Hluta þjóðarinnar hent út í kuldann – hinn baðar sig í sólinni Ole Anton Bieltvedt skrifar 5. júlí 2024 08:31 Fullorðnir eru í þessu landi um 250.000 manns. Eftir því sem bezt verður séð, eru um 150.000 þessa fólks, 60 prósent þjóðarinnar, sá hluti hennar, sem ver er settur og þarf lán til að fjármagna sitt líf, íbúðarkaup, bílakaup eða annað. Fjármagnsþurfar. Hinn hlutinn, um 100.000 manns, 40 prósent þjóðarinnar, er það fólk, sem er betur sett, mest skuldlaust, á margt hvert peninga í banka. Fjármagnseigendur. Áhrif vaxtahækkana Þegar Seðlabankinn hækkar stýrivexti og viðskiptabankarnir hækka vexti á lánum til almennings (þó þeir þurfi alls ekki að gera það, eins og ég hef sýnt fram á í fyrri greinum), bitnar það því af fullum þunga og með alvarlegum afleiðingum fyrir um 150.000 manns – líf, afkoma og velferð þessa fólks er sett í uppnám – á sama tíma og um 100.000 manns sleppa algjörlega við þetta vaxtahækkanafár. Þeir síðarnefndu, fjármagnseigendur, standa ekki aðeins uppi fríir og frjálsir, meða alla sína fjármuni ósnerta, í friðhelgi, heldur njóta þeir góðs af, því vextirnir á bankainnstæðum þeirra hækka með. Þegar Seðlabankastjóri veður áfram með sínar - fyrir mér - oft glórulausu stýrivaxtahækknarir, og stjórnendur viðskiptabankanna nota tækifærið og fylgja, þá eru þeir, með öðrum orðum, að henda 60 prósent þjóðarinnar út í kuldann meðan þeir bjóða hinum hlutanum, 40 prósent, að baða sig í sólinni. Hvernig má það vera, að ríkisstjórn, Alþingi og aðrir ráðamenn landsins láti þetta stórfellda og ljóta brot á jafnræði og réttlæti viðgangast!? Áhrif vaxtahækkana á atvinnureksturinn Um 250 fyrirtækjum hér, þeim helztu og stærstu, leyfist að byggja sinn rekstur á Evrum. Þessi fyrirtæki, en umfang þess reksturs, sem þau standa fyrir er um 40 prósent af heildarrekstri í landinu, eru með sína skuldsetningu í lágvaxta Evrum-lánum. Það þýðir, aðvaxtasviptingar Seðlabanka fara fram hjá þessum fyrirtækjum. Þau standa frí og frjáls frá öllu þessu vaxtagjörræði. Ósnert. Hin, um 60 prósent, þau minni og veikari, verða, hins vegar, nauðug viljug, að byggja sinn rekstur á íslenzku krónunni. Vaxtastormar Seðlabanka bitna því á þeim með fullum þunga. Þannig er Seðlabanki á lúberja þau fyrirtæki, og um leið atvinnuveitendur, sem minna mega sín, en hinir, þeir sterku, sem mest gætu borið, ganga frá borði ósnertir. Standast vaxtahækkanir löngu veittra lána? Fyrir undirrituðum er hækkun vaxta, sérstaklega á löngu umsamin og tekin lán, grófleg og hrein eignaupptaka, sem ætti ekki að viðgangast í neinu landi, sem vill kalla sig siðmenntað. Þar er í raun vegið aftan að fólki og fjármunin færðir, með ofbeldi, af þeim, sem minna eiga og standa ver, yfir á banka og fjármagnseigendur. Þeir ríku eru gerðir ríkari og þeir fátæku fátækari. Í 72. grein Stjórnarskrár segir: „Eignarrétturinn er friðhelgur. Engan má skylda til að láta af hendi eign sína, nema almenningsþörf krefji. Þarf til þess lagafyrirmæli og komi fullt verð fyrir“. Ég, og mér mætari menn, m.a. Nóbelverlaunahafi, telja, að hér hafi alls ekki verið um „almenningsþörf“ að ræða, og, jafnvel, þó að svo hefði verið, er hér um varanlega eignarupptöku að ræða, þar sem „fullt verð“ kemur ekki fyrir. Brot! Leystu stýrivaxtahækkanirnar eitthvað? Sú verðbólga, sem hefur verið í gangi síðustu 2-3 árin, átti þessar rætur helzt: A. COVID-19 olli því, að menn gátu ekki komið saman til venjulegra verka og þarfa. Framleiðsla fór úr böndunum, datt víða niður, flutningsmagn snarminnkaði, verð á vörum og flutningi hækkaði. Þetta gerðist mest erlendis, mikið í Asíu og svo flutningi milli Asíu og Evrópu. Þetta leiddi aftur til verulegar hækkunar á innfluttum varningi hér, en við, Íslendingar, flytjum, eins og flestir vita, verulegan hluta af okkar þörfum inn. Löguðu hækkaðir vextir á Íslandi þetta? NEI. Þeir gátu engin áhrif haft á þessa erlendu verðþróun! Hins vegar hækkuðu þeir verð enn frekar á innfluttum vörum, því innflytjendur verða að fjármagna sinn innflutning. Sem sagt, kolöfug áhrif. B. Fram að innrás Pútíns í Úkraínu höfðu margar þjóðir Vestur-Evrópu keypt stóran hluta sinna orkugjafa, olíu og gas, af Rússum. Eftir árásina kom því upp mikill skortur á orkugjöfum í Evrópu. Verð þeirra stórhækkaði. Allur rekstur, framleiðsla, verzlun, þjónusta þarf orku. Mikil hækkunaralda varð þannig til í Evrópu. Löguðu hækkaðir vextir á Íslandi þessa þróun og stöðu; orkuverð í Evrópu? NEI, auðvitað ekki. Hér líka þveröfug áhrif. C. Vegna ófullnægjandi lóðaframboðs hækkaði húsnæðisverð hér, en það hefur veruleg áhrif á framfærsluvísitölu/reiknaða verðbólgu. Jók hækkun vaxta framboð á lóðum? NEI, líka hér, þvert í móti.Háir vextir hækka byggingarkostnað og íbúðaverð, og þar með húsnæðisvísitöluna og verðbólguna, auk þess sem þeir verka letjandi á fjárfestingu í byggingariðnaði. Vaxtahækkanir Seðlabanka virkuðu því ekki á nokkurn hátt til að draga úr verðhækkunaröldunni, heldur juku þær vandann. Voru olía á eldinn. Það er með ólíkindum, að Peningastefnunefnd, með Seðlabankastjóra í fararbroddi, skuli standa fyrir þeirri ósvinnu, sem vaxtahækkanir síðustu 2ja ára hafa mest verið, og, að stjórnendur vuðskiptabankanna skuli svo notfæra sér þær til að hækka eigin vexti, án nokkurrar beinnar þarfar. Vonandi verður það fyrsta verk nýs forsætisráðherra, að auglýsa stöðu Seðlabankastjóra! Reyndar er ESB og Evran eina rétta leiðin, ef tryggja á lágmarksvexti og það, að ekki sé hægt að hrófla við, hvað þá hækka, umsamdar skuldir, og, ef fjárhagslegt jafnræði og stöðugleiki í peningamálum á að nást. Menn mættu gjarnan að hafa það í huga í næstu kosningum. Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Seðlabankinn Efnahagsmál Mest lesið Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar Sjá meira
Fullorðnir eru í þessu landi um 250.000 manns. Eftir því sem bezt verður séð, eru um 150.000 þessa fólks, 60 prósent þjóðarinnar, sá hluti hennar, sem ver er settur og þarf lán til að fjármagna sitt líf, íbúðarkaup, bílakaup eða annað. Fjármagnsþurfar. Hinn hlutinn, um 100.000 manns, 40 prósent þjóðarinnar, er það fólk, sem er betur sett, mest skuldlaust, á margt hvert peninga í banka. Fjármagnseigendur. Áhrif vaxtahækkana Þegar Seðlabankinn hækkar stýrivexti og viðskiptabankarnir hækka vexti á lánum til almennings (þó þeir þurfi alls ekki að gera það, eins og ég hef sýnt fram á í fyrri greinum), bitnar það því af fullum þunga og með alvarlegum afleiðingum fyrir um 150.000 manns – líf, afkoma og velferð þessa fólks er sett í uppnám – á sama tíma og um 100.000 manns sleppa algjörlega við þetta vaxtahækkanafár. Þeir síðarnefndu, fjármagnseigendur, standa ekki aðeins uppi fríir og frjálsir, meða alla sína fjármuni ósnerta, í friðhelgi, heldur njóta þeir góðs af, því vextirnir á bankainnstæðum þeirra hækka með. Þegar Seðlabankastjóri veður áfram með sínar - fyrir mér - oft glórulausu stýrivaxtahækknarir, og stjórnendur viðskiptabankanna nota tækifærið og fylgja, þá eru þeir, með öðrum orðum, að henda 60 prósent þjóðarinnar út í kuldann meðan þeir bjóða hinum hlutanum, 40 prósent, að baða sig í sólinni. Hvernig má það vera, að ríkisstjórn, Alþingi og aðrir ráðamenn landsins láti þetta stórfellda og ljóta brot á jafnræði og réttlæti viðgangast!? Áhrif vaxtahækkana á atvinnureksturinn Um 250 fyrirtækjum hér, þeim helztu og stærstu, leyfist að byggja sinn rekstur á Evrum. Þessi fyrirtæki, en umfang þess reksturs, sem þau standa fyrir er um 40 prósent af heildarrekstri í landinu, eru með sína skuldsetningu í lágvaxta Evrum-lánum. Það þýðir, aðvaxtasviptingar Seðlabanka fara fram hjá þessum fyrirtækjum. Þau standa frí og frjáls frá öllu þessu vaxtagjörræði. Ósnert. Hin, um 60 prósent, þau minni og veikari, verða, hins vegar, nauðug viljug, að byggja sinn rekstur á íslenzku krónunni. Vaxtastormar Seðlabanka bitna því á þeim með fullum þunga. Þannig er Seðlabanki á lúberja þau fyrirtæki, og um leið atvinnuveitendur, sem minna mega sín, en hinir, þeir sterku, sem mest gætu borið, ganga frá borði ósnertir. Standast vaxtahækkanir löngu veittra lána? Fyrir undirrituðum er hækkun vaxta, sérstaklega á löngu umsamin og tekin lán, grófleg og hrein eignaupptaka, sem ætti ekki að viðgangast í neinu landi, sem vill kalla sig siðmenntað. Þar er í raun vegið aftan að fólki og fjármunin færðir, með ofbeldi, af þeim, sem minna eiga og standa ver, yfir á banka og fjármagnseigendur. Þeir ríku eru gerðir ríkari og þeir fátæku fátækari. Í 72. grein Stjórnarskrár segir: „Eignarrétturinn er friðhelgur. Engan má skylda til að láta af hendi eign sína, nema almenningsþörf krefji. Þarf til þess lagafyrirmæli og komi fullt verð fyrir“. Ég, og mér mætari menn, m.a. Nóbelverlaunahafi, telja, að hér hafi alls ekki verið um „almenningsþörf“ að ræða, og, jafnvel, þó að svo hefði verið, er hér um varanlega eignarupptöku að ræða, þar sem „fullt verð“ kemur ekki fyrir. Brot! Leystu stýrivaxtahækkanirnar eitthvað? Sú verðbólga, sem hefur verið í gangi síðustu 2-3 árin, átti þessar rætur helzt: A. COVID-19 olli því, að menn gátu ekki komið saman til venjulegra verka og þarfa. Framleiðsla fór úr böndunum, datt víða niður, flutningsmagn snarminnkaði, verð á vörum og flutningi hækkaði. Þetta gerðist mest erlendis, mikið í Asíu og svo flutningi milli Asíu og Evrópu. Þetta leiddi aftur til verulegar hækkunar á innfluttum varningi hér, en við, Íslendingar, flytjum, eins og flestir vita, verulegan hluta af okkar þörfum inn. Löguðu hækkaðir vextir á Íslandi þetta? NEI. Þeir gátu engin áhrif haft á þessa erlendu verðþróun! Hins vegar hækkuðu þeir verð enn frekar á innfluttum vörum, því innflytjendur verða að fjármagna sinn innflutning. Sem sagt, kolöfug áhrif. B. Fram að innrás Pútíns í Úkraínu höfðu margar þjóðir Vestur-Evrópu keypt stóran hluta sinna orkugjafa, olíu og gas, af Rússum. Eftir árásina kom því upp mikill skortur á orkugjöfum í Evrópu. Verð þeirra stórhækkaði. Allur rekstur, framleiðsla, verzlun, þjónusta þarf orku. Mikil hækkunaralda varð þannig til í Evrópu. Löguðu hækkaðir vextir á Íslandi þessa þróun og stöðu; orkuverð í Evrópu? NEI, auðvitað ekki. Hér líka þveröfug áhrif. C. Vegna ófullnægjandi lóðaframboðs hækkaði húsnæðisverð hér, en það hefur veruleg áhrif á framfærsluvísitölu/reiknaða verðbólgu. Jók hækkun vaxta framboð á lóðum? NEI, líka hér, þvert í móti.Háir vextir hækka byggingarkostnað og íbúðaverð, og þar með húsnæðisvísitöluna og verðbólguna, auk þess sem þeir verka letjandi á fjárfestingu í byggingariðnaði. Vaxtahækkanir Seðlabanka virkuðu því ekki á nokkurn hátt til að draga úr verðhækkunaröldunni, heldur juku þær vandann. Voru olía á eldinn. Það er með ólíkindum, að Peningastefnunefnd, með Seðlabankastjóra í fararbroddi, skuli standa fyrir þeirri ósvinnu, sem vaxtahækkanir síðustu 2ja ára hafa mest verið, og, að stjórnendur vuðskiptabankanna skuli svo notfæra sér þær til að hækka eigin vexti, án nokkurrar beinnar þarfar. Vonandi verður það fyrsta verk nýs forsætisráðherra, að auglýsa stöðu Seðlabankastjóra! Reyndar er ESB og Evran eina rétta leiðin, ef tryggja á lágmarksvexti og það, að ekki sé hægt að hrófla við, hvað þá hækka, umsamdar skuldir, og, ef fjárhagslegt jafnræði og stöðugleiki í peningamálum á að nást. Menn mættu gjarnan að hafa það í huga í næstu kosningum. Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni.
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar