Íslenskir dansarar sópa til sín verðlaunum á heimsmeistaramóti Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. júlí 2024 16:27 Nokkrir úr hópi Danskompanís sem unnið hafa til verðlauna á mótinu. Vísir/Samsett Íslenska landsliðinu í listdansi hefur gengið einstaklega vel á heimsmeistaramótinu í dansi í Prag, höfuðborg Tékklands. Um tvö hundruð íslenskir keppendur taka þátt á mótinu og hefur hópurinn sópað til sín verðlaunum. Heimsmeistaramótið hófst 27. júní og stendur yfir til laugardags 6. júlí. Um tvö hundruð íslenskir keppendur eru í hópnum. „Þetta er virkilega stór hópur, ótrúlega sterkur og flottur sem Ísland sendir í ár,“ segir Helga Ásta Ólafsdóttir, skólastjóri Danskompaní. Skólinn einn og sér er með 21 atriði í keppninni og hefur gengið mjög vel. „Við höfum unnið fjóra heimsmeistaratitla, þrjú silfur, eitt brons og svo hafa tvö atriði lent í sjötta sæti. Við erum búin með tíu atriði af okkar. Í raun eru topp sex atriðin kölluð upp eftir hvern flokk þannig að við erum gífurlega ánægð með þau tíu sem eru búin og erum spennt fyrir næstu ellefu,“ segir Helga. „Skólarnir eru að standa sig þvílíkt vel hérna úti eins og Dansskóli Birnu Björns, sem tók sjötta sæti, Listdansskóli Hafnarfjarðar tók þriðja sæti, Listdansskóli Íslands er búinn að taka fyrsta sætið. Íslenska landsliðið er virkilega sterkt í ár.“ Landsliðið í heild vann svo til silfurverðlauna í flokknum Song And Dance. „Þannig að árangurinn er sögulegur hjá liðinu,“ segir Helga. „Stemningin er frábær! Hér er mikið af foreldrum, frænkum, frændum, ömmum og öfum og systkinum sem eru að styðja hópinn. Ísland er klárlega með sterkasta stuðningshópinn. Stemningin er geggjuð og hérna koma allir að horfa á sína samlanda, sitt lið og hvetja áfram. Samstaðan er algjörlega frábær.“ Dans Íslendingar erlendis Tékkland Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Sjá meira
Heimsmeistaramótið hófst 27. júní og stendur yfir til laugardags 6. júlí. Um tvö hundruð íslenskir keppendur eru í hópnum. „Þetta er virkilega stór hópur, ótrúlega sterkur og flottur sem Ísland sendir í ár,“ segir Helga Ásta Ólafsdóttir, skólastjóri Danskompaní. Skólinn einn og sér er með 21 atriði í keppninni og hefur gengið mjög vel. „Við höfum unnið fjóra heimsmeistaratitla, þrjú silfur, eitt brons og svo hafa tvö atriði lent í sjötta sæti. Við erum búin með tíu atriði af okkar. Í raun eru topp sex atriðin kölluð upp eftir hvern flokk þannig að við erum gífurlega ánægð með þau tíu sem eru búin og erum spennt fyrir næstu ellefu,“ segir Helga. „Skólarnir eru að standa sig þvílíkt vel hérna úti eins og Dansskóli Birnu Björns, sem tók sjötta sæti, Listdansskóli Hafnarfjarðar tók þriðja sæti, Listdansskóli Íslands er búinn að taka fyrsta sætið. Íslenska landsliðið er virkilega sterkt í ár.“ Landsliðið í heild vann svo til silfurverðlauna í flokknum Song And Dance. „Þannig að árangurinn er sögulegur hjá liðinu,“ segir Helga. „Stemningin er frábær! Hér er mikið af foreldrum, frænkum, frændum, ömmum og öfum og systkinum sem eru að styðja hópinn. Ísland er klárlega með sterkasta stuðningshópinn. Stemningin er geggjuð og hérna koma allir að horfa á sína samlanda, sitt lið og hvetja áfram. Samstaðan er algjörlega frábær.“
Dans Íslendingar erlendis Tékkland Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Sjá meira