Segir Dagbjörtu ekki hafa sýnt iðrun Jón Þór Stefánsson skrifar 26. júní 2024 14:11 Andlátið sem málið varðar átti sér stað í Bátavogi í Reykjavík í september í fyrra. Vísir/Vilhelm Rannsóknarlögreglumaður sem fór með rannsókna á Bátavogsmálinu svokallaða segist ekki hafa orðið var við að Dagbjört Rúnarsdóttir, sem er grunuð um að hafa orðið tæplega sextugum manni að bana í Bátavogi í september í fyrra, hafi sýnt iðrun eða samúð vegna andláts mannsins Fyrir dómi í dag sagði rannsóknarlögreglumaðurinn að það hafi gengið erfiðlega að taka skýrslur af Dagbjörtu. Spurður út í hvers vegna það væri sagði rannsóknarlögreglumaðurinn það vera vegna þess að hún væri ótrúverðug. Dagbjört, sem er 43 ára, hefur setið í varðhaldi frá því að málið kom upp. Henni er gefið að sök að hafa beitt manninn margþættu ofbeldi á heimili hennar í Bátavogi í aðdraganda andláts hans dagana tvo á undan í september í fyrra. Fjallað var um framburð Dagbjartar í morgun á Vísi. Hægt er að lesa nánar um hann hér. „Hún sagði eitt og svo allt annað mínútu síðar, og þrætti svo fyrir það skömmu síðar,“ útskýrði rannsóknarlögreglumaðurinn fyrir dómi og bætti við að skýrslutökurnar hefðu verið erfiðar. Eina orðið sem honum datt í hug til að lýsa henni var „delusional“, það er að segja að hún væri uppfull af ranghugmyndum. Hann minntist á að hún hafi til að mynda rætt um byssuna sem varð Olaf Palme, forsætisráðherra Svíþjóðar, sem var myrtur árið 1986. Áður hefur verið greint frá því að hún hafi sagt hinn látna hafa aflað sér byssunnar sem var notuð við tilræðið. Rannsóknarlögreglumaðurinn tók fjórar skýrslur af Dagbjörtu á fjórum vikum í upphafi rannsóknarinnar. Hann segir að ranghugmyndirnar hafi minnkað eftir að á leið, en framburður hennar hafi hins vegar ekki orðið skýrari. Eyddi gögnum eftir að hafa rætt við lögreglu Annar rannsóknarlögreglumaður, sem tilkynnti Dagbjörtu um að maðurinn hefði verið úrskurðaður látinn, sagði það ekki hafa fengið á hana. Hún sagði fyrir dómi að sér hafi þótt allt rosalega sérstakt eftir að hún tilkynnti henni um andlátið. Þá sagði hann að eftir að Dagbjört hafi gefið þeim leyfi til að skoða símann sinn, og þá hafi komið í ljós að hún hafi verið eyða gögnum úr símanum sínum fyrr um kvöldið, eftir að hún talaði fyrst við lögreglu. Sá sem stjórnaði rannsókninni sagði Dagbjörtu ekki bara hafa verið handtekna vegna áverka á líkama hins látna, heldur líka vegna þess að hún hafi eytt gögnum. Farið var í aðgerðir til að endurheimta myndefni sem hún hafði eytt. Fyrrnefndi rannsóknarlögreglumaðurinn sagði að það hefði gengið vel, en talið er að takist hafi að endurheimta meira en níutíu prósent af því sem var eytt. Fyrir dómi í morgun var Dagbjört spurð út í það að hún hafi verið að eyða gögnum. Hún sagðist hafa gert það til að búa til pláss á símanum sínum sem væri fullur, og hefði orðið til þess að hún gæti ekki haft samskipti í gegnum app í símanum. Minnst var á í þinghaldinu að í lögregluskýrslu hafi hún sagst vera að eyða slæmum minningum. Góðkunningjar lögreglu Hann sagði Dagbjörtu og hinn látna eiga sögu hjá lögreglu. Lögreglumenn sem vinna á svæðinu hefðu verið vel kunnugir þeim og farið í útköll sem vörðuðu kannabisræktun, nágrannaerjur og ölvunarútköll. Eftir að þau tóku saman hafi útköllum sem tengdust honum fækkað. Lögreglumanninum minnti ekki að farið hafi verið í útköll vegna ofbeldis, en hann hafði heyrt að Dagbjört hafi beitt hann ofbeldi og hann ekki svarað fyrir sig. Mannslát til rannsóknar í Bátavogi Dómsmál Reykjavík Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Fleiri fréttir „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Sjá meira
Fyrir dómi í dag sagði rannsóknarlögreglumaðurinn að það hafi gengið erfiðlega að taka skýrslur af Dagbjörtu. Spurður út í hvers vegna það væri sagði rannsóknarlögreglumaðurinn það vera vegna þess að hún væri ótrúverðug. Dagbjört, sem er 43 ára, hefur setið í varðhaldi frá því að málið kom upp. Henni er gefið að sök að hafa beitt manninn margþættu ofbeldi á heimili hennar í Bátavogi í aðdraganda andláts hans dagana tvo á undan í september í fyrra. Fjallað var um framburð Dagbjartar í morgun á Vísi. Hægt er að lesa nánar um hann hér. „Hún sagði eitt og svo allt annað mínútu síðar, og þrætti svo fyrir það skömmu síðar,“ útskýrði rannsóknarlögreglumaðurinn fyrir dómi og bætti við að skýrslutökurnar hefðu verið erfiðar. Eina orðið sem honum datt í hug til að lýsa henni var „delusional“, það er að segja að hún væri uppfull af ranghugmyndum. Hann minntist á að hún hafi til að mynda rætt um byssuna sem varð Olaf Palme, forsætisráðherra Svíþjóðar, sem var myrtur árið 1986. Áður hefur verið greint frá því að hún hafi sagt hinn látna hafa aflað sér byssunnar sem var notuð við tilræðið. Rannsóknarlögreglumaðurinn tók fjórar skýrslur af Dagbjörtu á fjórum vikum í upphafi rannsóknarinnar. Hann segir að ranghugmyndirnar hafi minnkað eftir að á leið, en framburður hennar hafi hins vegar ekki orðið skýrari. Eyddi gögnum eftir að hafa rætt við lögreglu Annar rannsóknarlögreglumaður, sem tilkynnti Dagbjörtu um að maðurinn hefði verið úrskurðaður látinn, sagði það ekki hafa fengið á hana. Hún sagði fyrir dómi að sér hafi þótt allt rosalega sérstakt eftir að hún tilkynnti henni um andlátið. Þá sagði hann að eftir að Dagbjört hafi gefið þeim leyfi til að skoða símann sinn, og þá hafi komið í ljós að hún hafi verið eyða gögnum úr símanum sínum fyrr um kvöldið, eftir að hún talaði fyrst við lögreglu. Sá sem stjórnaði rannsókninni sagði Dagbjörtu ekki bara hafa verið handtekna vegna áverka á líkama hins látna, heldur líka vegna þess að hún hafi eytt gögnum. Farið var í aðgerðir til að endurheimta myndefni sem hún hafði eytt. Fyrrnefndi rannsóknarlögreglumaðurinn sagði að það hefði gengið vel, en talið er að takist hafi að endurheimta meira en níutíu prósent af því sem var eytt. Fyrir dómi í morgun var Dagbjört spurð út í það að hún hafi verið að eyða gögnum. Hún sagðist hafa gert það til að búa til pláss á símanum sínum sem væri fullur, og hefði orðið til þess að hún gæti ekki haft samskipti í gegnum app í símanum. Minnst var á í þinghaldinu að í lögregluskýrslu hafi hún sagst vera að eyða slæmum minningum. Góðkunningjar lögreglu Hann sagði Dagbjörtu og hinn látna eiga sögu hjá lögreglu. Lögreglumenn sem vinna á svæðinu hefðu verið vel kunnugir þeim og farið í útköll sem vörðuðu kannabisræktun, nágrannaerjur og ölvunarútköll. Eftir að þau tóku saman hafi útköllum sem tengdust honum fækkað. Lögreglumanninum minnti ekki að farið hafi verið í útköll vegna ofbeldis, en hann hafði heyrt að Dagbjört hafi beitt hann ofbeldi og hann ekki svarað fyrir sig.
Mannslát til rannsóknar í Bátavogi Dómsmál Reykjavík Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Fleiri fréttir „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Sjá meira