Frændsystkini á leið í lækninn: „Sá á fjölskyldugrúppunni að hann hafði líka komist inn“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 27. júní 2024 12:27 Ásta Júlía og Bergur Máni á útskriftardaginn vorið 2019, þegar hvorugt þeirra stefndi á að læra læknisfræði. Aðsend Landsliðskona í körfubolta og slökkviliðsmaður, frændsystkini sem komust bæði inn í læknisfræðideild Háskóla Íslands í ár, segja þessi tímamót hafa komið þeim mikið á óvart. Hvorugt þeirra hafi í upphafi stefnt á þá vegferð. Þau Ásta Júlía Grímsdóttir og Bergur Máni Skúlason, börn Samfylkingarsystkinanna Helgu Völu Helgadóttur og Skúla Helgasonar, fengu bæði þær gleðifréttir í gær að þau hefðu komist inn í læknisfræðideild Háskóla Íslands, „það skrattans nálarauga sem inntökuprófið er!“ eins og Skúli orðar það á Facebook. Þau munu því bæði hefja þar nám í haust. Vissi ekki að Bergur ætlaði líka í prófið Frændsystkinin útskrifuðust bæði úr Menntaskólanum í Reykjavík vorið 2019. Bergur var í síðasta árgangi fjögurra ára kerfis MR en Ásta í fyrsta árgangi þriggja ára kerfisins. Þau héldu sameiginlega útskriftarveislu. Hvorugt þeirra segist þó endilega hafa stefnt á læknisfræðinám. „Það voru margir sem vildu fara í læknisfræði en það var ekki markmiðið mitt. Ég fór ekki í MR til þess,“ segir Ásta í samtali við Vísi. Eftir útskrift fór Ásta til Texas í Bandaríkjunum að spila körfubolta, en hún spilar með A-landsliði kvenna í íþróttinni sem og meistaraflokki Vals. Þegar heimsfaraldur skall á sneri Ásta heim á ný og fór að læra lífeindafræði. Ásta Júlía á glæstan feril í körfubolta og er í A-landsliðinu í íþróttinni. Aðsend Bergur fór að starfa hjá slökkviliðinu, en hann tók sjúkraflutninganám samhliða síðustu önninni í MR. Ásamt slökkviliðsstarfinu lærði hann hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri. Bæði ákváðu þau að þreyta læknisfræðiprófið í ár en datt þó ekki í hug að þau ættu eftir að enda í deildinni saman. „Ég var ekki alveg viss í byrjun árs hvað ég ætlaði að gera. Vissi af þessum áhuga en var ekki alveg búinn að ákveða mig þannig að ég hélt þessu leyndu en ákvað svo að keyra á fullt í vor,“ segir Bergur. Það hafi gengið svona líka vel. Bergur starfar hjá slökkviliðinu samhliða hjúkrunarfræðinámi. Aðsend „Það var ekkert verið að tala um að hann væri að fara í prófið. Þannig að það var mjög skemmtilegt surprise þegar ég sá á fjölskyldugrúppunni á Facebook að hann hafði líka komist inn,“ segir Ásta. Bergur segir þetta sömuleiðis hafa komið skemmtilega á óvart. „Ég bjóst engan veginn við þessu, ef einhver hefði sagt mér þetta fyrir fimm árum hefði ég ekki trúað því,“ segir Bergur. Háskólar Tímamót Mest lesið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Gurrý selur slotið Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Gerir mánudagsfiskinn skemmtilegri Matur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Fleiri fréttir Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Sjá meira
Þau Ásta Júlía Grímsdóttir og Bergur Máni Skúlason, börn Samfylkingarsystkinanna Helgu Völu Helgadóttur og Skúla Helgasonar, fengu bæði þær gleðifréttir í gær að þau hefðu komist inn í læknisfræðideild Háskóla Íslands, „það skrattans nálarauga sem inntökuprófið er!“ eins og Skúli orðar það á Facebook. Þau munu því bæði hefja þar nám í haust. Vissi ekki að Bergur ætlaði líka í prófið Frændsystkinin útskrifuðust bæði úr Menntaskólanum í Reykjavík vorið 2019. Bergur var í síðasta árgangi fjögurra ára kerfis MR en Ásta í fyrsta árgangi þriggja ára kerfisins. Þau héldu sameiginlega útskriftarveislu. Hvorugt þeirra segist þó endilega hafa stefnt á læknisfræðinám. „Það voru margir sem vildu fara í læknisfræði en það var ekki markmiðið mitt. Ég fór ekki í MR til þess,“ segir Ásta í samtali við Vísi. Eftir útskrift fór Ásta til Texas í Bandaríkjunum að spila körfubolta, en hún spilar með A-landsliði kvenna í íþróttinni sem og meistaraflokki Vals. Þegar heimsfaraldur skall á sneri Ásta heim á ný og fór að læra lífeindafræði. Ásta Júlía á glæstan feril í körfubolta og er í A-landsliðinu í íþróttinni. Aðsend Bergur fór að starfa hjá slökkviliðinu, en hann tók sjúkraflutninganám samhliða síðustu önninni í MR. Ásamt slökkviliðsstarfinu lærði hann hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri. Bæði ákváðu þau að þreyta læknisfræðiprófið í ár en datt þó ekki í hug að þau ættu eftir að enda í deildinni saman. „Ég var ekki alveg viss í byrjun árs hvað ég ætlaði að gera. Vissi af þessum áhuga en var ekki alveg búinn að ákveða mig þannig að ég hélt þessu leyndu en ákvað svo að keyra á fullt í vor,“ segir Bergur. Það hafi gengið svona líka vel. Bergur starfar hjá slökkviliðinu samhliða hjúkrunarfræðinámi. Aðsend „Það var ekkert verið að tala um að hann væri að fara í prófið. Þannig að það var mjög skemmtilegt surprise þegar ég sá á fjölskyldugrúppunni á Facebook að hann hafði líka komist inn,“ segir Ásta. Bergur segir þetta sömuleiðis hafa komið skemmtilega á óvart. „Ég bjóst engan veginn við þessu, ef einhver hefði sagt mér þetta fyrir fimm árum hefði ég ekki trúað því,“ segir Bergur.
Háskólar Tímamót Mest lesið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Gurrý selur slotið Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Gerir mánudagsfiskinn skemmtilegri Matur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Fleiri fréttir Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Sjá meira