Hluta þjóðarinnar hent út í kuldann – hinn baðar sig í sólinni Ole Anton Bieltvedt skrifar 5. júlí 2024 08:31 Fullorðnir eru í þessu landi um 250.000 manns. Eftir því sem bezt verður séð, eru um 150.000 þessa fólks, 60 prósent þjóðarinnar, sá hluti hennar, sem ver er settur og þarf lán til að fjármagna sitt líf, íbúðarkaup, bílakaup eða annað. Fjármagnsþurfar. Hinn hlutinn, um 100.000 manns, 40 prósent þjóðarinnar, er það fólk, sem er betur sett, mest skuldlaust, á margt hvert peninga í banka. Fjármagnseigendur. Áhrif vaxtahækkana Þegar Seðlabankinn hækkar stýrivexti og viðskiptabankarnir hækka vexti á lánum til almennings (þó þeir þurfi alls ekki að gera það, eins og ég hef sýnt fram á í fyrri greinum), bitnar það því af fullum þunga og með alvarlegum afleiðingum fyrir um 150.000 manns – líf, afkoma og velferð þessa fólks er sett í uppnám – á sama tíma og um 100.000 manns sleppa algjörlega við þetta vaxtahækkanafár. Þeir síðarnefndu, fjármagnseigendur, standa ekki aðeins uppi fríir og frjálsir, meða alla sína fjármuni ósnerta, í friðhelgi, heldur njóta þeir góðs af, því vextirnir á bankainnstæðum þeirra hækka með. Þegar Seðlabankastjóri veður áfram með sínar - fyrir mér - oft glórulausu stýrivaxtahækknarir, og stjórnendur viðskiptabankanna nota tækifærið og fylgja, þá eru þeir, með öðrum orðum, að henda 60 prósent þjóðarinnar út í kuldann meðan þeir bjóða hinum hlutanum, 40 prósent, að baða sig í sólinni. Hvernig má það vera, að ríkisstjórn, Alþingi og aðrir ráðamenn landsins láti þetta stórfellda og ljóta brot á jafnræði og réttlæti viðgangast!? Áhrif vaxtahækkana á atvinnureksturinn Um 250 fyrirtækjum hér, þeim helztu og stærstu, leyfist að byggja sinn rekstur á Evrum. Þessi fyrirtæki, en umfang þess reksturs, sem þau standa fyrir er um 40 prósent af heildarrekstri í landinu, eru með sína skuldsetningu í lágvaxta Evrum-lánum. Það þýðir, aðvaxtasviptingar Seðlabanka fara fram hjá þessum fyrirtækjum. Þau standa frí og frjáls frá öllu þessu vaxtagjörræði. Ósnert. Hin, um 60 prósent, þau minni og veikari, verða, hins vegar, nauðug viljug, að byggja sinn rekstur á íslenzku krónunni. Vaxtastormar Seðlabanka bitna því á þeim með fullum þunga. Þannig er Seðlabanki á lúberja þau fyrirtæki, og um leið atvinnuveitendur, sem minna mega sín, en hinir, þeir sterku, sem mest gætu borið, ganga frá borði ósnertir. Standast vaxtahækkanir löngu veittra lána? Fyrir undirrituðum er hækkun vaxta, sérstaklega á löngu umsamin og tekin lán, grófleg og hrein eignaupptaka, sem ætti ekki að viðgangast í neinu landi, sem vill kalla sig siðmenntað. Þar er í raun vegið aftan að fólki og fjármunin færðir, með ofbeldi, af þeim, sem minna eiga og standa ver, yfir á banka og fjármagnseigendur. Þeir ríku eru gerðir ríkari og þeir fátæku fátækari. Í 72. grein Stjórnarskrár segir: „Eignarrétturinn er friðhelgur. Engan má skylda til að láta af hendi eign sína, nema almenningsþörf krefji. Þarf til þess lagafyrirmæli og komi fullt verð fyrir“. Ég, og mér mætari menn, m.a. Nóbelverlaunahafi, telja, að hér hafi alls ekki verið um „almenningsþörf“ að ræða, og, jafnvel, þó að svo hefði verið, er hér um varanlega eignarupptöku að ræða, þar sem „fullt verð“ kemur ekki fyrir. Brot! Leystu stýrivaxtahækkanirnar eitthvað? Sú verðbólga, sem hefur verið í gangi síðustu 2-3 árin, átti þessar rætur helzt: A. COVID-19 olli því, að menn gátu ekki komið saman til venjulegra verka og þarfa. Framleiðsla fór úr böndunum, datt víða niður, flutningsmagn snarminnkaði, verð á vörum og flutningi hækkaði. Þetta gerðist mest erlendis, mikið í Asíu og svo flutningi milli Asíu og Evrópu. Þetta leiddi aftur til verulegar hækkunar á innfluttum varningi hér, en við, Íslendingar, flytjum, eins og flestir vita, verulegan hluta af okkar þörfum inn. Löguðu hækkaðir vextir á Íslandi þetta? NEI. Þeir gátu engin áhrif haft á þessa erlendu verðþróun! Hins vegar hækkuðu þeir verð enn frekar á innfluttum vörum, því innflytjendur verða að fjármagna sinn innflutning. Sem sagt, kolöfug áhrif. B. Fram að innrás Pútíns í Úkraínu höfðu margar þjóðir Vestur-Evrópu keypt stóran hluta sinna orkugjafa, olíu og gas, af Rússum. Eftir árásina kom því upp mikill skortur á orkugjöfum í Evrópu. Verð þeirra stórhækkaði. Allur rekstur, framleiðsla, verzlun, þjónusta þarf orku. Mikil hækkunaralda varð þannig til í Evrópu. Löguðu hækkaðir vextir á Íslandi þessa þróun og stöðu; orkuverð í Evrópu? NEI, auðvitað ekki. Hér líka þveröfug áhrif. C. Vegna ófullnægjandi lóðaframboðs hækkaði húsnæðisverð hér, en það hefur veruleg áhrif á framfærsluvísitölu/reiknaða verðbólgu. Jók hækkun vaxta framboð á lóðum? NEI, líka hér, þvert í móti.Háir vextir hækka byggingarkostnað og íbúðaverð, og þar með húsnæðisvísitöluna og verðbólguna, auk þess sem þeir verka letjandi á fjárfestingu í byggingariðnaði. Vaxtahækkanir Seðlabanka virkuðu því ekki á nokkurn hátt til að draga úr verðhækkunaröldunni, heldur juku þær vandann. Voru olía á eldinn. Það er með ólíkindum, að Peningastefnunefnd, með Seðlabankastjóra í fararbroddi, skuli standa fyrir þeirri ósvinnu, sem vaxtahækkanir síðustu 2ja ára hafa mest verið, og, að stjórnendur vuðskiptabankanna skuli svo notfæra sér þær til að hækka eigin vexti, án nokkurrar beinnar þarfar. Vonandi verður það fyrsta verk nýs forsætisráðherra, að auglýsa stöðu Seðlabankastjóra! Reyndar er ESB og Evran eina rétta leiðin, ef tryggja á lágmarksvexti og það, að ekki sé hægt að hrófla við, hvað þá hækka, umsamdar skuldir, og, ef fjárhagslegt jafnræði og stöðugleiki í peningamálum á að nást. Menn mættu gjarnan að hafa það í huga í næstu kosningum. Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Seðlabankinn Efnahagsmál Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Fullorðnir eru í þessu landi um 250.000 manns. Eftir því sem bezt verður séð, eru um 150.000 þessa fólks, 60 prósent þjóðarinnar, sá hluti hennar, sem ver er settur og þarf lán til að fjármagna sitt líf, íbúðarkaup, bílakaup eða annað. Fjármagnsþurfar. Hinn hlutinn, um 100.000 manns, 40 prósent þjóðarinnar, er það fólk, sem er betur sett, mest skuldlaust, á margt hvert peninga í banka. Fjármagnseigendur. Áhrif vaxtahækkana Þegar Seðlabankinn hækkar stýrivexti og viðskiptabankarnir hækka vexti á lánum til almennings (þó þeir þurfi alls ekki að gera það, eins og ég hef sýnt fram á í fyrri greinum), bitnar það því af fullum þunga og með alvarlegum afleiðingum fyrir um 150.000 manns – líf, afkoma og velferð þessa fólks er sett í uppnám – á sama tíma og um 100.000 manns sleppa algjörlega við þetta vaxtahækkanafár. Þeir síðarnefndu, fjármagnseigendur, standa ekki aðeins uppi fríir og frjálsir, meða alla sína fjármuni ósnerta, í friðhelgi, heldur njóta þeir góðs af, því vextirnir á bankainnstæðum þeirra hækka með. Þegar Seðlabankastjóri veður áfram með sínar - fyrir mér - oft glórulausu stýrivaxtahækknarir, og stjórnendur viðskiptabankanna nota tækifærið og fylgja, þá eru þeir, með öðrum orðum, að henda 60 prósent þjóðarinnar út í kuldann meðan þeir bjóða hinum hlutanum, 40 prósent, að baða sig í sólinni. Hvernig má það vera, að ríkisstjórn, Alþingi og aðrir ráðamenn landsins láti þetta stórfellda og ljóta brot á jafnræði og réttlæti viðgangast!? Áhrif vaxtahækkana á atvinnureksturinn Um 250 fyrirtækjum hér, þeim helztu og stærstu, leyfist að byggja sinn rekstur á Evrum. Þessi fyrirtæki, en umfang þess reksturs, sem þau standa fyrir er um 40 prósent af heildarrekstri í landinu, eru með sína skuldsetningu í lágvaxta Evrum-lánum. Það þýðir, aðvaxtasviptingar Seðlabanka fara fram hjá þessum fyrirtækjum. Þau standa frí og frjáls frá öllu þessu vaxtagjörræði. Ósnert. Hin, um 60 prósent, þau minni og veikari, verða, hins vegar, nauðug viljug, að byggja sinn rekstur á íslenzku krónunni. Vaxtastormar Seðlabanka bitna því á þeim með fullum þunga. Þannig er Seðlabanki á lúberja þau fyrirtæki, og um leið atvinnuveitendur, sem minna mega sín, en hinir, þeir sterku, sem mest gætu borið, ganga frá borði ósnertir. Standast vaxtahækkanir löngu veittra lána? Fyrir undirrituðum er hækkun vaxta, sérstaklega á löngu umsamin og tekin lán, grófleg og hrein eignaupptaka, sem ætti ekki að viðgangast í neinu landi, sem vill kalla sig siðmenntað. Þar er í raun vegið aftan að fólki og fjármunin færðir, með ofbeldi, af þeim, sem minna eiga og standa ver, yfir á banka og fjármagnseigendur. Þeir ríku eru gerðir ríkari og þeir fátæku fátækari. Í 72. grein Stjórnarskrár segir: „Eignarrétturinn er friðhelgur. Engan má skylda til að láta af hendi eign sína, nema almenningsþörf krefji. Þarf til þess lagafyrirmæli og komi fullt verð fyrir“. Ég, og mér mætari menn, m.a. Nóbelverlaunahafi, telja, að hér hafi alls ekki verið um „almenningsþörf“ að ræða, og, jafnvel, þó að svo hefði verið, er hér um varanlega eignarupptöku að ræða, þar sem „fullt verð“ kemur ekki fyrir. Brot! Leystu stýrivaxtahækkanirnar eitthvað? Sú verðbólga, sem hefur verið í gangi síðustu 2-3 árin, átti þessar rætur helzt: A. COVID-19 olli því, að menn gátu ekki komið saman til venjulegra verka og þarfa. Framleiðsla fór úr böndunum, datt víða niður, flutningsmagn snarminnkaði, verð á vörum og flutningi hækkaði. Þetta gerðist mest erlendis, mikið í Asíu og svo flutningi milli Asíu og Evrópu. Þetta leiddi aftur til verulegar hækkunar á innfluttum varningi hér, en við, Íslendingar, flytjum, eins og flestir vita, verulegan hluta af okkar þörfum inn. Löguðu hækkaðir vextir á Íslandi þetta? NEI. Þeir gátu engin áhrif haft á þessa erlendu verðþróun! Hins vegar hækkuðu þeir verð enn frekar á innfluttum vörum, því innflytjendur verða að fjármagna sinn innflutning. Sem sagt, kolöfug áhrif. B. Fram að innrás Pútíns í Úkraínu höfðu margar þjóðir Vestur-Evrópu keypt stóran hluta sinna orkugjafa, olíu og gas, af Rússum. Eftir árásina kom því upp mikill skortur á orkugjöfum í Evrópu. Verð þeirra stórhækkaði. Allur rekstur, framleiðsla, verzlun, þjónusta þarf orku. Mikil hækkunaralda varð þannig til í Evrópu. Löguðu hækkaðir vextir á Íslandi þessa þróun og stöðu; orkuverð í Evrópu? NEI, auðvitað ekki. Hér líka þveröfug áhrif. C. Vegna ófullnægjandi lóðaframboðs hækkaði húsnæðisverð hér, en það hefur veruleg áhrif á framfærsluvísitölu/reiknaða verðbólgu. Jók hækkun vaxta framboð á lóðum? NEI, líka hér, þvert í móti.Háir vextir hækka byggingarkostnað og íbúðaverð, og þar með húsnæðisvísitöluna og verðbólguna, auk þess sem þeir verka letjandi á fjárfestingu í byggingariðnaði. Vaxtahækkanir Seðlabanka virkuðu því ekki á nokkurn hátt til að draga úr verðhækkunaröldunni, heldur juku þær vandann. Voru olía á eldinn. Það er með ólíkindum, að Peningastefnunefnd, með Seðlabankastjóra í fararbroddi, skuli standa fyrir þeirri ósvinnu, sem vaxtahækkanir síðustu 2ja ára hafa mest verið, og, að stjórnendur vuðskiptabankanna skuli svo notfæra sér þær til að hækka eigin vexti, án nokkurrar beinnar þarfar. Vonandi verður það fyrsta verk nýs forsætisráðherra, að auglýsa stöðu Seðlabankastjóra! Reyndar er ESB og Evran eina rétta leiðin, ef tryggja á lágmarksvexti og það, að ekki sé hægt að hrófla við, hvað þá hækka, umsamdar skuldir, og, ef fjárhagslegt jafnræði og stöðugleiki í peningamálum á að nást. Menn mættu gjarnan að hafa það í huga í næstu kosningum. Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun