Stórnotendur eru kjölfestan í íslenska raforkukerfinu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar 4. júlí 2024 17:31 Ein af þremur megin stoðum í tekjuöflun Íslands er álframleiðsla. Hinar tvær eru fiskveiðar og ferðamennska. Á árinu 2023 skiluðu íslensku álverin þjóðinni umtalsverðum tekjum. Þau vörðu 57,3 milljörðum í kaup á vörum og þjónustu. Þau greiddu 9,4 milljarða í opinber gjöld. Þau greiddu 25,3 milljarða í laun og launatengd gjöld. Um 2000 einstaklingar vinna hjá álverunum á Íslandi, ýmist sem launþegar eða verktakar. Þetta eru tölur sem skipta íslenskt hagkerfi verulegu máli. En stærsti hluti rekstrar íslensku álveranna fer til kaupa á raforku. Áætlað keyptu álverin raforku af íslenskum orkuframleiðendum fyrir 68,3 milljarða á síðasta ári. Stærsti söluaðili raforku er Landsvirkjun. Stórnotendur raforku mynda grunninn að íslenska raforkukerfinu og álverin kaupa um ¾ hluta seldrar raforku á Íslandi. Langtímasamningar við stórnotendur hafa gert Íslendingum kleift að byggja upp stórar og hagkvæmar virkjanir sem og öflugt flutningskerfi til að flytja orkuna landshluta á milli. Einmitt þess vegna búa Íslendingar við einstakt orkuöruggi og greiða lágt verð fyrir raforkuna. Ef orkufyrirtæki eins og Landsvirkjun hefðu ekki þessa traustu kaupendur, gætu þau ekki boðið almenningi þau góðu kjör og afhendingaröryggi sem raunin er í dag. Sveiflur í orkunotkun almennings og fyrirtækja annarra en stórnotenda skapa ákveðna óvissu í viðskiptalíkani orkufyrirtækjanna. Slík óvissa ætti samkvæmt viðskiptalíkani að skila sér í hærra verði til kaupenda. En þá er gott að eiga bakland í álverunum, sem semja til lengri tíma um kaup á miklu magni. Og ef illa árar í orkuframleiðslu eru samningarnir við álverin að hluta til skerðanlegir. Almennir notendur (fyrir utan fiskimjölsbræðslur og fjarvarmaveitur sem eru með varaafl) geta ekki tekið á sig skerðingar líkt og álverin gera. Ef samningar við álverin yrðu endurskoðaðir og sú raforka sem þau kaupa í dag yrði seld annað, myndi það veikja stoðir orkufyrirtækjanna eins og Landsvirkjunar sem yrði að verðleggja orkuna hærra á grundvelli þeirrar óvissu sem felst í almennri eftirspurn eftir raforku og þeirrar óvissu sem á við ef framleiðslugeta orkufyrirtækjanna minnkar. Ef kjölfestunni er rutt í burtu er næsta víst að skútan leggst á hliðina. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka álframleiðenda á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áliðnaður Orkumál Guðríður Eldey Arnardóttir Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Ein af þremur megin stoðum í tekjuöflun Íslands er álframleiðsla. Hinar tvær eru fiskveiðar og ferðamennska. Á árinu 2023 skiluðu íslensku álverin þjóðinni umtalsverðum tekjum. Þau vörðu 57,3 milljörðum í kaup á vörum og þjónustu. Þau greiddu 9,4 milljarða í opinber gjöld. Þau greiddu 25,3 milljarða í laun og launatengd gjöld. Um 2000 einstaklingar vinna hjá álverunum á Íslandi, ýmist sem launþegar eða verktakar. Þetta eru tölur sem skipta íslenskt hagkerfi verulegu máli. En stærsti hluti rekstrar íslensku álveranna fer til kaupa á raforku. Áætlað keyptu álverin raforku af íslenskum orkuframleiðendum fyrir 68,3 milljarða á síðasta ári. Stærsti söluaðili raforku er Landsvirkjun. Stórnotendur raforku mynda grunninn að íslenska raforkukerfinu og álverin kaupa um ¾ hluta seldrar raforku á Íslandi. Langtímasamningar við stórnotendur hafa gert Íslendingum kleift að byggja upp stórar og hagkvæmar virkjanir sem og öflugt flutningskerfi til að flytja orkuna landshluta á milli. Einmitt þess vegna búa Íslendingar við einstakt orkuöruggi og greiða lágt verð fyrir raforkuna. Ef orkufyrirtæki eins og Landsvirkjun hefðu ekki þessa traustu kaupendur, gætu þau ekki boðið almenningi þau góðu kjör og afhendingaröryggi sem raunin er í dag. Sveiflur í orkunotkun almennings og fyrirtækja annarra en stórnotenda skapa ákveðna óvissu í viðskiptalíkani orkufyrirtækjanna. Slík óvissa ætti samkvæmt viðskiptalíkani að skila sér í hærra verði til kaupenda. En þá er gott að eiga bakland í álverunum, sem semja til lengri tíma um kaup á miklu magni. Og ef illa árar í orkuframleiðslu eru samningarnir við álverin að hluta til skerðanlegir. Almennir notendur (fyrir utan fiskimjölsbræðslur og fjarvarmaveitur sem eru með varaafl) geta ekki tekið á sig skerðingar líkt og álverin gera. Ef samningar við álverin yrðu endurskoðaðir og sú raforka sem þau kaupa í dag yrði seld annað, myndi það veikja stoðir orkufyrirtækjanna eins og Landsvirkjunar sem yrði að verðleggja orkuna hærra á grundvelli þeirrar óvissu sem felst í almennri eftirspurn eftir raforku og þeirrar óvissu sem á við ef framleiðslugeta orkufyrirtækjanna minnkar. Ef kjölfestunni er rutt í burtu er næsta víst að skútan leggst á hliðina. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka álframleiðenda á Íslandi.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun