Parið greindi frá kyni barnsins í myndbandi á Instagram í dag. Þar sjást þau hleypa af bleikum konfettísprengjum á sólarströnd. „Prinsessa Logadóttir væntanleg í ágúst,“ stendur við færsluna. Þau greindu frá því að þau ættu von á barni á sumardaginn fyrsta.
Inga Tinna og Logi fóru að stinga saman nefjum í upphafi ársins 2023. Bæði hafa getið sér góðs orðs innan sinna starfsgreina. Inga sem frumkvöðull á sviði hugbúnaðarlausna og Logi í handboltanum.
Stúlkan verður fyrsta barn Ingu en fyir á Logi tvö börn.