Umræðan verði að vera málefnaleg Ólafur Björn Sverrisson skrifar 2. júlí 2024 18:20 Edda Sif Pind Aradóttir framkvæmdastjóri Carbfix sýnir því skilning að íbúar á Völlunum spyrji spurninga um verkefni fyrirtækisins í grenndinni. Edda Sif Pind Aradóttir framkvæmdastjóri Carbfix segir eðlilegt að íbúar spyrji spurninga um verkefni fyrirtækisins í Straumsvík. Umræðan verði hins vegar að vera málefnaleg. Í gær var greint frá því að rúmlega 4500 íbúar í Hafnarfirði hafi skrifað undir undirskriftalista þar sem staðsetningu borteiga Carbfix, sunnan við álverið í Straumsvík, er mótmælt. Í lýsingu listans á island.is segir að óvissa ríki um árangur og afleiðingar verkefnisins á íbúa í bænum og náttúrufar. „Það er auðvitað mjög eðlilegt að umræðan sé í gangi og við fögnum því bara,“ segir Edda Sif í samtali við Vísi. Til þess er opni hluti umhverfismatsferilsins. Við höfum alveg frá því að við kynntum verkefnið til leiks árið 2021, verið að reyna að ná upp umræðu. Við skrifuðum undir þverpólitíska viljayfirlýsingu með Hafnarfjarðarbæ, haldið reglulega íbúafundi. Öllum hefur verið boðið að taka þátt í umræðunni,“ Hún leggur áherslu á að umræðan sé málefnaleg. „Við sýnum því skilning að íbúar spyrji spurninga og við svörum þeim glöð. Þetta er ný starfsemi á þessu svæði þó við höfum rekið sambærileg kerfi á Hellisheiði í meira en tíu ár.“ Áhrif heilt yfir óveruleg Spurð út í áhyggjur íbúa um áhrif á grunnvatnsstöðu og rennsli til sjávar segir Edda Sif: „Við höfum verið í mjög umfangsmiklum rannsóknum í töluvert langan tíma, sem leggja grunninn að umhverfismatinu sem nú er til umfjöllunar. Heilt yfir eru áhrifin óveruleg eða verulega jákvæð af þessu verkefni. En það er rétt að þó áhrifin séu heilt yfir óveruleg er ákveðin óvissa og það er þess vegna sem við munum halda áfram rannsóknum og byggja verkefnið upp í áföngum. Þó hermireikningar sýni fram á einhverja sveiflu í grunnvatnsborði, þá er hún minni í langflestum tilfellumen þessi náttúrulega sveifla. Þannig það er mikilvægt að setja þetta í samhengi. Við erum með umfangsmikla vöktunaráætlun sem er kynnt samhliða umhverfisáætlun, auk aðgerða til að draga úr óvissu.“ Möguleg óvissa árið 2032 Edda Sif leggur sömuleiðis áherslu á að í fyrstu áföngunum sé ekki óvissa um áhrif á náttúru. „Þá munum við afla frekari gagna og auðvitað besta áfangana sem á eftir koma, byggt á niðurstöðum sem koma þaðan. Þessari nálgun hefur verið beitt í áratugi, þannig að óvissu sem er mögulega spáð í fjórða áfanga 2032 og í framhaldi af því, verður ekki lengur til staðar með þeim hætti sem hún er í dag vegna þess að við verðum komin með miklu betri svör löngu fyrir þann tíma,“ segir Edda Sif. Umsagnarfrestur fyrir matið er ekki liðinn. Skipulagsstofnun vinnur í framhaldinu að matinu samkvæmt ferli um mat á umhverfisáhrifum. „Við höfum allavega lagt okkur fram við að hafa gott aðgengi að upplýsingum um árabil,“ Loftslagsmál Hafnarfjörður Stóriðja Stjórnsýsla Umhverfismál Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Innlent Fleiri fréttir Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Sjá meira
Í gær var greint frá því að rúmlega 4500 íbúar í Hafnarfirði hafi skrifað undir undirskriftalista þar sem staðsetningu borteiga Carbfix, sunnan við álverið í Straumsvík, er mótmælt. Í lýsingu listans á island.is segir að óvissa ríki um árangur og afleiðingar verkefnisins á íbúa í bænum og náttúrufar. „Það er auðvitað mjög eðlilegt að umræðan sé í gangi og við fögnum því bara,“ segir Edda Sif í samtali við Vísi. Til þess er opni hluti umhverfismatsferilsins. Við höfum alveg frá því að við kynntum verkefnið til leiks árið 2021, verið að reyna að ná upp umræðu. Við skrifuðum undir þverpólitíska viljayfirlýsingu með Hafnarfjarðarbæ, haldið reglulega íbúafundi. Öllum hefur verið boðið að taka þátt í umræðunni,“ Hún leggur áherslu á að umræðan sé málefnaleg. „Við sýnum því skilning að íbúar spyrji spurninga og við svörum þeim glöð. Þetta er ný starfsemi á þessu svæði þó við höfum rekið sambærileg kerfi á Hellisheiði í meira en tíu ár.“ Áhrif heilt yfir óveruleg Spurð út í áhyggjur íbúa um áhrif á grunnvatnsstöðu og rennsli til sjávar segir Edda Sif: „Við höfum verið í mjög umfangsmiklum rannsóknum í töluvert langan tíma, sem leggja grunninn að umhverfismatinu sem nú er til umfjöllunar. Heilt yfir eru áhrifin óveruleg eða verulega jákvæð af þessu verkefni. En það er rétt að þó áhrifin séu heilt yfir óveruleg er ákveðin óvissa og það er þess vegna sem við munum halda áfram rannsóknum og byggja verkefnið upp í áföngum. Þó hermireikningar sýni fram á einhverja sveiflu í grunnvatnsborði, þá er hún minni í langflestum tilfellumen þessi náttúrulega sveifla. Þannig það er mikilvægt að setja þetta í samhengi. Við erum með umfangsmikla vöktunaráætlun sem er kynnt samhliða umhverfisáætlun, auk aðgerða til að draga úr óvissu.“ Möguleg óvissa árið 2032 Edda Sif leggur sömuleiðis áherslu á að í fyrstu áföngunum sé ekki óvissa um áhrif á náttúru. „Þá munum við afla frekari gagna og auðvitað besta áfangana sem á eftir koma, byggt á niðurstöðum sem koma þaðan. Þessari nálgun hefur verið beitt í áratugi, þannig að óvissu sem er mögulega spáð í fjórða áfanga 2032 og í framhaldi af því, verður ekki lengur til staðar með þeim hætti sem hún er í dag vegna þess að við verðum komin með miklu betri svör löngu fyrir þann tíma,“ segir Edda Sif. Umsagnarfrestur fyrir matið er ekki liðinn. Skipulagsstofnun vinnur í framhaldinu að matinu samkvæmt ferli um mat á umhverfisáhrifum. „Við höfum allavega lagt okkur fram við að hafa gott aðgengi að upplýsingum um árabil,“
Loftslagsmál Hafnarfjörður Stóriðja Stjórnsýsla Umhverfismál Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Innlent Fleiri fréttir Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Sjá meira