Loksins ábyrg og öfgalaus útlendingapólitík í Samfylkingunni Gunnar Jörgen Viggósson skrifar 20. júní 2024 09:31 Þegar Kristrún Frostadóttir tók við formannshlutverki í Samfylkingunni lofaði hún flokksmönnum og almenningi öllum að undir hennar forystu myndi Samfylkingin sýna hæfni og styrk í stjórnarandstöðu. „Það gerum við með því að vera ábyrg. Ekki með því að skora ódýr stig. Ekki með því að eltast við „like“ eða lúta þeim sem hafa hæst á samfélagsmiðlum, þeim sem eru reiðastir í þjóðmálaumræðunni og nota stærstu orðin. Við verðum að brjótast út úr bergmálshellinum.“ Þetta hefur Kristrúnu og Samfylkingunni tekist með lofsverðum hætti síðastliðin tvö ár og fyrir vikið er Samfylkingin orðin sá flokkur sem flestir treysta fyrir landstjórninni samkvæmt skoðanakönnunum. Undanfarna mánuði hefur talsvert verið fjallað um afstöðu Samfylkingarinnar í útlendingamálum. Margir skynja breytingar hjá flokknum eftir að Helga Vala Helgadóttir vék af þingi og hætti að vera helsti talsmaður Samfylkingar í málum er varða hælisleitendur og flóttafólk. Afstaða Kristrúnar Frostadóttur og meirihluta þeirra sem skipa núverandi þingflokk virðist vera talsvert nær þeirri afstöðu sem systurflokkar Samfylkingar t.d. í Noregi, Svíþjóð, Þýskalandi og Bretlandi hafa tekið. Þessir flokkar leggja áherslu á mannúðlega móttöku flóttafólks en loka þó ekki augunum fyrir því að það eru takmörk fyrir því hversu mörgum er hægt að taka sómasamlega á móti á hverjum tíma og að það hversu opið eða lokað regluverkið er í hverju ríki fyrir sig hefur áhrif á það hversu margir sækja um vernd á hverjum stað. Nýlega sagði bæjarfulltrúi í Garðabæ sig úr Samfylkingunni vegna óánægju með afstöðu þingflokksins til útlendingafrumvarps Guðrúnar Hafsteinsdóttur. Að mati bæjarfulltrúans og skoðanasystkina hennar er Samfylkingin búin að kasta mannréttindum út á hafsauga með því að leggjast ekki eindregið gegn öllum helstu breytingum frumvarpsins og berjast ekki eins og ljón gegn breytingunum í þingsal. Þá hefur verið látið í veðri vaka að Samfylkingin hafi skilað auðu og ekki tekið afstöðu. Raunin er hins vegar sú að flokkurinn tók afdráttarlausa afstöðu til hvers einasta ákvæðis frumvarpsins og rökstuddi mál sitt með nokkuð ítarlegum hætti, bæði út frá sjónarmiðum um mannúð og skilvirkni. Eins og fram kemur í nefndaráliti Dagbjartar Hákonardóttir þingkonu Samfylkingarinnar sem er eftirmaður Helgu Völu Helgadóttur í allsherjar- og menntamálanefnd studdi Samfylkingin þær breytingar frumvarpsins sem taldar voru „til þess fallnar að auka skilvirkni, hraða málsmeðferð og færa íslenska útlendingalöggjöf nær lagaumhverfi nágrannaríkja okkar“. Dagbjört lagði til breytingar á frumvarpinu sem hefðu fært íslenska útlendingalöggjöf nær þeirri norsku. Þær voru felldar af stjórnarmeirihlutanum á Alþingi. Samfylkingin lagðist svo eindregið gegn dönsku reglunni sem stjórnarmeirihlutinn vildi innleiða um sérstakan 2 ára biðtíma vegna fjölskyldusameininga. „Breytingarnar eru til þess fallnar að valda flóttafólki vanlíðan, skapa einangrun og grafa undan farsælli inngildingu,“ segir í nefndaráliti Dagbjartar. „Jafnframt munu þær skapa réttarágreining í stjórnsýslu útlendingamála sem áður hefur ekki verið til staðar og vinna þannig gegn markmiðum um aukna skilvirkni og hraðari málsmeðferð.“ Í ljósi þess að þingflokkurinn hafði stutt mörg heillavænleg ákvæði frumvarpsins en hafnað öðrum var eðlilegast í stöðunni að greiða ekki atkvæði við lokaafgreiðslu málsins. Að reyna að mála slíkt upp sem alvarlegt afstöðuleysi eða einhvers konar aðför að mannréttindum dæmir sig sjálft. Að greiða atkvæði gegn máli þar sem Samfylkingin studdi mörg veigamikil atriði hefði verið merkingarlítil dyggðaskreyting; hefði kannski friðað háværasta fólkið á samfélagsmiðlum en engu breytt. Ég fann mig knúinn til að koma Samfylkingunni til varnar eftir að hafa fylgst með umræðu undanfarinna daga. En kannski er það óþarfi. Kristrún Frostadóttir og liðsfélagar hennar hafa sýnt að þau láta svona upphlaup ekki setja sig út af laginu. Nýja Samfylkingin hlýtur að halda sínu striki, með ábyrgum og öfgalausum málflutningi í útlendingamálum þar sem raunsæi og mannúð fara saman. Það hefur verið skortur á slíku í íslenskum stjórnmálum. Höfundur er frumkvöðull. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Alþingi Innflytjendamál Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar Kristrún Frostadóttir tók við formannshlutverki í Samfylkingunni lofaði hún flokksmönnum og almenningi öllum að undir hennar forystu myndi Samfylkingin sýna hæfni og styrk í stjórnarandstöðu. „Það gerum við með því að vera ábyrg. Ekki með því að skora ódýr stig. Ekki með því að eltast við „like“ eða lúta þeim sem hafa hæst á samfélagsmiðlum, þeim sem eru reiðastir í þjóðmálaumræðunni og nota stærstu orðin. Við verðum að brjótast út úr bergmálshellinum.“ Þetta hefur Kristrúnu og Samfylkingunni tekist með lofsverðum hætti síðastliðin tvö ár og fyrir vikið er Samfylkingin orðin sá flokkur sem flestir treysta fyrir landstjórninni samkvæmt skoðanakönnunum. Undanfarna mánuði hefur talsvert verið fjallað um afstöðu Samfylkingarinnar í útlendingamálum. Margir skynja breytingar hjá flokknum eftir að Helga Vala Helgadóttir vék af þingi og hætti að vera helsti talsmaður Samfylkingar í málum er varða hælisleitendur og flóttafólk. Afstaða Kristrúnar Frostadóttur og meirihluta þeirra sem skipa núverandi þingflokk virðist vera talsvert nær þeirri afstöðu sem systurflokkar Samfylkingar t.d. í Noregi, Svíþjóð, Þýskalandi og Bretlandi hafa tekið. Þessir flokkar leggja áherslu á mannúðlega móttöku flóttafólks en loka þó ekki augunum fyrir því að það eru takmörk fyrir því hversu mörgum er hægt að taka sómasamlega á móti á hverjum tíma og að það hversu opið eða lokað regluverkið er í hverju ríki fyrir sig hefur áhrif á það hversu margir sækja um vernd á hverjum stað. Nýlega sagði bæjarfulltrúi í Garðabæ sig úr Samfylkingunni vegna óánægju með afstöðu þingflokksins til útlendingafrumvarps Guðrúnar Hafsteinsdóttur. Að mati bæjarfulltrúans og skoðanasystkina hennar er Samfylkingin búin að kasta mannréttindum út á hafsauga með því að leggjast ekki eindregið gegn öllum helstu breytingum frumvarpsins og berjast ekki eins og ljón gegn breytingunum í þingsal. Þá hefur verið látið í veðri vaka að Samfylkingin hafi skilað auðu og ekki tekið afstöðu. Raunin er hins vegar sú að flokkurinn tók afdráttarlausa afstöðu til hvers einasta ákvæðis frumvarpsins og rökstuddi mál sitt með nokkuð ítarlegum hætti, bæði út frá sjónarmiðum um mannúð og skilvirkni. Eins og fram kemur í nefndaráliti Dagbjartar Hákonardóttir þingkonu Samfylkingarinnar sem er eftirmaður Helgu Völu Helgadóttur í allsherjar- og menntamálanefnd studdi Samfylkingin þær breytingar frumvarpsins sem taldar voru „til þess fallnar að auka skilvirkni, hraða málsmeðferð og færa íslenska útlendingalöggjöf nær lagaumhverfi nágrannaríkja okkar“. Dagbjört lagði til breytingar á frumvarpinu sem hefðu fært íslenska útlendingalöggjöf nær þeirri norsku. Þær voru felldar af stjórnarmeirihlutanum á Alþingi. Samfylkingin lagðist svo eindregið gegn dönsku reglunni sem stjórnarmeirihlutinn vildi innleiða um sérstakan 2 ára biðtíma vegna fjölskyldusameininga. „Breytingarnar eru til þess fallnar að valda flóttafólki vanlíðan, skapa einangrun og grafa undan farsælli inngildingu,“ segir í nefndaráliti Dagbjartar. „Jafnframt munu þær skapa réttarágreining í stjórnsýslu útlendingamála sem áður hefur ekki verið til staðar og vinna þannig gegn markmiðum um aukna skilvirkni og hraðari málsmeðferð.“ Í ljósi þess að þingflokkurinn hafði stutt mörg heillavænleg ákvæði frumvarpsins en hafnað öðrum var eðlilegast í stöðunni að greiða ekki atkvæði við lokaafgreiðslu málsins. Að reyna að mála slíkt upp sem alvarlegt afstöðuleysi eða einhvers konar aðför að mannréttindum dæmir sig sjálft. Að greiða atkvæði gegn máli þar sem Samfylkingin studdi mörg veigamikil atriði hefði verið merkingarlítil dyggðaskreyting; hefði kannski friðað háværasta fólkið á samfélagsmiðlum en engu breytt. Ég fann mig knúinn til að koma Samfylkingunni til varnar eftir að hafa fylgst með umræðu undanfarinna daga. En kannski er það óþarfi. Kristrún Frostadóttir og liðsfélagar hennar hafa sýnt að þau láta svona upphlaup ekki setja sig út af laginu. Nýja Samfylkingin hlýtur að halda sínu striki, með ábyrgum og öfgalausum málflutningi í útlendingamálum þar sem raunsæi og mannúð fara saman. Það hefur verið skortur á slíku í íslenskum stjórnmálum. Höfundur er frumkvöðull.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun