Ísland að detta úr tísku Bjarki Sigurðsson skrifar 17. júní 2024 19:00 Hjalti Már Einarsson er viðskiptaþróunarstjóri hjá Datera. Vísir/Arnar Staðan í ferðamennskunni út árið er grafalvarleg að sögn sérfræðings í starfrænni markaðssetningu. Ísland er nánast að detta úr tísku hjá ferðamönnum um allan heim. Árin 2004 til 2015 var leitaráhugi á Íslandi og Noregi hjá Bretum, næstalgengasta þjóðerni ferðamanna á Íslandi, á svipuðu róli. Leitaráhuginn hrundi í Covid en rauk aftur upp árið 2022. Síðan þá hefur hann farið ögn niður á við hjá Íslandi, á meðan í Noregi, þar sem ferðamenn sækja í svipaðar afþreyingar og verðlag er svipað, er áhuginn í hæstu hæðum. Leitaráhugi Breta á Íslandi og Noregi hefur gjörbreyst.Datera Hjalti Már Einarsson, sérfræðingur hjá Datera, sem rýndi í bresku gögnin, segir þetta sýna fram á að staðan sé grafalvarleg. „Við erum ekki að ná þeim áhuga sem Ísland hafði fyrir Covid. Samkeppnislönd okkar eru á miklu skriði og hafa náð leitaráhugann sem var fyrir Covid og gott betur,“ segir Hjalti. Hann segir ríkið setja litla sem enga fjármuni í neytendamarkaðssetningu. Þá fjalli erlendir miðlar ekki jafn mikið um Ísland lengur, líkt og sjá má í þessari grein Expedia. Þar er fjallað um heitustu áfangastaðina á norðurljósametárinu 2024, en Ísland er ekki með þar. „Einkafyrirtæki ein og sér geta ekki borið uppi markaðssetningu á heilum áfangastað. Þannig við sem áfangastaður, sem heild, þurfum að gera betur og þar þarf hið opinbera að stíga inn í. Það er alveg klárt,“ segir Hjalti. Á þessu ári hefur gistinóttum ferðamanna hér á landi fækkað og eyða ferðamenn minna en áður á meðan þeir dvelja á Íslandi. Miðað við gögn Datera heldur sú þróun áfram. Gögn Seðlabankans sýna fram á að fylgni sé á milli Google-leita og ferðalaga til Íslands. Mynd frá Seðlabankanum sem sýnir fylgni Google-leita og ferðalaga til Íslands.Seðlabankinn „Við viljum meina það að þetta sé hinn rétti hitamælir á það hvernig staðan er í íslenskri ferðaþjónustu og hvernig horfurnar eru til lengri tíma,“ segir Hjalti. Ferðamennska á Íslandi Auglýsinga- og markaðsmál Verðlag Google Bretland Noregur Mest lesið Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Sjá meira
Árin 2004 til 2015 var leitaráhugi á Íslandi og Noregi hjá Bretum, næstalgengasta þjóðerni ferðamanna á Íslandi, á svipuðu róli. Leitaráhuginn hrundi í Covid en rauk aftur upp árið 2022. Síðan þá hefur hann farið ögn niður á við hjá Íslandi, á meðan í Noregi, þar sem ferðamenn sækja í svipaðar afþreyingar og verðlag er svipað, er áhuginn í hæstu hæðum. Leitaráhugi Breta á Íslandi og Noregi hefur gjörbreyst.Datera Hjalti Már Einarsson, sérfræðingur hjá Datera, sem rýndi í bresku gögnin, segir þetta sýna fram á að staðan sé grafalvarleg. „Við erum ekki að ná þeim áhuga sem Ísland hafði fyrir Covid. Samkeppnislönd okkar eru á miklu skriði og hafa náð leitaráhugann sem var fyrir Covid og gott betur,“ segir Hjalti. Hann segir ríkið setja litla sem enga fjármuni í neytendamarkaðssetningu. Þá fjalli erlendir miðlar ekki jafn mikið um Ísland lengur, líkt og sjá má í þessari grein Expedia. Þar er fjallað um heitustu áfangastaðina á norðurljósametárinu 2024, en Ísland er ekki með þar. „Einkafyrirtæki ein og sér geta ekki borið uppi markaðssetningu á heilum áfangastað. Þannig við sem áfangastaður, sem heild, þurfum að gera betur og þar þarf hið opinbera að stíga inn í. Það er alveg klárt,“ segir Hjalti. Á þessu ári hefur gistinóttum ferðamanna hér á landi fækkað og eyða ferðamenn minna en áður á meðan þeir dvelja á Íslandi. Miðað við gögn Datera heldur sú þróun áfram. Gögn Seðlabankans sýna fram á að fylgni sé á milli Google-leita og ferðalaga til Íslands. Mynd frá Seðlabankanum sem sýnir fylgni Google-leita og ferðalaga til Íslands.Seðlabankinn „Við viljum meina það að þetta sé hinn rétti hitamælir á það hvernig staðan er í íslenskri ferðaþjónustu og hvernig horfurnar eru til lengri tíma,“ segir Hjalti.
Ferðamennska á Íslandi Auglýsinga- og markaðsmál Verðlag Google Bretland Noregur Mest lesið Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Sjá meira