Umdeild starfsemi hafi ekki áhrif á neysluvatn íbúa Tómas Arnar Þorláksson skrifar 6. júlí 2024 14:04 Sigrún Tómasdóttir, vatnajarðfræðingur hjá Orkuveitunni móðurfélags Carbfix, segir að verkefni Coda Terminal muni ekki koma til með að hafa áhrif á neysluvatn. Aðsend/Vilhelm 69 umsagnir bárust Skipulagsstofnun vegna fyrirhugaða framkvæmda Coda Terminal, dótturfyrirtækis Carbfix, en frestur til að skila inn umsögnum rann út í gær. Langflestar umsagnirnar gagnrýna og mótmæla verkefninu. Coda Terminal hyggst koma upp tíu borteigum steinsnar frá Völlunum í Hafnarfirði til að dæla koldíoxíð ofan í setbergið. Mikil ólga er meðal íbúa í Hafnarfirði vegna viljasamkomulags Hafnarfjarðarbæjar við fyrirtækið um framkvæmdirnar og stækkun hafnarinnar við álverið í Straumsvík sem mun kosta á bilinu níu til fimmtán milljarða. 5.200 manns skrifað undir til að mótmæla Áhyggjur íbúa vegna málsins eru fjölmargar en stofnað hefur verið til undirskriftalista til að mótmæla áformum Coda Terminal og Hafnarfjarðar en eins og stendur eru 5.200 manns búnir að skrifa undir. Eitt það helsta sem íbúar hafa áhyggjur af eru áhrif starfseminnar á grunnvatnið. Aðferð Coda Terminal gengur út á það leysa koldíoxíð í vatni og dæla í berggrunninn á 350 til þúsund metra dýpi. Koldíoxíð er þá bundið í vatnsstraumnum neðanjarðar. Sigrún Tómasdóttir, vatnajarðfræðingur hjá Orkuveitunni móðurfélags Carbfix, svarar þessum áhyggjum íbúa í skoðanagrein á Vísi og tekur fyrir það að starfsemi fyrirtækisins hafi áhrif á neysluvatnsból höfuðborgarsvæðisins. Borteigarnir verði á þegar röskuðu landsvæði „Hvað fyrri spurninguna varðar mun vatnsvinnslan fara fram neðst í grunnvatnsstraumnum þar sem hann gengur til sjávar. Vinnslusvæðin verða langt neðan við þau svæði sem nýtt eru til neysluvatnsvinnslu fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins,“ segir Sigrún í grein sinni. Hún bendir á að borteigarnir verði að mestu staðsettir á þegar röskuðu landsvæði og langt frá neysluvatnsvinnslu fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins. Önnur starfsemi sem er nú þegar stunduð á svæðinu komi í veg fyrir að svæðið komi til greina til neysluvatnsöflunar í framtíðinni. Verkfræðistofan Vatnaskil var fengin til að að útbúa grunnvatnslíkan af svæðinu til að meta möguleg áhrif. „Niðurstöður úr hermilíkani Vatnaskila sýna fram á mest 15-20 cm niðurdrátt í næsta nágrenni vinnslusvæðisins í Straumsvík. Niðurdrátturinn nær ekki til vatnsvinnslusvæðisins í Kaldárbotnum og mun því ekki hafa áhrif á neysluvatnsvinnslu Hafnfirðinga.“ Vatnið streymi ekki upp á við Hún segir það einnig ómögulegt að aðferð Coda Terminal verði til þess að gashlaðið vatn streymi upp á við og mengi þannig vatnsból á svæðinu og hafi neikvæð áhrif á lífríkið. „Í fyrsta lagi þá nær geymslugeymirinn sjálfur ekki að vatnsverndarsvæðum neinna vatnsbóla höfuðborgarsvæðisins. Hann er auk þess á mun meira dýpi en það dýpi sem neysluvatnsvinnsla fer fram á. Hermilíkön hafa verið sett upp innan Carbfix til þess að herma flæði niðurdælingarvökva og afdrif hans í geymslugeyminum. Niðurstöður reiknilíkana benda til þess að allt niðurdælt CO2 muni haldast örugglega bundið innan geymslusvæðisins á líftíma verkefnisins, og að ekkert CO2 muni ná upp í efri lög grunnvatnskerfisins.“ Hún tekur þó fram að hækkun grunnvatnsborðs gæti orðið allt að 40 sentímetrar til austurs og allt að einum metra til suðvesturs sem er þó utan mesta grunnvatnsstraumsins. „Hvorki niðurdáttur né þrýstiaukning nær nærri vatnsbólasvæðum höfuðborgarsvæðisins og munu þau því ekki verða fyrir áhrifum af verkefninu.“ Læri á geymslugeyminn í skrefum Þá segir hún að upbygging Coda Terminal verði í skrefum af á ástæðu og bendir á að þannig sé hægt að læra betur inn á geymslugeyminn með hverju skrefi og aðlaga fyrirkomulag niðurdælingar eftir því hvernig verkefnið reynist. „Ef áhrif verða önnur en líkanreikningar og þær rannsóknir sem liggja fyrir benda til eru þegar til staðar viðbragðsáætlanir til að bregðast við því.“ Loftslagsmál Hafnarfjörður Umhverfismál Stóriðja Coda Terminal í Hafnarfirði Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Kristrún og von der Leyen í útsýnisflugi um eldgosið Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Fleiri fréttir Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Kristrún og von der Leyen í útsýnisflugi um eldgosið Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Sjá meira
Coda Terminal hyggst koma upp tíu borteigum steinsnar frá Völlunum í Hafnarfirði til að dæla koldíoxíð ofan í setbergið. Mikil ólga er meðal íbúa í Hafnarfirði vegna viljasamkomulags Hafnarfjarðarbæjar við fyrirtækið um framkvæmdirnar og stækkun hafnarinnar við álverið í Straumsvík sem mun kosta á bilinu níu til fimmtán milljarða. 5.200 manns skrifað undir til að mótmæla Áhyggjur íbúa vegna málsins eru fjölmargar en stofnað hefur verið til undirskriftalista til að mótmæla áformum Coda Terminal og Hafnarfjarðar en eins og stendur eru 5.200 manns búnir að skrifa undir. Eitt það helsta sem íbúar hafa áhyggjur af eru áhrif starfseminnar á grunnvatnið. Aðferð Coda Terminal gengur út á það leysa koldíoxíð í vatni og dæla í berggrunninn á 350 til þúsund metra dýpi. Koldíoxíð er þá bundið í vatnsstraumnum neðanjarðar. Sigrún Tómasdóttir, vatnajarðfræðingur hjá Orkuveitunni móðurfélags Carbfix, svarar þessum áhyggjum íbúa í skoðanagrein á Vísi og tekur fyrir það að starfsemi fyrirtækisins hafi áhrif á neysluvatnsból höfuðborgarsvæðisins. Borteigarnir verði á þegar röskuðu landsvæði „Hvað fyrri spurninguna varðar mun vatnsvinnslan fara fram neðst í grunnvatnsstraumnum þar sem hann gengur til sjávar. Vinnslusvæðin verða langt neðan við þau svæði sem nýtt eru til neysluvatnsvinnslu fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins,“ segir Sigrún í grein sinni. Hún bendir á að borteigarnir verði að mestu staðsettir á þegar röskuðu landsvæði og langt frá neysluvatnsvinnslu fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins. Önnur starfsemi sem er nú þegar stunduð á svæðinu komi í veg fyrir að svæðið komi til greina til neysluvatnsöflunar í framtíðinni. Verkfræðistofan Vatnaskil var fengin til að að útbúa grunnvatnslíkan af svæðinu til að meta möguleg áhrif. „Niðurstöður úr hermilíkani Vatnaskila sýna fram á mest 15-20 cm niðurdrátt í næsta nágrenni vinnslusvæðisins í Straumsvík. Niðurdrátturinn nær ekki til vatnsvinnslusvæðisins í Kaldárbotnum og mun því ekki hafa áhrif á neysluvatnsvinnslu Hafnfirðinga.“ Vatnið streymi ekki upp á við Hún segir það einnig ómögulegt að aðferð Coda Terminal verði til þess að gashlaðið vatn streymi upp á við og mengi þannig vatnsból á svæðinu og hafi neikvæð áhrif á lífríkið. „Í fyrsta lagi þá nær geymslugeymirinn sjálfur ekki að vatnsverndarsvæðum neinna vatnsbóla höfuðborgarsvæðisins. Hann er auk þess á mun meira dýpi en það dýpi sem neysluvatnsvinnsla fer fram á. Hermilíkön hafa verið sett upp innan Carbfix til þess að herma flæði niðurdælingarvökva og afdrif hans í geymslugeyminum. Niðurstöður reiknilíkana benda til þess að allt niðurdælt CO2 muni haldast örugglega bundið innan geymslusvæðisins á líftíma verkefnisins, og að ekkert CO2 muni ná upp í efri lög grunnvatnskerfisins.“ Hún tekur þó fram að hækkun grunnvatnsborðs gæti orðið allt að 40 sentímetrar til austurs og allt að einum metra til suðvesturs sem er þó utan mesta grunnvatnsstraumsins. „Hvorki niðurdáttur né þrýstiaukning nær nærri vatnsbólasvæðum höfuðborgarsvæðisins og munu þau því ekki verða fyrir áhrifum af verkefninu.“ Læri á geymslugeyminn í skrefum Þá segir hún að upbygging Coda Terminal verði í skrefum af á ástæðu og bendir á að þannig sé hægt að læra betur inn á geymslugeyminn með hverju skrefi og aðlaga fyrirkomulag niðurdælingar eftir því hvernig verkefnið reynist. „Ef áhrif verða önnur en líkanreikningar og þær rannsóknir sem liggja fyrir benda til eru þegar til staðar viðbragðsáætlanir til að bregðast við því.“
Loftslagsmál Hafnarfjörður Umhverfismál Stóriðja Coda Terminal í Hafnarfirði Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Kristrún og von der Leyen í útsýnisflugi um eldgosið Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Fleiri fréttir Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Kristrún og von der Leyen í útsýnisflugi um eldgosið Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Sjá meira