Leggja til íbúakosningu vegna framkvæmda Carbfix Ólafur Björn Sverrisson skrifar 4. júlí 2024 07:30 Jón Ingi treystir íbúum til að taka rétta ákvörðun í málinu sem varðar framkvæmdir Carfix. Sigla á með koltvísýring á fljótandi formi frá Norður-Evrópu til hafnar í Straumsvík. vísir Viðreisn hyggst leggja fram tillögu innan bæjarstjórnar Hafnarfjarðar, þar sem flokkurinn er í minnihluta, að íbúakosning fari fram um leyfi Carbfix til þess að koma upp aðstöðu fyrir loftslagsverkefnið Coda Terminal. Þetta kemur fram í aðsendri grein á Vísi sem Jón Ingi Hákonarson, bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði, skrifar. Töluverð umræða hefur skapast um framkvæmdina. Greint var frá því í vikunni að rúmlega 4500 íbúar í Hafnarfirði hafi skrifað undir undirskriftalista þar sem staðsetningu borteiga Carbfix, sunnan við álverið í Straumsvík, er mótmælt. Í lýsingu listans á island.is segir að óvissa ríki um árangur og afleiðingar verkefnisins á íbúa í bænum og náttúrufar. Edda Sif Pind Aradóttir framkvæmdastjóri Carbfix sagði í samtali við Vísi að eðlilegt væri að íbúar spyrji spurninga um verkefni fyrirtækisins í Straumsvík. Umræðan verði hins vegar að vera málefnaleg. Sagði hún enga óvissu um áhrif á náttúru í fyrstu áföngum og að í síðari áföngum, þegar fyrirhugað er að bora nær byggð, verði óvissu eytt með reynslu af fyrri áföngum. Carbfix skrifaði undir þverpólitíska viljayfirlýsingu um verkefnið fyrir þremur árum þegar verkefnið var kynnt til leiks. Treystir bæjarbúum Í hinni aðsendu grein segir Jón Hákon að forsendur verkefnisins séu þær að unnið sé í sátt við náttúru og samfélag. „Ljóst er að töluverðrar óánægju gætir með áformin hjá fjölda bæjarbúa og ljóst að ekki verður farið af stað nema að góð sátt og traust ríki hjá bæjarbúum vegna verkefnisins. Viðreisn mun því leggja það til, er bæjarstjórn kemur aftur saman eftir sumarfrí, að málið fari í íbúakosningu. Málið er vaxið með þeim hætti að sátt verði aldrei náð nema með aðkomu bæjarbúa. Málið er að margan hátt kjörið til að fara með í íbúakosningu. Málið er afmarkað og skýrt.“ Hann bætir við að opin og gagnsæ stjórnsýsla sé eitt af baráttumálum Viðreisnar ásamt öflugu íbúalýðræði. „Viðreisn treystir bæjarbúum til að komast að góðri niðurstöðu í þessu máli.“ Loftslagsmál Hafnarfjörður Umhverfismál Stóriðja Coda Terminal í Hafnarfirði Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Sjá meira
Þetta kemur fram í aðsendri grein á Vísi sem Jón Ingi Hákonarson, bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði, skrifar. Töluverð umræða hefur skapast um framkvæmdina. Greint var frá því í vikunni að rúmlega 4500 íbúar í Hafnarfirði hafi skrifað undir undirskriftalista þar sem staðsetningu borteiga Carbfix, sunnan við álverið í Straumsvík, er mótmælt. Í lýsingu listans á island.is segir að óvissa ríki um árangur og afleiðingar verkefnisins á íbúa í bænum og náttúrufar. Edda Sif Pind Aradóttir framkvæmdastjóri Carbfix sagði í samtali við Vísi að eðlilegt væri að íbúar spyrji spurninga um verkefni fyrirtækisins í Straumsvík. Umræðan verði hins vegar að vera málefnaleg. Sagði hún enga óvissu um áhrif á náttúru í fyrstu áföngum og að í síðari áföngum, þegar fyrirhugað er að bora nær byggð, verði óvissu eytt með reynslu af fyrri áföngum. Carbfix skrifaði undir þverpólitíska viljayfirlýsingu um verkefnið fyrir þremur árum þegar verkefnið var kynnt til leiks. Treystir bæjarbúum Í hinni aðsendu grein segir Jón Hákon að forsendur verkefnisins séu þær að unnið sé í sátt við náttúru og samfélag. „Ljóst er að töluverðrar óánægju gætir með áformin hjá fjölda bæjarbúa og ljóst að ekki verður farið af stað nema að góð sátt og traust ríki hjá bæjarbúum vegna verkefnisins. Viðreisn mun því leggja það til, er bæjarstjórn kemur aftur saman eftir sumarfrí, að málið fari í íbúakosningu. Málið er vaxið með þeim hætti að sátt verði aldrei náð nema með aðkomu bæjarbúa. Málið er að margan hátt kjörið til að fara með í íbúakosningu. Málið er afmarkað og skýrt.“ Hann bætir við að opin og gagnsæ stjórnsýsla sé eitt af baráttumálum Viðreisnar ásamt öflugu íbúalýðræði. „Viðreisn treystir bæjarbúum til að komast að góðri niðurstöðu í þessu máli.“
Loftslagsmál Hafnarfjörður Umhverfismál Stóriðja Coda Terminal í Hafnarfirði Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Sjá meira