Sló hinn látna eftir að viðbragðsaðilar voru komnir Jón Þór Stefánsson skrifar 26. júní 2024 15:07 Karlmaðurinn fannst látinn í fjölbýlishúsi við Bátavog laugardagskvöldið 23. september í fyrra. Vísir/Vilhelm Viðbragðsaðilar sem komu á vettvang Bátavogsmálsins svokallaða sögðu Dagbjörtu Rúnarsdóttur, sem er grunuð í málinu um að hafa orðið tæplega sextugum karlmanni að bana á heimili sínu í Bátavogi í september síðastliðinu, hafa slegið manninn eftir að viðbragðsaðilar komu á vettvang. Fyrir dómi lýsti slökkviliðsmaður atvikinu þannig að slökkviliðsmenn og bráðatæknar hafi verið að gera endurlífgunartilraunir á manninum, en á meðan hafi lögregla verið að tala við Dagbjörtu. Skyndilega hafi hún staðið upp, arkað að honum, gefið honum kinnhest og sagt að hann „láti oft svona.“ Eftir það hafi lögregla þurft að fjarlægja hana frá manninum. Dagbjört, sem er 43 ára, hefur setið í varðhaldi frá því að málið kom upp. Henni er gefið að sök að hafa beitt manninn margþættu ofbeldi á heimili hennar í Bátavogi í aðdraganda andláts hans dagana tvo á undan í september í fyrra. Samkvæmt endanlegri niðurstöðu úr réttarkrufningu lést maðurinn af völdum köfnunar, og þá hafði innvortisblæðing spillandi áhrif á súrefnisnæringu til heilans sem var til þess fallið að stuðla enn frekar að köfnuninni. Fjallað var um framburð Dagbjartar í morgun á Vísi. Hægt er að lesa nánar um hann hér. Rosalega kaótískur vettvangur Þónokkrir viðbragðsaðilar, slökkviliðsmenn, lögregluþjónar og bráðatæknir, hafa gefið skýrslu fyrir dómi í dag. Þeir hafa bæði lýst aðstæðum á vettvangi, endurlífgunartilraunum, og ástandi hins látna. Bráðatæknir sagði að vettvangurinn hafi verið „rosalega kaótískur“. Helmingi fleiri viðbragðsaðilar hafi verið á vettvangi en vanalega í svona máli. Lögregluþjónn sem var hvað fyrstur á vettvang sagði að það hafi verið erfitt að komast að íbúðinni í Bátavogi. Um sé að ræða nýtt hverfi og vegamerkingum hafi verið ábótavant. Þá sagði þessi sami lögregluþjónn að það hafi verið rosalega dimmt inni í íbúðinni, til að mynda hafi annar lögregluþjónn þurft að halda vasaljósi yfir viðbragðsaðilunum sem voru að framkvæma endurlífgunartilraunir. Bráðatæknir sagði jafnframt að myrkrið hafi orðið til þess að ákveðnum aðferðum við endurlífgun hafi ekki verið beitt. Drukkið úr sama eitraða dalli og hundurinn Lögreglumenn voru flestir, ef ekki allir, á sama máli um að erfitt hafi verið að ræða við Dagbjörtu á vettvangi. Hún hafi í sífellu talað um hundinn hennar sem var nýdáinn. Henni hafi grunað að eitrað hafi verið fyrir hundinum, eitrið væri vatnsdalli, og að hinn látni hafi einnig drukkið úr þessum dalli. Mannslát til rannsóknar í Bátavogi Dómsmál Reykjavík Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Fleiri fréttir Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjá meira
Fyrir dómi lýsti slökkviliðsmaður atvikinu þannig að slökkviliðsmenn og bráðatæknar hafi verið að gera endurlífgunartilraunir á manninum, en á meðan hafi lögregla verið að tala við Dagbjörtu. Skyndilega hafi hún staðið upp, arkað að honum, gefið honum kinnhest og sagt að hann „láti oft svona.“ Eftir það hafi lögregla þurft að fjarlægja hana frá manninum. Dagbjört, sem er 43 ára, hefur setið í varðhaldi frá því að málið kom upp. Henni er gefið að sök að hafa beitt manninn margþættu ofbeldi á heimili hennar í Bátavogi í aðdraganda andláts hans dagana tvo á undan í september í fyrra. Samkvæmt endanlegri niðurstöðu úr réttarkrufningu lést maðurinn af völdum köfnunar, og þá hafði innvortisblæðing spillandi áhrif á súrefnisnæringu til heilans sem var til þess fallið að stuðla enn frekar að köfnuninni. Fjallað var um framburð Dagbjartar í morgun á Vísi. Hægt er að lesa nánar um hann hér. Rosalega kaótískur vettvangur Þónokkrir viðbragðsaðilar, slökkviliðsmenn, lögregluþjónar og bráðatæknir, hafa gefið skýrslu fyrir dómi í dag. Þeir hafa bæði lýst aðstæðum á vettvangi, endurlífgunartilraunum, og ástandi hins látna. Bráðatæknir sagði að vettvangurinn hafi verið „rosalega kaótískur“. Helmingi fleiri viðbragðsaðilar hafi verið á vettvangi en vanalega í svona máli. Lögregluþjónn sem var hvað fyrstur á vettvang sagði að það hafi verið erfitt að komast að íbúðinni í Bátavogi. Um sé að ræða nýtt hverfi og vegamerkingum hafi verið ábótavant. Þá sagði þessi sami lögregluþjónn að það hafi verið rosalega dimmt inni í íbúðinni, til að mynda hafi annar lögregluþjónn þurft að halda vasaljósi yfir viðbragðsaðilunum sem voru að framkvæma endurlífgunartilraunir. Bráðatæknir sagði jafnframt að myrkrið hafi orðið til þess að ákveðnum aðferðum við endurlífgun hafi ekki verið beitt. Drukkið úr sama eitraða dalli og hundurinn Lögreglumenn voru flestir, ef ekki allir, á sama máli um að erfitt hafi verið að ræða við Dagbjörtu á vettvangi. Hún hafi í sífellu talað um hundinn hennar sem var nýdáinn. Henni hafi grunað að eitrað hafi verið fyrir hundinum, eitrið væri vatnsdalli, og að hinn látni hafi einnig drukkið úr þessum dalli.
Mannslát til rannsóknar í Bátavogi Dómsmál Reykjavík Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Fleiri fréttir Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjá meira