Varað við fellibylnum Beryl sem er á leið yfir Karíbahafið Lovísa Arnardóttir skrifar 1. júlí 2024 07:58 Svo stór fellibylur hefur ekki mælst svo snemma síðan 2005. Skjáskot/Zoom Earth Fellibylurinn Beryl er nú á leið yfir Karíbahafið. Fellibylurinn hefur verið flokkaður sem afar hættulegur, í flokki fjögur af fimm flokkum. Fellibyljastofnun Bandaríkjanna spáir mannskæðum vindi og mögulega flóðbylgjum þar sem rignir mikið. Beryl er fyrsti fellibylur tímabilsins. Svo stór fellibylur hefur ekki sést svo snemma síðan árið 2005. Fram kemur í umfjöllun Reuters að seint í gær hafi Beryl verið staddur um 240 kílómetrum frá Barbados eyjum og að vindhraði hafi verið um 215 kílómetrar á klukkustund. „Búist er við því að Beryl verði sérstaklega hættulegur fellibylur á meðan kjarni hans ferðast í gegnum Windward eyjar og inn í eystri hluta Karíbahafsins,“ kom fram í tilkynningu frá Fellibyljastofnun Bandaríkhanna. Beryl er nú við það að fara yfir Barbados í Karíbahafinu. Fellibylurinn er í flokki fjögur af fimm.Skjáskot/Fellibyljastofnun Bandaríkjanna Búist er við því að í dag, mánudag, haldi fellibylurinn áfram og að vindur gæti orðið katastrófískur þegar hann nær St. Vincent, Grenadine eyjum og Grenada. Áætlað er að allt að það gæti rignt á milli átta og fimmtán sentímetrum á Barbados og Windward eyjum í dag sem gæti valdið flóðbylgjum. Sjávarhiti eins og í september Sjaldgæft er að svo stór fellibylur komi fram svo snemma í fellibyljatímabilinu í Atlantshafinu sem er frá byrjun júní til loka nóvember. Beryl er þannig fyrsti fellibylurinn sem er flokkaður í flokki fjögur sem hefur komið fram. Svo stór fellibylur hefur ekki komið svo snemma síðan árið 2005 þegar fellibylurinn Dennis fór yfir Karíbahafið þann 8. júlí. Bandaríska veðurstofan varaði við því í maí að virkni fellibylja gæti verið yfir meðallagi á Atlantshafinu í ár vegna methækkunar á hitastigi sjávar. „Beryl er sérstaklega hættulegur og sjaldgæfur fellibylur miðað við árstíma,“ segir Michael Lowry veðurfræðing og sérfræðingi í fellibyljum í viðtali við AP fréttastofu. Hann segir hitastig sjávar nú meira en það sé yfirleitt í september þegar fellibyljatímabilið nær yfirleitt hámarki. Búið er að gefa út viðvaranir vegna fellibylsins á Barbados, St. Lucia, St. Vincent og Grenadine eyjum, Grenada og Tóbagó. Varað hefur verið við hitabeltisstormi á Dóminíku, Trínídad og hluta Dóminíska lýðveldisins og Haítí. Í frétt Reutes segir að íbúar í Karíbahafinu hafi undirbúið sig í gær fyrir fellibylinn. Í Tóbagó hafi neyðarskýli verið opnuð og skólar lokaðir fram á þriðjudag. Þá var öllum valkvæðum skurðaðgerðum frestað. Hægt er að fylgjast með Beryl hér og hér. Bandaríkin Barbados Loftslagsmál Umhverfismál Dóminíska lýðveldið Trínidad og Tóbagó Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Fleiri fréttir Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Sjá meira
Fram kemur í umfjöllun Reuters að seint í gær hafi Beryl verið staddur um 240 kílómetrum frá Barbados eyjum og að vindhraði hafi verið um 215 kílómetrar á klukkustund. „Búist er við því að Beryl verði sérstaklega hættulegur fellibylur á meðan kjarni hans ferðast í gegnum Windward eyjar og inn í eystri hluta Karíbahafsins,“ kom fram í tilkynningu frá Fellibyljastofnun Bandaríkhanna. Beryl er nú við það að fara yfir Barbados í Karíbahafinu. Fellibylurinn er í flokki fjögur af fimm.Skjáskot/Fellibyljastofnun Bandaríkjanna Búist er við því að í dag, mánudag, haldi fellibylurinn áfram og að vindur gæti orðið katastrófískur þegar hann nær St. Vincent, Grenadine eyjum og Grenada. Áætlað er að allt að það gæti rignt á milli átta og fimmtán sentímetrum á Barbados og Windward eyjum í dag sem gæti valdið flóðbylgjum. Sjávarhiti eins og í september Sjaldgæft er að svo stór fellibylur komi fram svo snemma í fellibyljatímabilinu í Atlantshafinu sem er frá byrjun júní til loka nóvember. Beryl er þannig fyrsti fellibylurinn sem er flokkaður í flokki fjögur sem hefur komið fram. Svo stór fellibylur hefur ekki komið svo snemma síðan árið 2005 þegar fellibylurinn Dennis fór yfir Karíbahafið þann 8. júlí. Bandaríska veðurstofan varaði við því í maí að virkni fellibylja gæti verið yfir meðallagi á Atlantshafinu í ár vegna methækkunar á hitastigi sjávar. „Beryl er sérstaklega hættulegur og sjaldgæfur fellibylur miðað við árstíma,“ segir Michael Lowry veðurfræðing og sérfræðingi í fellibyljum í viðtali við AP fréttastofu. Hann segir hitastig sjávar nú meira en það sé yfirleitt í september þegar fellibyljatímabilið nær yfirleitt hámarki. Búið er að gefa út viðvaranir vegna fellibylsins á Barbados, St. Lucia, St. Vincent og Grenadine eyjum, Grenada og Tóbagó. Varað hefur verið við hitabeltisstormi á Dóminíku, Trínídad og hluta Dóminíska lýðveldisins og Haítí. Í frétt Reutes segir að íbúar í Karíbahafinu hafi undirbúið sig í gær fyrir fellibylinn. Í Tóbagó hafi neyðarskýli verið opnuð og skólar lokaðir fram á þriðjudag. Þá var öllum valkvæðum skurðaðgerðum frestað. Hægt er að fylgjast með Beryl hér og hér.
Bandaríkin Barbados Loftslagsmál Umhverfismál Dóminíska lýðveldið Trínidad og Tóbagó Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Fleiri fréttir Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Sjá meira