Blóðgjöf - Taktu þátt Aðalsteinn Sigfússon skrifar 20. júní 2024 16:00 Fullyrða má að minnsti banki landsins sé jafnframt sá mikilvægasti fyrir alla íbúa. Hér er átt við Blóðbankann, banka sem allir Íslendingar reiða sig á, eða ættu í það minnsta að gera það. Bankinn er á sjötugasta og fyrsta ári, traustur og ábyggilegur og stendur að baki blóðgjafastarfsemi í landinu. Má segja að innlán og útlán vegist á þar sem starfsemi bankans byggist á að innlán séu hærri en útlán, þ.e. að blóðhlutar (rauð blóðkorn, blóðflögur, blóðvökvi, hvít blóðkorn) séu ávallt til staðar þegar heilbrigðisstofnanir þurfa á að halda. Framboð þarf því að haldast í hendur við eftirspurn. Hlutverk Blóðbankans er því gríðarstórt. Um það bil 80% af blóðhlutum eru nýttir á Landspítalanum og í u.þ.b.30% tilvika vegna meðferðar við krabbameini og ýmsum blóðsjúkdómum. Að auki eru blóðhlutar t.d. notaðir við fæðingar, liðskiptaaðgerðir, vegna slysa og við ýmsar stærri aðgerðir. Hér má einnig nefna notkun blóðhluta á Sjúkrahúsi Akureyrar og öðrum heilbrigðisstofnunum. Myndi heilbrigðiskerfið virka án aðgengis að blóðhlutum? Nei, því fer fjarri því fullyrða má að aðgengi að þessum lífsnauðsynlega vökva sé ein af forsendum þess. Þá komum við að megin atriði þessarar greinar; blóðgjöfum, hverjir eru þessir aðilar sem Blóðbankinn byggir á? Jú, það eru sjálfboðaliðar, u.þ.b. sex þúsund talsins, sem gefa að meðaltali tvisvar á ári. Þeir eru tilbúnir til að leggja sitt af mörkum til þeirra sem þurfa á blóðhlutum að halda. Þeir eru einnig meðvitaðir um að á milli 2.500 til 3.000 einstaklingar þurfa á blóðhlutum að halda á hverju ári og líkurnar á því að einstaklingur þurfi á blóðhlutum að halda einhvern tíma á ævinni eru 20 til 30%. Þetta eru líka einstaklingar sem hafa kynnst því með einum eða öðrum hætti hvernig blóðgjafir hafa bjargað lífi eða stuðlað að bættri heilsu. En aðallega eru þetta einstaklingar sem finna innra með sér hversu gott er að leggja sitt af mörkum til samlanda sinna. Þeir hafa gert gjafir sínar að hefð, eins konar samfélagslegri aðstoð sem byggist á samkennd, hjálpsemi og skilningi. En að því sögðu verður samt ekki undan því vikist að hvetja samlandann, alla sem eiga þess nokkurn kost, að gerast blóðgjafar. Sex þúsund blóðgjafar eru ekki nægur fjöldi til að tryggja nægt framboð til nánustu framtíðar. Mikil fjölgun íbúa, hækkun meðalaldurs og fjölgun ferðamanna með meiru kallar á þig lesandi góður að gerast blóðgjafi. Það er góð tilfinning að geta lagt öðrum lið, að vera þátttakandi í að gera samfélagið okkar betra og síðast en ekki síst að sýna ábyrgð. Og þessari grein verður ekki lokið án þess að dást að og þakka frábæru starfsfólki Blóðbankans og Blóðbankabílsins sem bíða eftir þér með glaðværð, umhyggju og virðingu. Kæri lesandi, þín er þörf, taktu þátt, sýndu ábyrgð. Allir eru velkomnir í banka allra landsmanna. Höfundur er fulltrúi í stjórn Blóðgjafafélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Blóðgjöf Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Sjá meira
Fullyrða má að minnsti banki landsins sé jafnframt sá mikilvægasti fyrir alla íbúa. Hér er átt við Blóðbankann, banka sem allir Íslendingar reiða sig á, eða ættu í það minnsta að gera það. Bankinn er á sjötugasta og fyrsta ári, traustur og ábyggilegur og stendur að baki blóðgjafastarfsemi í landinu. Má segja að innlán og útlán vegist á þar sem starfsemi bankans byggist á að innlán séu hærri en útlán, þ.e. að blóðhlutar (rauð blóðkorn, blóðflögur, blóðvökvi, hvít blóðkorn) séu ávallt til staðar þegar heilbrigðisstofnanir þurfa á að halda. Framboð þarf því að haldast í hendur við eftirspurn. Hlutverk Blóðbankans er því gríðarstórt. Um það bil 80% af blóðhlutum eru nýttir á Landspítalanum og í u.þ.b.30% tilvika vegna meðferðar við krabbameini og ýmsum blóðsjúkdómum. Að auki eru blóðhlutar t.d. notaðir við fæðingar, liðskiptaaðgerðir, vegna slysa og við ýmsar stærri aðgerðir. Hér má einnig nefna notkun blóðhluta á Sjúkrahúsi Akureyrar og öðrum heilbrigðisstofnunum. Myndi heilbrigðiskerfið virka án aðgengis að blóðhlutum? Nei, því fer fjarri því fullyrða má að aðgengi að þessum lífsnauðsynlega vökva sé ein af forsendum þess. Þá komum við að megin atriði þessarar greinar; blóðgjöfum, hverjir eru þessir aðilar sem Blóðbankinn byggir á? Jú, það eru sjálfboðaliðar, u.þ.b. sex þúsund talsins, sem gefa að meðaltali tvisvar á ári. Þeir eru tilbúnir til að leggja sitt af mörkum til þeirra sem þurfa á blóðhlutum að halda. Þeir eru einnig meðvitaðir um að á milli 2.500 til 3.000 einstaklingar þurfa á blóðhlutum að halda á hverju ári og líkurnar á því að einstaklingur þurfi á blóðhlutum að halda einhvern tíma á ævinni eru 20 til 30%. Þetta eru líka einstaklingar sem hafa kynnst því með einum eða öðrum hætti hvernig blóðgjafir hafa bjargað lífi eða stuðlað að bættri heilsu. En aðallega eru þetta einstaklingar sem finna innra með sér hversu gott er að leggja sitt af mörkum til samlanda sinna. Þeir hafa gert gjafir sínar að hefð, eins konar samfélagslegri aðstoð sem byggist á samkennd, hjálpsemi og skilningi. En að því sögðu verður samt ekki undan því vikist að hvetja samlandann, alla sem eiga þess nokkurn kost, að gerast blóðgjafar. Sex þúsund blóðgjafar eru ekki nægur fjöldi til að tryggja nægt framboð til nánustu framtíðar. Mikil fjölgun íbúa, hækkun meðalaldurs og fjölgun ferðamanna með meiru kallar á þig lesandi góður að gerast blóðgjafi. Það er góð tilfinning að geta lagt öðrum lið, að vera þátttakandi í að gera samfélagið okkar betra og síðast en ekki síst að sýna ábyrgð. Og þessari grein verður ekki lokið án þess að dást að og þakka frábæru starfsfólki Blóðbankans og Blóðbankabílsins sem bíða eftir þér með glaðværð, umhyggju og virðingu. Kæri lesandi, þín er þörf, taktu þátt, sýndu ábyrgð. Allir eru velkomnir í banka allra landsmanna. Höfundur er fulltrúi í stjórn Blóðgjafafélagsins.
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun