Íslenskir dansarar sópa til sín verðlaunum á heimsmeistaramóti Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. júlí 2024 16:27 Nokkrir úr hópi Danskompanís sem unnið hafa til verðlauna á mótinu. Vísir/Samsett Íslenska landsliðinu í listdansi hefur gengið einstaklega vel á heimsmeistaramótinu í dansi í Prag, höfuðborg Tékklands. Um tvö hundruð íslenskir keppendur taka þátt á mótinu og hefur hópurinn sópað til sín verðlaunum. Heimsmeistaramótið hófst 27. júní og stendur yfir til laugardags 6. júlí. Um tvö hundruð íslenskir keppendur eru í hópnum. „Þetta er virkilega stór hópur, ótrúlega sterkur og flottur sem Ísland sendir í ár,“ segir Helga Ásta Ólafsdóttir, skólastjóri Danskompaní. Skólinn einn og sér er með 21 atriði í keppninni og hefur gengið mjög vel. „Við höfum unnið fjóra heimsmeistaratitla, þrjú silfur, eitt brons og svo hafa tvö atriði lent í sjötta sæti. Við erum búin með tíu atriði af okkar. Í raun eru topp sex atriðin kölluð upp eftir hvern flokk þannig að við erum gífurlega ánægð með þau tíu sem eru búin og erum spennt fyrir næstu ellefu,“ segir Helga. „Skólarnir eru að standa sig þvílíkt vel hérna úti eins og Dansskóli Birnu Björns, sem tók sjötta sæti, Listdansskóli Hafnarfjarðar tók þriðja sæti, Listdansskóli Íslands er búinn að taka fyrsta sætið. Íslenska landsliðið er virkilega sterkt í ár.“ Landsliðið í heild vann svo til silfurverðlauna í flokknum Song And Dance. „Þannig að árangurinn er sögulegur hjá liðinu,“ segir Helga. „Stemningin er frábær! Hér er mikið af foreldrum, frænkum, frændum, ömmum og öfum og systkinum sem eru að styðja hópinn. Ísland er klárlega með sterkasta stuðningshópinn. Stemningin er geggjuð og hérna koma allir að horfa á sína samlanda, sitt lið og hvetja áfram. Samstaðan er algjörlega frábær.“ Dans Íslendingar erlendis Tékkland Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
Heimsmeistaramótið hófst 27. júní og stendur yfir til laugardags 6. júlí. Um tvö hundruð íslenskir keppendur eru í hópnum. „Þetta er virkilega stór hópur, ótrúlega sterkur og flottur sem Ísland sendir í ár,“ segir Helga Ásta Ólafsdóttir, skólastjóri Danskompaní. Skólinn einn og sér er með 21 atriði í keppninni og hefur gengið mjög vel. „Við höfum unnið fjóra heimsmeistaratitla, þrjú silfur, eitt brons og svo hafa tvö atriði lent í sjötta sæti. Við erum búin með tíu atriði af okkar. Í raun eru topp sex atriðin kölluð upp eftir hvern flokk þannig að við erum gífurlega ánægð með þau tíu sem eru búin og erum spennt fyrir næstu ellefu,“ segir Helga. „Skólarnir eru að standa sig þvílíkt vel hérna úti eins og Dansskóli Birnu Björns, sem tók sjötta sæti, Listdansskóli Hafnarfjarðar tók þriðja sæti, Listdansskóli Íslands er búinn að taka fyrsta sætið. Íslenska landsliðið er virkilega sterkt í ár.“ Landsliðið í heild vann svo til silfurverðlauna í flokknum Song And Dance. „Þannig að árangurinn er sögulegur hjá liðinu,“ segir Helga. „Stemningin er frábær! Hér er mikið af foreldrum, frænkum, frændum, ömmum og öfum og systkinum sem eru að styðja hópinn. Ísland er klárlega með sterkasta stuðningshópinn. Stemningin er geggjuð og hérna koma allir að horfa á sína samlanda, sitt lið og hvetja áfram. Samstaðan er algjörlega frábær.“
Dans Íslendingar erlendis Tékkland Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira