FH og KA gerðu 1-1 jafntefli í lokaleik 13. umferðar Bestu deildar karla í knattspyrnu. Stigið er lífsnauðsynlegt fyrir KA sem er nú komið einu stigi fyrir ofan fallsvæðið. FH á sama tíma missti af mikilvægum stigum í Evrópubaráttunni.
Áhugaverður slagur fór fram á Kaplakrika í kvöld þegar Hafnfirðingar tóku á móti Akureyringum í Bestu deildinni. Bæði lið komu á flugi inní leikinn og unnið síðustu tvo leiki sína í deild. FH gat haldið í við efstu liðin og þannig í mögulegri Evrópubaráttu á meðan KA gat spyrnt sér rækilega frá botninum með sigri.

KA byrjaði leikinn að krafti, virtust ætla að pressa hátt og gera FH erfitt fyrir. Þessi kraftur hélt því miður ekki nema nokkrar mínútur og tókst FH að ná jafnvægi á leikinn. Óhætt er að segja að bæði lið hafi beitt nokkuð mörgum háloftaboltum á vörn andstæðingsins með mjög litlum árangri en kom niður á gæðum leiksins.
Heimamenn hinsvegar brutu ísinn eftir 26 mínútna leik. Hornspyrna Kjartans Kára er stórhættuleg og fer milli manna en á endanum skallar Úlfur Ágúst Björnsson boltann í markið. Líklega hefði markið aldrei átt að standa en meira um það síðar.

Jöfnunarmark KA kom síðan úr vítaspyrnu á 79. mínútu. Það kemur eftir að Hallgrímur Mar sleppur innfyrir vörn FH, á móti honum kemur Sindri Kristinn markvörður FH í glórulaust úthlaup og brýtur klaufalega á honum. Hallgrímur tekur vítið sjálfur og skorar örugglega framhjá Sindra.

Jöfnunarmarkið hleypti klárlega lífi í leikinn sem hafði verið frekar passívur. Síðustu mínútur voru æsispennandi og opnaðist leikurinn mikið.
Niðurstaðan 1-1 jafntefli í dag. FH voru líflegri heilt yfir og líklegri til að krækja í sigur en sköpuðu sér of fá dauðafæri. Heimamenn klárlega svekktari aðilinn.
KA hljóta að vera sáttir við stigið í dag, frammistaðan var ekki frábær. Sóknarlega var liðið að reyna mikið af háum boltum og má segja dálítið hugmyndasnautt. Varnarlega gaf KA lítil færi á sér og geta verið sáttir við það.

Atvik leiksins

Þegar Úlfur skallar boltann að markinu stendur Sigurður Bjartur fyrir framan Steinþór í markinu og byrgir honum sín. Sigurður Bjartur er klárlega rangstæður, hefur áhrif á leikinn og ætti markið þvi með réttu að vera ólöglegt.
Stjörnur og skúrkar

Björn Daníel Sverrisson var einnig frábær í dag, stjórnaði spili FH eins og herforingi.

Viðar Örn fékk tæpan klukkutíma á vellinum í dag og margir vonuðust væntanlega til þess að hann næði að brjóta ísinn í dag eftir flottar frammistöður uppá síðkastið. Því miður varð það ekki og komst Viðar engan vegin í takt við leikinn.

Dómarinn

Stemmningin og umgjörð
