100 ára afmæli lýðveldisins Íslands Margrét Tryggvadóttir skrifar 26. júní 2024 07:00 Nýlega var ég í Helsinki og heimsótti þar nýja bókasafnið Oodi í miðborginni. Þangað hef ég reyndar komið áður en nú var ég í hópi sem fékk formlega leiðsögn frá safninu. Þar kom fram að safnið hafði verið afmælisgjöf til finnsku þjóðarinnar á 100 ára afmæli lýðveldisins árið 2017. Hin afmælisgjöfin var fullkominn ísbrjótur. Mikið finnst mér það fallegar gjafir þjóðar sem á enga höfn sem ekki frýs til sjálfrar sín; ísbrjótur og stórkostlegt bókasafn sem líka er svo margt fleira. Staður þar sem öll geta notið sín, óháð efnahag og uppruna. Fyrr í mánuðinum héldu stjórnvöld upp á 80 ára afmæli lýðveldisins. Ég var uppi í sveit og upptekin við annað á þjóðhátíðardaginn svo formleg hátíðarhöld hefðu sennilega farið alveg framhjá mér ef ég hefði ekki komið að gerð ágætrar bókar um fjallkonuna sem gefin var út í stóru upplagi eins og frægt er orðið. Sitt sýnist hverjum um það framtak stjórnarráðsins en ég hef einfaldan smekk þegar kemur að bókum: Því fleiri, því betra. Auk þess stóðu stjórnvöld fyrir nokkurra daga dagskrá á Þingvöllum, göngutúrum, kórlagakeppni, hátíðarkökum og ýmsu fleiru. Fyrir 30 árum var blásið til mikilla hátíðarhalda vegna 50 ára afmælis lýðveldisins, hátíðardags sem flestir minnast sem þjóðvegahátíðarinnar miklu þar sem einkabílisminn náði einhverskonar hátindi og stór hluti þjóðarinnar sat fastur í bílaröð á Þingvallaveginum í tæpan sólarhring. Í bókinni um fjallkonuna er svo greint frá hátíðarhöldunum rigningardaginn 17. júní 1944, sem nokkrir karlar skipulögðu hátíðardagskrána með þeim hætti að tugir ef ekki hundruðir annarra karla tróðu upp, héldu ræður og sýndu fimleika, glímu og víkingabúninga, svo eitthvað sé nefnt. Eina konan sem átti að gegna einhverju hlutverki var táknmynd – fjallkonan – og hún gleymdist úti í bíl, íklædd skautbúningi og fékk aldrei að flytja verðlaunaljóðið fyrir þjóðina. Sennilega erum við ekki sérlega góð í að skipuleggja svona viðburði og kannski heldur ekki neitt annað. Mér finnst oft eins og allt sé hér tilviljunum háð. Hlutirnir gerast bara einhvern veginn. Nú eru t.d. 19 ár síðan ríkið seldi Landssíma Íslands fyrir 66,7 milljarða og ætlaði að fjármagna nýtt þjóðarsjúkrahús með þeim peningum. Einmitt. Við förum vart að halda upp á 90 ára afmælið með miklum glæsibrag – en það styttist í að lýðveldið Ísland verði 100 ára. Hvað ætlum við að gera þá? Hvað viljum við og hvað þurfum við helst eftir 20 ár? Mér dettur ýmislegt í hug. Náttúruminjasafn Íslands er eitt af þremur höfuðsöfnum Íslands en á hvergi heima þótt það haldi úti fínni sýningu um vatn í Perlunni. Hvað væri Ísland án náttúrunnar? Flott safn er ekki byggt á einum degi frekar en þjóðarsjúkrahús – það þyrfti að byrja strax. Þótt nýja þjóðarsjúkrahúsið sé ekki enn komið í gagnið ættum við að vera farin að huga að því næsta. Við erum í skuld. Borgarlínan! Hver verður staðan á henni eftir 20 ár? Hvað með lest norður á Akureyri? Eða kannski háhraða lestarkerfi allan hringinn? Ég væri líka til í hjólaleiðir á milli bæja á landsbyggðinni. Ný stjórnarskrá. Hei, við eigum eina sem Alþingi gleymdi að lögfesta. Nýr gjaldmiðill og lægri vextir. Væri það eitthvað? Kolefnishlutleysi. Ekkert væri mikilvægara. Opinberar framkvæmdir taka oft óratíma – enda þarf að vanda til þeirra. (Nú er ég ekki að fullyrða að það sé alltaf gert). Ef við ætlum að skella í eitthvað betra en bollakökur og barmmerki á 100 ára afmæli lýðveldisins þyrftum við að fara að hugsa um það núna. Kannski væri best að efna til hugmyndasamkeppni meðal þjóðarinnar – fólks á öllum aldri, því þau sem eru átta ára núna verða 28 ára árið 2044. Það er einmitt það sem Finnar gerðu þegar lögð voru drög að Oodi, bókasafninu fína. Fólk á öllum aldri var spurt – og börnin vildu bæði tré og brekkur – og fengu hvoru tveggja. Höfundur er rithöfundur og áhugakona um fyrirhyggju. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein 17. júní Finnland Mest lesið Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Nýlega var ég í Helsinki og heimsótti þar nýja bókasafnið Oodi í miðborginni. Þangað hef ég reyndar komið áður en nú var ég í hópi sem fékk formlega leiðsögn frá safninu. Þar kom fram að safnið hafði verið afmælisgjöf til finnsku þjóðarinnar á 100 ára afmæli lýðveldisins árið 2017. Hin afmælisgjöfin var fullkominn ísbrjótur. Mikið finnst mér það fallegar gjafir þjóðar sem á enga höfn sem ekki frýs til sjálfrar sín; ísbrjótur og stórkostlegt bókasafn sem líka er svo margt fleira. Staður þar sem öll geta notið sín, óháð efnahag og uppruna. Fyrr í mánuðinum héldu stjórnvöld upp á 80 ára afmæli lýðveldisins. Ég var uppi í sveit og upptekin við annað á þjóðhátíðardaginn svo formleg hátíðarhöld hefðu sennilega farið alveg framhjá mér ef ég hefði ekki komið að gerð ágætrar bókar um fjallkonuna sem gefin var út í stóru upplagi eins og frægt er orðið. Sitt sýnist hverjum um það framtak stjórnarráðsins en ég hef einfaldan smekk þegar kemur að bókum: Því fleiri, því betra. Auk þess stóðu stjórnvöld fyrir nokkurra daga dagskrá á Þingvöllum, göngutúrum, kórlagakeppni, hátíðarkökum og ýmsu fleiru. Fyrir 30 árum var blásið til mikilla hátíðarhalda vegna 50 ára afmælis lýðveldisins, hátíðardags sem flestir minnast sem þjóðvegahátíðarinnar miklu þar sem einkabílisminn náði einhverskonar hátindi og stór hluti þjóðarinnar sat fastur í bílaröð á Þingvallaveginum í tæpan sólarhring. Í bókinni um fjallkonuna er svo greint frá hátíðarhöldunum rigningardaginn 17. júní 1944, sem nokkrir karlar skipulögðu hátíðardagskrána með þeim hætti að tugir ef ekki hundruðir annarra karla tróðu upp, héldu ræður og sýndu fimleika, glímu og víkingabúninga, svo eitthvað sé nefnt. Eina konan sem átti að gegna einhverju hlutverki var táknmynd – fjallkonan – og hún gleymdist úti í bíl, íklædd skautbúningi og fékk aldrei að flytja verðlaunaljóðið fyrir þjóðina. Sennilega erum við ekki sérlega góð í að skipuleggja svona viðburði og kannski heldur ekki neitt annað. Mér finnst oft eins og allt sé hér tilviljunum háð. Hlutirnir gerast bara einhvern veginn. Nú eru t.d. 19 ár síðan ríkið seldi Landssíma Íslands fyrir 66,7 milljarða og ætlaði að fjármagna nýtt þjóðarsjúkrahús með þeim peningum. Einmitt. Við förum vart að halda upp á 90 ára afmælið með miklum glæsibrag – en það styttist í að lýðveldið Ísland verði 100 ára. Hvað ætlum við að gera þá? Hvað viljum við og hvað þurfum við helst eftir 20 ár? Mér dettur ýmislegt í hug. Náttúruminjasafn Íslands er eitt af þremur höfuðsöfnum Íslands en á hvergi heima þótt það haldi úti fínni sýningu um vatn í Perlunni. Hvað væri Ísland án náttúrunnar? Flott safn er ekki byggt á einum degi frekar en þjóðarsjúkrahús – það þyrfti að byrja strax. Þótt nýja þjóðarsjúkrahúsið sé ekki enn komið í gagnið ættum við að vera farin að huga að því næsta. Við erum í skuld. Borgarlínan! Hver verður staðan á henni eftir 20 ár? Hvað með lest norður á Akureyri? Eða kannski háhraða lestarkerfi allan hringinn? Ég væri líka til í hjólaleiðir á milli bæja á landsbyggðinni. Ný stjórnarskrá. Hei, við eigum eina sem Alþingi gleymdi að lögfesta. Nýr gjaldmiðill og lægri vextir. Væri það eitthvað? Kolefnishlutleysi. Ekkert væri mikilvægara. Opinberar framkvæmdir taka oft óratíma – enda þarf að vanda til þeirra. (Nú er ég ekki að fullyrða að það sé alltaf gert). Ef við ætlum að skella í eitthvað betra en bollakökur og barmmerki á 100 ára afmæli lýðveldisins þyrftum við að fara að hugsa um það núna. Kannski væri best að efna til hugmyndasamkeppni meðal þjóðarinnar – fólks á öllum aldri, því þau sem eru átta ára núna verða 28 ára árið 2044. Það er einmitt það sem Finnar gerðu þegar lögð voru drög að Oodi, bókasafninu fína. Fólk á öllum aldri var spurt – og börnin vildu bæði tré og brekkur – og fengu hvoru tveggja. Höfundur er rithöfundur og áhugakona um fyrirhyggju.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun