Loks eignast Ísland mannréttindastofnun Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 20. júní 2024 14:31 Nú hillir undir samþykkt Alþingis á frumvarpi okkar Vinstri grænna um að setja á fót Mannréttindastofnun Íslands. Um er að ræða nýja stofnun sem heyrir undir Alþingi sem verður sjálfstæð og óháð stofnun með sambærilegum hætti og umboðsmaður Alþingis og ríkisendurskoðandi. Ísland er eitt örfárra ríkja í Evrópu sem ekki hefur sjálfstæða mannréttindastofnun. Nú breytist það sem er mikið fagnaðarefni. Forsenda lögfestingar Samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks Mannréttindastofnun mun vinna að því að efla mannréttindi á öllum sviðum samfélagsins og veita bæði hinu opinbera og einkaaðilum aðhald. Þá á hún að hvetja til og stuðla að rannsóknum á sviði mannréttinda og afla upplýsinga um stöðu mannréttinda sem munu gagnast við stefnumótun og lagasetningu. Þá mun Mannréttindastofnun gegna fræðsluhlutverki og efla vitundarvakningu um mannréttindi. Mannréttindastofnun mun hafa eftirlit með framkvæmd laga og mannréttindasamninga sem íslenska ríkið er aðili að. Stofnunin er ein forsenda þess að Ísland standi við skuldbindingar sínar gagnvart samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Mannréttindastofnun verður falið eftirlit með framkvæmd samningsins en í samningnum er beinlínis gert ráð fyrir að starfandi sé sjálfstæð innlend mannréttindastofnun. Í Landsáætlun í málefnum fatlaðs fólks, sem ég fékk samþykkta á Alþingi í mars, er einnig kveðið á um lögfestingu samningsins sem er næsta stóra skrefið í að auka mannréttindi fatlaðs fólks á Íslandi. Mannréttindastofnun mun einnig hafa eftirlit með framkvæmd samnings Sameinuðu þjóðanna um afnám allrar mismununar gagnvart konum (CEDAW). Bæði Mannréttindastofnun og lögfesting samnings Samning sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks eru verkefni í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Hvoru tveggja eru stór mál í réttindabaráttu fatlaðs fólks sem ég hef beitt mér fyrir á undanförnum árum. Ég er stoltur að við séum nú að stíga þetta mikilvæga skref í átt að lögfestingu samningsins með því að samþykkja að koma á fót Mannréttindastofnun Íslands. Það er sannarlega tími til kominn. Stórt hlutverk Mannréttindastofnun er ætlað stórt og viðamikið hlutverk í samfélaginu og mun aðstoða og leiðbeina öllum sem til hennar leita. Það mun gagnast öllum en þó líklega mest jaðarsettum hópum sem eru sérstaklega útsettir fyrir mannréttindabrotum. Stofnunin mun því stuðla að auknu jafnrétti og réttlæti á Íslandi. Höfundur er formaður Vinstri grænna og félags- og vinnumarkaðsráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Guðbrandsson Vinstri græn Mannréttindi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Rekstur hins opinbera Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Nú hillir undir samþykkt Alþingis á frumvarpi okkar Vinstri grænna um að setja á fót Mannréttindastofnun Íslands. Um er að ræða nýja stofnun sem heyrir undir Alþingi sem verður sjálfstæð og óháð stofnun með sambærilegum hætti og umboðsmaður Alþingis og ríkisendurskoðandi. Ísland er eitt örfárra ríkja í Evrópu sem ekki hefur sjálfstæða mannréttindastofnun. Nú breytist það sem er mikið fagnaðarefni. Forsenda lögfestingar Samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks Mannréttindastofnun mun vinna að því að efla mannréttindi á öllum sviðum samfélagsins og veita bæði hinu opinbera og einkaaðilum aðhald. Þá á hún að hvetja til og stuðla að rannsóknum á sviði mannréttinda og afla upplýsinga um stöðu mannréttinda sem munu gagnast við stefnumótun og lagasetningu. Þá mun Mannréttindastofnun gegna fræðsluhlutverki og efla vitundarvakningu um mannréttindi. Mannréttindastofnun mun hafa eftirlit með framkvæmd laga og mannréttindasamninga sem íslenska ríkið er aðili að. Stofnunin er ein forsenda þess að Ísland standi við skuldbindingar sínar gagnvart samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Mannréttindastofnun verður falið eftirlit með framkvæmd samningsins en í samningnum er beinlínis gert ráð fyrir að starfandi sé sjálfstæð innlend mannréttindastofnun. Í Landsáætlun í málefnum fatlaðs fólks, sem ég fékk samþykkta á Alþingi í mars, er einnig kveðið á um lögfestingu samningsins sem er næsta stóra skrefið í að auka mannréttindi fatlaðs fólks á Íslandi. Mannréttindastofnun mun einnig hafa eftirlit með framkvæmd samnings Sameinuðu þjóðanna um afnám allrar mismununar gagnvart konum (CEDAW). Bæði Mannréttindastofnun og lögfesting samnings Samning sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks eru verkefni í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Hvoru tveggja eru stór mál í réttindabaráttu fatlaðs fólks sem ég hef beitt mér fyrir á undanförnum árum. Ég er stoltur að við séum nú að stíga þetta mikilvæga skref í átt að lögfestingu samningsins með því að samþykkja að koma á fót Mannréttindastofnun Íslands. Það er sannarlega tími til kominn. Stórt hlutverk Mannréttindastofnun er ætlað stórt og viðamikið hlutverk í samfélaginu og mun aðstoða og leiðbeina öllum sem til hennar leita. Það mun gagnast öllum en þó líklega mest jaðarsettum hópum sem eru sérstaklega útsettir fyrir mannréttindabrotum. Stofnunin mun því stuðla að auknu jafnrétti og réttlæti á Íslandi. Höfundur er formaður Vinstri grænna og félags- og vinnumarkaðsráðherra.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar