þá starfa ég ekki á blaðinu og hef ekki gert í á fimmta ár. Ýmislegt er reynt þegar rökin skortir. Hvað skrif mín annars varðar er ekkert af því sem ég hef skrifað um í greinum mínum eitthvað sem rætt yrði um við Evrópusambandið ef til þess kæmi að Ísland gengi þar inn. Líkt og til dæmis fyrirkomulag sambandsins þegar kemur að vægi ríkja innan þess. Raunar hafa Evrópusambandssinnar í seinni tíð haldið því fram að ekki þyrfti að semja um neitt. Regla Evrópusambandsins um hlutfallslegan stöðugleika myndi þannig tryggja hagsmuni okkar í sjávarútvegsmálum og svonefndur heimskautalandbúnaður í landbúnaðarmálum. „Vitanlega er ESB ekki lokaður pakki“ Með öðrum orðum hefur málflutningur Evrópusambandssinna einfaldlega verið sá að við vitum hvað innganga í Evrópusambandið hefði í för með sér. Sem er auðvitað rétt líkt og hinn mikli áhugamaður um inngöngu Íslands í sambandið, Uffe Ellemann-Jensen heitinn, fyrrverandi utanríkisráðherra Danmerkur, sagði um árið: „Vitanlega er Evrópusambandið ekki lokaður pakki. Þið vitið hvað þið væruð að fara út í. Og ef þið eruð ekki reiðubúin til þess, haldið ykkur þá fyrir utan sambandið. Það er það bezta sem þið getið gert.“ Hitt er svo annað mál að hvorki reglan um hlutfallslegan stöðugleika né heimskautalandbúnaðurinn myndu tryggja hagsmuni okkar innan Evrópusambandsins. Ekki sízt þar sem hvorugt breytti því að stjórn sjávarútvegs- og landbúnaðarmála okkar færðist til stofnana þess. Reglunni um hlutfallslegan stöðugleika væri þess utan ekki einungis hægt að breyta eða jafnvel afnema án samþykkis Íslands þó landið væri innan sambandsins heldur er beinlínis stefnt að því enda hefur hún sætt mikilli og vaxandi gagnrýni innan þess. Heimskautalandbúnaðurinn felur í sér að ríkjum Evrópusambandsins sé heimilt að styrkja landbúnað sinn norðan 62. breiddargráðu með eigin skattfé til viðbótar við styrki sambandsins. Stuðningurinn er bundinn í reglugerð sem framkvæmdastjórn Evrópusambandsins setur og ákveður hún öll skilyrði fyrir honum. Þar á meðal umfang hans en ekkert lágmark er í þeim efnum, einungis hámark. Fyrir vikið getur stuðningurinn fallið alfarið á brott með breyttri stefnu þess og lagasetningu í landbúnaðarmálum. Marklaus gögn frá Evrópusambandinu? Ég hef annars skilning á því að erfitt sé fyrir Einar að svara skrifum mínum efnislega. Ekki sízt í ljósi þess að þau byggja einkum á gögnum frá Evrópusambandinu sjálfu. Til að mynda um vægi ríkja innan sambandsins og reglu þess um hlutfallslegan stöðugleika. Ég hefði fyrirfram talið að Einar, sem talsmaður inngöngu í Evópusambandið, væri sæmilega að sér um vöruna sem hann er að selja. Telji hann hins vegar ekkert að marka gögn frá Brussel vaknar vitanlega sú spurning hvað fleira sé þá ómarktækt sem þaðan kemur? Hins vegar er rétt að nota tækifærið og hvetja Einar til þess að svara skrifum mínum efnislega og hrekja þau rök sem þar eru sett fram. Rök sem, líkt og áður segir, eru oftar en ekki reist á gögnum frá Evrópusambandinu sjálfu. Útskýra mætti í leiðinni hvernig það geti talizt meðmæli með inngöngu í sambandið að upplýsingar frá því séu óáreiðanlegar. Telji Einar á hinn bóginn frávik frá stefnum og regluverki Evrópusambandsins forsendu inngöngu í það hlýtur sú spurning eðlilega að vakna hvað við höfum þá að gera þangað inn? Við Íslendingar höfum annars alla burði til þess að standa vörð um hagsmuni okkar gagnvart öðrum þjóðum. Þar skiptir fámennið ekki máli. Hins vegar yrði raunin ljóslega önnur ef til þess kæmi að við myndum með lagalega bindandi hætti framselja valdið yfir flestum okkar málum, ekki einungis sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum, í annarra hendur og samþykkja að vægi okkar, þegar teknar væru ákvarðanir í þeim efnum, færi eftirleiðis einkum eftir íbúafjölda landsins líkt og raunin yrði kæmi til inngöngu í Evrópusambandið. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Kæmi til þess að Ísland gengi í Evrópusambandið yrði eðli málsins samkvæmt ekki samið um það hvert vægi landsins yrði innan þess. Þar er enda um að ræða fyrirkomulag sem nær til allra ríkja sambandsins og tekur fyrst og fremst mið af íbúafjölda þeirra. Seint yrði samþykkt af ríkjum Evrópusambandsins að eitthvað allt annað gilti um Ísland í þeim efnum en þau sjálf. Hitt er annað mál að jafnvel þó vægi landsins yrði margfalt á við íbúafjölda þess dygði það skammt enda yrðum við langfámennsta ríkið innan sambandsins. Tilefni þessara skrifa er grein Einars Helgasonar á Vísir.is í gær þar sem hann kýs raunar fremur að veitast að mér persónulega en að svara mér efnislega. Vænir hann mig um það alls órökstutt að ég fái greitt fyrir það að skrifa greinar á Vísir.is og það frá helzta samkeppnisaðilanum, Morgunblaðinu! Einari til upplýsingar hef ég ekki fengið svo mikið sem krónu greidda fyrir þessi greinaskrif mín og hvað þá evrur eins og hann ýjar einnig að. Þá starfa ég ekki á blaðinu og hef ekki gert í á fimmta ár. Ýmislegt er reynt þegar rökin skortir. Hvað skrif mín annars varðar er ekkert af því sem ég hef skrifað um í greinum mínum eitthvað sem rætt yrði um við Evrópusambandið ef til þess kæmi að Ísland gengi þar inn. Líkt og til dæmis fyrirkomulag sambandsins þegar kemur að vægi ríkja innan þess. Raunar hafa Evrópusambandssinnar í seinni tíð haldið því fram að ekki þyrfti að semja um neitt. Regla Evrópusambandsins um hlutfallslegan stöðugleika myndi þannig tryggja hagsmuni okkar í sjávarútvegsmálum og svonefndur heimskautalandbúnaður í landbúnaðarmálum. „Vitanlega er ESB ekki lokaður pakki“ Með öðrum orðum hefur málflutningur Evrópusambandssinna einfaldlega verið sá að við vitum hvað innganga í Evrópusambandið hefði í för með sér. Sem er auðvitað rétt líkt og hinn mikli áhugamaður um inngöngu Íslands í sambandið, Uffe Ellemann-Jensen heitinn, fyrrverandi utanríkisráðherra Danmerkur, sagði um árið: „Vitanlega er Evrópusambandið ekki lokaður pakki. Þið vitið hvað þið væruð að fara út í. Og ef þið eruð ekki reiðubúin til þess, haldið ykkur þá fyrir utan sambandið. Það er það bezta sem þið getið gert.“ Hitt er svo annað mál að hvorki reglan um hlutfallslegan stöðugleika né heimskautalandbúnaðurinn myndu tryggja hagsmuni okkar innan Evrópusambandsins. Ekki sízt þar sem hvorugt breytti því að stjórn sjávarútvegs- og landbúnaðarmála okkar færðist til stofnana þess. Reglunni um hlutfallslegan stöðugleika væri þess utan ekki einungis hægt að breyta eða jafnvel afnema án samþykkis Íslands þó landið væri innan sambandsins heldur er beinlínis stefnt að því enda hefur hún sætt mikilli og vaxandi gagnrýni innan þess. Heimskautalandbúnaðurinn felur í sér að ríkjum Evrópusambandsins sé heimilt að styrkja landbúnað sinn norðan 62. breiddargráðu með eigin skattfé til viðbótar við styrki sambandsins. Stuðningurinn er bundinn í reglugerð sem framkvæmdastjórn Evrópusambandsins setur og ákveður hún öll skilyrði fyrir honum. Þar á meðal umfang hans en ekkert lágmark er í þeim efnum, einungis hámark. Fyrir vikið getur stuðningurinn fallið alfarið á brott með breyttri stefnu þess og lagasetningu í landbúnaðarmálum. Marklaus gögn frá Evrópusambandinu? Ég hef annars skilning á því að erfitt sé fyrir Einar að svara skrifum mínum efnislega. Ekki sízt í ljósi þess að þau byggja einkum á gögnum frá Evrópusambandinu sjálfu. Til að mynda um vægi ríkja innan sambandsins og reglu þess um hlutfallslegan stöðugleika. Ég hefði fyrirfram talið að Einar, sem talsmaður inngöngu í Evópusambandið, væri sæmilega að sér um vöruna sem hann er að selja. Telji hann hins vegar ekkert að marka gögn frá Brussel vaknar vitanlega sú spurning hvað fleira sé þá ómarktækt sem þaðan kemur? Hins vegar er rétt að nota tækifærið og hvetja Einar til þess að svara skrifum mínum efnislega og hrekja þau rök sem þar eru sett fram. Rök sem, líkt og áður segir, eru oftar en ekki reist á gögnum frá Evrópusambandinu sjálfu. Útskýra mætti í leiðinni hvernig það geti talizt meðmæli með inngöngu í sambandið að upplýsingar frá því séu óáreiðanlegar. Telji Einar á hinn bóginn frávik frá stefnum og regluverki Evrópusambandsins forsendu inngöngu í það hlýtur sú spurning eðlilega að vakna hvað við höfum þá að gera þangað inn? Við Íslendingar höfum annars alla burði til þess að standa vörð um hagsmuni okkar gagnvart öðrum þjóðum. Þar skiptir fámennið ekki máli. Hins vegar yrði raunin ljóslega önnur ef til þess kæmi að við myndum með lagalega bindandi hætti framselja valdið yfir flestum okkar málum, ekki einungis sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum, í annarra hendur og samþykkja að vægi okkar, þegar teknar væru ákvarðanir í þeim efnum, færi eftirleiðis einkum eftir íbúafjölda landsins líkt og raunin yrði kæmi til inngöngu í Evrópusambandið. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun