Segir blekkingu að halda því fram að hægt sé að tortíma Hamas Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. júní 2024 07:53 Daniel Hagari hefur verið andlit Ísraelshers frá því að aðgerðir hófust í kjölfar árása Hamas 7. október sl. Getty/Amir Levy Ísrael getur ekki sigrast á Hamas án þess að sjá til þess að ný stjórnvöld taki við á Gasa, segir talsmaður Ísraelshers. Ummæli hans í gær virðast benda til þess að upp sé kominn ágreiningur milli hersins og stjórnvalda um framhald átaka á Gasa. „Að halda því fram að það sé hægt að tortíma Hamas, að láta Hamas hverfa, er að kasta sandi í augu almennings,“ sagði Daniel Hagari í viðtali í gær en stjórnvöld, og ekki síst forsætisráðherrann Benjamin Netanayhu, hafa ítrekað staðhæft að ekkert lát verði á aðgerðum fyrr en Hamas hefur verið eytt. Hagari gaf í skyn að það kynni að taka langan tíma að finna eitthvað til að koma í staðinn fyrir Hamas en samtökin væru „hugmynd“ ekki síður en pólitísk hreyfing, sem hefði verið „ræktuð í hjörtum fólks“. Hann sagði framhaldið á forræði stjórnvalda og að herinn myndi fara að fyrirmælum þeirra. Skrifstofa Netanyahu sendi frá sér yfirlýsingu í gær, í kjölfar ummæla Hagari, og ítrekaði að tortíming Hamas væri eitt af markmiðum aðgerða Ísraelsmanna á Gasa og að herinn stefndi að sjálfsögðu að því. Forsætisráðherrann sætir síauknum þrýstingi, bæði heima fyrir og utan frá, um að leggja fram áætlun um framtíð Gasa þegar átökum lýkur. Varnarmálaráðherrann Yoav Gallant sagði til að mynda í síðasta mánuði að það yrði æ líklegra að annað af tvennu myndi gerast; að Hamas yrðu áfram við völd á Gasa eða að Ísraelar neyddust til að vera með fasta viðveru á svæðinu. Samstarfsmenn Netanyahu í ríkisstjórn hafa sumir kallað eftir því að Palestínumenn verði flæmdir á brott og nýjar byggðir Ísraelsmanna reistar á svæðinu. Forsætisráðherrann hefur hins vegar hafnað þessum hugmyndum og sagði í gær að samstarfsflokkarnir þyrftu að taka sig taki; leggja annað til hliðar og einbeita sér að stríðinu við Hamas. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hernaður Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Innlent Fleiri fréttir Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Sjá meira
„Að halda því fram að það sé hægt að tortíma Hamas, að láta Hamas hverfa, er að kasta sandi í augu almennings,“ sagði Daniel Hagari í viðtali í gær en stjórnvöld, og ekki síst forsætisráðherrann Benjamin Netanayhu, hafa ítrekað staðhæft að ekkert lát verði á aðgerðum fyrr en Hamas hefur verið eytt. Hagari gaf í skyn að það kynni að taka langan tíma að finna eitthvað til að koma í staðinn fyrir Hamas en samtökin væru „hugmynd“ ekki síður en pólitísk hreyfing, sem hefði verið „ræktuð í hjörtum fólks“. Hann sagði framhaldið á forræði stjórnvalda og að herinn myndi fara að fyrirmælum þeirra. Skrifstofa Netanyahu sendi frá sér yfirlýsingu í gær, í kjölfar ummæla Hagari, og ítrekaði að tortíming Hamas væri eitt af markmiðum aðgerða Ísraelsmanna á Gasa og að herinn stefndi að sjálfsögðu að því. Forsætisráðherrann sætir síauknum þrýstingi, bæði heima fyrir og utan frá, um að leggja fram áætlun um framtíð Gasa þegar átökum lýkur. Varnarmálaráðherrann Yoav Gallant sagði til að mynda í síðasta mánuði að það yrði æ líklegra að annað af tvennu myndi gerast; að Hamas yrðu áfram við völd á Gasa eða að Ísraelar neyddust til að vera með fasta viðveru á svæðinu. Samstarfsmenn Netanyahu í ríkisstjórn hafa sumir kallað eftir því að Palestínumenn verði flæmdir á brott og nýjar byggðir Ísraelsmanna reistar á svæðinu. Forsætisráðherrann hefur hins vegar hafnað þessum hugmyndum og sagði í gær að samstarfsflokkarnir þyrftu að taka sig taki; leggja annað til hliðar og einbeita sér að stríðinu við Hamas.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hernaður Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Innlent Fleiri fréttir Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Sjá meira