„Enn fólk að birtast sem hafði ekki hugmynd um þetta“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 1. júlí 2024 23:04 Sigla á með koltvísýring á fljótandi formi frá Norður-Evrópu til hafnar í Straumsvík. Íbúar á Völlunum eru margir hverjir ósáttir með óvissuna sem þeir telja ríkja um áhrif framkvæmdarinnar á náttúruna í kring. vísir/vilhelm Tæplega 4500 manns hafa skrifað undir undirskriftalista þar sem staðsetningu borteiga Carbfix í Hafnarfirði er mótmælt. Þar stendur til að dæla koldíoxíð í berg á svæðinu sunnan við álverið í Straumsvík, steinsnar frá íbúabyggð á Völlunum. Ábyrgðarmaður undirskriftarlistans segir fjölda íbúa hafa ekki áttað sig á því hvað sé í uppsiglingu. Í lýsingu listans á island.is segir að óvissa ríki um árangur og afleiðingar verkefnisins á íbúa í bænum og náttúrufar. „Við teljum ótækt að slíkar tilraunir og starfsemi fari fram svo nærri íbúabyggð og skorum á bæjarstjórn Hafnarfjarðar að hverfa frá áætlunum, eða í það minnsta leggja ákvörðunina um áframhaldandi verkefni í hendur bæjarbúa með íbúakosningu.“ Óvissuþættir ekki réttlætanlegir „Við erum að leiða saman hesta okkar til að styrkja mótmælin. Verkefnið er miklu stærra en ég hafði áttað mig á. Þetta verður mjög nálægt byggð þegar fram líða stundir. Maður setur spurningamerki við margt þegar maður fer að kynna sér þetta meira,“ segir Ragnar Þór Reynisson ábyrgðarmaður listans og nefnir ýmislegt: „Þetta getur haft áhrif á grunnvatnsstöðuna sem getur hækkað við byggð og lækkað annars staðar. Við sjáum grunnvatnsrennslið til sjávar, þar sem þeir virðast ætla að taka mikið magn af vatni til að dæla í jörðina. Það virðist ekki eiga að skila sér aftur sem hefur áhrif á sjávarseltuna og hita sjávar við land. Þetta eru ákveðnir óvissuþættir sem okkur finnst ekki réttlætanlegt að óvissa ríki um, þegar náttúran er í húfi.“ Hann kallar því eftir meira samtali við íbúa og helst íbúakosningu. Ekki búið að sjá fyrir fjármögnun „Þetta var kynnt fyrir nokkru síðan og þetta fer í kynningarferli og boðað til fundar og íbúum boðið að vera með. En það er bara brotabrot af fólki sem var meðvitað um hvað væri í gangi. Það er enn þá að birtast fólk sem vissi ekki af þessu en býr hér á Völlunum. Hafði ekki hugmynd um þetta,“ segir Ragnar Þór og bætir við að Facebook hópur, sem hefur það markmið að mótmæla staðsetningu framkvæmda, hafi vaxið á ógnarhraða. „Það var þess vegna sem við ákváðum að framlengja í undirskriftarsöfnun, af því þetta er að dreifast hratt út. Eins og staðan er í dag er þetta í umsagnarferli og fer síðan til Skipulagsstofnunar. Höfn og geymslusvæði, til að standa undir þessu, er í ferli líka en það er ekki búið að sjá fyrir fjármögnun.“ Ragnar Þór segir að á upplýsingafundi íbúa hafi verið mikill áhugi og hiti í salnum. Til standi að halda annan sambærilegan fund á næstunni. Segja áhrif harla ólíkleg Sandra Ósk Snæbjörnsdóttir, yfirvísindakona Carbfix, og Heiða Aðalsteinsdóttir, yfirmaður skipulags- og umhverfismála hjá Carbfix sögðu í samtali við Vísi í júní að það væri fullur skilningur á því að verkefnið veki upp spurningar og áhyggjur. „Við erum bara mjög þakklátar að geta brugðist við og svarað þeim spurningum sem hafa vaknað,“ sögðu þær en sögðu harla ólíklegt að framkvæmdin hefði áhrif á grunnvatn og náttúru og dýralíf. Hér að neðan má sjá myndskeið sem sýnir hvernig verkefnið mun líta út þegar það er komið í framkvæmd. Loftslagsmál Hafnarfjörður Umhverfismál Stóriðja Coda Terminal í Hafnarfirði Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Kristrún og von der Leyen í útsýnisflugi um eldgosið Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Fleiri fréttir Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Kristrún og von der Leyen í útsýnisflugi um eldgosið Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Sjá meira
Í lýsingu listans á island.is segir að óvissa ríki um árangur og afleiðingar verkefnisins á íbúa í bænum og náttúrufar. „Við teljum ótækt að slíkar tilraunir og starfsemi fari fram svo nærri íbúabyggð og skorum á bæjarstjórn Hafnarfjarðar að hverfa frá áætlunum, eða í það minnsta leggja ákvörðunina um áframhaldandi verkefni í hendur bæjarbúa með íbúakosningu.“ Óvissuþættir ekki réttlætanlegir „Við erum að leiða saman hesta okkar til að styrkja mótmælin. Verkefnið er miklu stærra en ég hafði áttað mig á. Þetta verður mjög nálægt byggð þegar fram líða stundir. Maður setur spurningamerki við margt þegar maður fer að kynna sér þetta meira,“ segir Ragnar Þór Reynisson ábyrgðarmaður listans og nefnir ýmislegt: „Þetta getur haft áhrif á grunnvatnsstöðuna sem getur hækkað við byggð og lækkað annars staðar. Við sjáum grunnvatnsrennslið til sjávar, þar sem þeir virðast ætla að taka mikið magn af vatni til að dæla í jörðina. Það virðist ekki eiga að skila sér aftur sem hefur áhrif á sjávarseltuna og hita sjávar við land. Þetta eru ákveðnir óvissuþættir sem okkur finnst ekki réttlætanlegt að óvissa ríki um, þegar náttúran er í húfi.“ Hann kallar því eftir meira samtali við íbúa og helst íbúakosningu. Ekki búið að sjá fyrir fjármögnun „Þetta var kynnt fyrir nokkru síðan og þetta fer í kynningarferli og boðað til fundar og íbúum boðið að vera með. En það er bara brotabrot af fólki sem var meðvitað um hvað væri í gangi. Það er enn þá að birtast fólk sem vissi ekki af þessu en býr hér á Völlunum. Hafði ekki hugmynd um þetta,“ segir Ragnar Þór og bætir við að Facebook hópur, sem hefur það markmið að mótmæla staðsetningu framkvæmda, hafi vaxið á ógnarhraða. „Það var þess vegna sem við ákváðum að framlengja í undirskriftarsöfnun, af því þetta er að dreifast hratt út. Eins og staðan er í dag er þetta í umsagnarferli og fer síðan til Skipulagsstofnunar. Höfn og geymslusvæði, til að standa undir þessu, er í ferli líka en það er ekki búið að sjá fyrir fjármögnun.“ Ragnar Þór segir að á upplýsingafundi íbúa hafi verið mikill áhugi og hiti í salnum. Til standi að halda annan sambærilegan fund á næstunni. Segja áhrif harla ólíkleg Sandra Ósk Snæbjörnsdóttir, yfirvísindakona Carbfix, og Heiða Aðalsteinsdóttir, yfirmaður skipulags- og umhverfismála hjá Carbfix sögðu í samtali við Vísi í júní að það væri fullur skilningur á því að verkefnið veki upp spurningar og áhyggjur. „Við erum bara mjög þakklátar að geta brugðist við og svarað þeim spurningum sem hafa vaknað,“ sögðu þær en sögðu harla ólíklegt að framkvæmdin hefði áhrif á grunnvatn og náttúru og dýralíf. Hér að neðan má sjá myndskeið sem sýnir hvernig verkefnið mun líta út þegar það er komið í framkvæmd.
Loftslagsmál Hafnarfjörður Umhverfismál Stóriðja Coda Terminal í Hafnarfirði Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Kristrún og von der Leyen í útsýnisflugi um eldgosið Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Fleiri fréttir Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Kristrún og von der Leyen í útsýnisflugi um eldgosið Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Sjá meira