Frændsystkini á leið í lækninn: „Sá á fjölskyldugrúppunni að hann hafði líka komist inn“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 27. júní 2024 12:27 Ásta Júlía og Bergur Máni á útskriftardaginn vorið 2019, þegar hvorugt þeirra stefndi á að læra læknisfræði. Aðsend Landsliðskona í körfubolta og slökkviliðsmaður, frændsystkini sem komust bæði inn í læknisfræðideild Háskóla Íslands í ár, segja þessi tímamót hafa komið þeim mikið á óvart. Hvorugt þeirra hafi í upphafi stefnt á þá vegferð. Þau Ásta Júlía Grímsdóttir og Bergur Máni Skúlason, börn Samfylkingarsystkinanna Helgu Völu Helgadóttur og Skúla Helgasonar, fengu bæði þær gleðifréttir í gær að þau hefðu komist inn í læknisfræðideild Háskóla Íslands, „það skrattans nálarauga sem inntökuprófið er!“ eins og Skúli orðar það á Facebook. Þau munu því bæði hefja þar nám í haust. Vissi ekki að Bergur ætlaði líka í prófið Frændsystkinin útskrifuðust bæði úr Menntaskólanum í Reykjavík vorið 2019. Bergur var í síðasta árgangi fjögurra ára kerfis MR en Ásta í fyrsta árgangi þriggja ára kerfisins. Þau héldu sameiginlega útskriftarveislu. Hvorugt þeirra segist þó endilega hafa stefnt á læknisfræðinám. „Það voru margir sem vildu fara í læknisfræði en það var ekki markmiðið mitt. Ég fór ekki í MR til þess,“ segir Ásta í samtali við Vísi. Eftir útskrift fór Ásta til Texas í Bandaríkjunum að spila körfubolta, en hún spilar með A-landsliði kvenna í íþróttinni sem og meistaraflokki Vals. Þegar heimsfaraldur skall á sneri Ásta heim á ný og fór að læra lífeindafræði. Ásta Júlía á glæstan feril í körfubolta og er í A-landsliðinu í íþróttinni. Aðsend Bergur fór að starfa hjá slökkviliðinu, en hann tók sjúkraflutninganám samhliða síðustu önninni í MR. Ásamt slökkviliðsstarfinu lærði hann hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri. Bæði ákváðu þau að þreyta læknisfræðiprófið í ár en datt þó ekki í hug að þau ættu eftir að enda í deildinni saman. „Ég var ekki alveg viss í byrjun árs hvað ég ætlaði að gera. Vissi af þessum áhuga en var ekki alveg búinn að ákveða mig þannig að ég hélt þessu leyndu en ákvað svo að keyra á fullt í vor,“ segir Bergur. Það hafi gengið svona líka vel. Bergur starfar hjá slökkviliðinu samhliða hjúkrunarfræðinámi. Aðsend „Það var ekkert verið að tala um að hann væri að fara í prófið. Þannig að það var mjög skemmtilegt surprise þegar ég sá á fjölskyldugrúppunni á Facebook að hann hafði líka komist inn,“ segir Ásta. Bergur segir þetta sömuleiðis hafa komið skemmtilega á óvart. „Ég bjóst engan veginn við þessu, ef einhver hefði sagt mér þetta fyrir fimm árum hefði ég ekki trúað því,“ segir Bergur. Háskólar Tímamót Mest lesið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Lífið Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Lífið Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Lífið Fleiri fréttir Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Sjá meira
Þau Ásta Júlía Grímsdóttir og Bergur Máni Skúlason, börn Samfylkingarsystkinanna Helgu Völu Helgadóttur og Skúla Helgasonar, fengu bæði þær gleðifréttir í gær að þau hefðu komist inn í læknisfræðideild Háskóla Íslands, „það skrattans nálarauga sem inntökuprófið er!“ eins og Skúli orðar það á Facebook. Þau munu því bæði hefja þar nám í haust. Vissi ekki að Bergur ætlaði líka í prófið Frændsystkinin útskrifuðust bæði úr Menntaskólanum í Reykjavík vorið 2019. Bergur var í síðasta árgangi fjögurra ára kerfis MR en Ásta í fyrsta árgangi þriggja ára kerfisins. Þau héldu sameiginlega útskriftarveislu. Hvorugt þeirra segist þó endilega hafa stefnt á læknisfræðinám. „Það voru margir sem vildu fara í læknisfræði en það var ekki markmiðið mitt. Ég fór ekki í MR til þess,“ segir Ásta í samtali við Vísi. Eftir útskrift fór Ásta til Texas í Bandaríkjunum að spila körfubolta, en hún spilar með A-landsliði kvenna í íþróttinni sem og meistaraflokki Vals. Þegar heimsfaraldur skall á sneri Ásta heim á ný og fór að læra lífeindafræði. Ásta Júlía á glæstan feril í körfubolta og er í A-landsliðinu í íþróttinni. Aðsend Bergur fór að starfa hjá slökkviliðinu, en hann tók sjúkraflutninganám samhliða síðustu önninni í MR. Ásamt slökkviliðsstarfinu lærði hann hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri. Bæði ákváðu þau að þreyta læknisfræðiprófið í ár en datt þó ekki í hug að þau ættu eftir að enda í deildinni saman. „Ég var ekki alveg viss í byrjun árs hvað ég ætlaði að gera. Vissi af þessum áhuga en var ekki alveg búinn að ákveða mig þannig að ég hélt þessu leyndu en ákvað svo að keyra á fullt í vor,“ segir Bergur. Það hafi gengið svona líka vel. Bergur starfar hjá slökkviliðinu samhliða hjúkrunarfræðinámi. Aðsend „Það var ekkert verið að tala um að hann væri að fara í prófið. Þannig að það var mjög skemmtilegt surprise þegar ég sá á fjölskyldugrúppunni á Facebook að hann hafði líka komist inn,“ segir Ásta. Bergur segir þetta sömuleiðis hafa komið skemmtilega á óvart. „Ég bjóst engan veginn við þessu, ef einhver hefði sagt mér þetta fyrir fimm árum hefði ég ekki trúað því,“ segir Bergur.
Háskólar Tímamót Mest lesið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Lífið Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Lífið Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Lífið Fleiri fréttir Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“