Fyrirsjáanleiki til framtíðar Guðrún Halla Finnsdóttir og Valur Ægisson skrifa 12. júní 2024 09:30 Uppbygging raforkuvinnslu hér á landi hefur lengi tengst uppbyggingu stórra, orkusækinna fyrirtækja sem hafa með langtíma orkusamningum tryggt að fjárfesting í raforkuvinnslu sé réttlætanleg. Lengi vel hvöttu íslensk stjórnvöld til fjárfestinga sem leiddu saman öruggt fjármagn og nægt framboð á íslenskri orku og greiddu götu þeirra fyrirtækja sem sýndu því áhuga að starfa hér á landi. Þetta viðskiptafyrirkomulag skilaði góðum árangri fyrir þjóðarbúið, 100% endurnýjanlegri vinnslu raforku með hámarks nýtingu og samkeppnishæfu umhverfi fyrir stórnotendur. Þá hefur almenningur haft öruggt aðgengi að orku á lágu og stöðugu verði. Samstarfið leiddi til þess að hér á landi starfa öflug iðnfyrirtæki sem og stór, arðbær orkufyrirtæki. Saman móta þau kjölfestu efnahagslífsins. Nær öll raforka sem framleidd er á Íslandi er unnin á endurnýjanlegan hátt og okkur hefur hingað til tekist vel að móta orkustefnu sem byggir á þremur meginstoðum; endurnýjanleika, orkuöryggi og samkeppnishæfni. Eftirspurn eftir endurnýjanlegri orku í heiminum hefur aldrei verið meiri og Ísland er þar í kjörstöðu. Augljós kostur þess að nýta endurnýjanlega orku við iðnað er að framleidd vara verður eins umhverfisvæn og hægt er. Sala iðnaðarvöru skilar líka miklu til þjóðarbúsins í formi útflutningstekna og gerir orkuna okkar þar með að góðri söluvöru. Við eigum að byggja á reynslu vel heppnaðrar uppbyggingar undanfarinna áratuga, halda áfram að horfa til lengri tíma en fylgjast um leið vel með þróun í náinni framtíð. Landsvirkjun hefur tekið af öll tvímæli um að áhersla fyrirtækisins á næstu árum verði á aukna almenna raforkunotkun í samfélaginu og á innlend orkuskipti, einnig á aukna stafræna vegferð en ekki síst að styðja við framþróun stórnotenda. Það hefur orkufyrirtæki þjóðarinnar gert frá stofnun en nýir tímar skapa ný tækifæri til að efla samkeppnishæfni þeirra og auka framleiðslu á virðisaukandi vöru, til hagsbóta fyrir samfélagið allt. Blikur á lofti Íslenska raforkukerfið, byggt á endurnýjanlegri orku, er fyrirmynd í rekstri orkukerfa. Nú eru hins vegar blikur á lofti. Við stöndum frammi fyrir þeirri hættu að samkeppnishæfni landsins skaðist, að landið teljist ekki lengur eftirsóknarverður staður fyrir (raf)orkusækinn iðnað. Síaukin eftirspurn eftir raforkunni kallar á aðgerðir. Eftir rannsóknir árum, jafnvel áratugum saman á æskilegum virkjanakostum er mál til komið að bretta upp ermar og ráðast í frekari orkuöflun. Hingað til hefur gangur mála verið sá að jafnvel þótt sjálft löggjafarþingið lýsi mjög skýrum vilja sínum með afgreiðslu rammaáætlunar – og þá eftir margra ára umfjöllun – þá tekur við leyfisveitingaferli sem bætir enn fjölmörgum árum við undirbúningstímann. Fæst orkufyrirtæki hafa nægilegt þolinmótt fjármagn til að festa í undirbúningi í áratugi. Raforkuöryggi almennings er ógnað ef orkufyrirtækin ná ekki að tryggja framboð. Sama gildir auðvitað um fyrirtækin, frá þeim smæstu til stærstu, sem verða að fá tryggt rafmagn fyrir núverandi starfsemi sína og möguleika á að þróa þá starfsemi áfram. Það er í raun alveg sama á hvaða hátt við tengjumst raforkunni, öll höfum við þörf fyrir meiri orku og fyrirsjáanleika til lengri tíma. Hámörkum verðmæti orkunnar Öflug ríki eru stolt af iðnaði sínum og leggja sig fram um að skapa samkeppnishæf rekstrarskilyrði. Í Evrópu og Bandaríkjunum hafa stjórnvöld loks vaknað upp af vondum draumi eftir að hafa skapað óvinveitt umhverfi fyrir iðnað og bregðast nú við. Verð orkunnar er einn þáttur sem taka þarf með í reikninginn, en samkeppnishæfni byggir á fjölmörgum mikilvægum þáttum sem hafa þarf í huga við mótun framtíðarstefnu. Landsvirkjun og Norðurál hafa verið í samstarfi í áratugi og bæði notið góðs af. Eins og í öllum langtímasamböndum þarf að takast á við áskoranir og leysa hin ýmsu mál en með mikilli vinnu og vilja til að halda áfram verðmætasköpun hefur það alltaf tekist. Báðum aðilum er ljóst að til að skapa góðan rekstrargrundvöll og til að undirstöður raforkukerfisins á Íslandi haldist sterkar þarf öflug raforkufyrirtæki og burðuga stórnotendur raforku. Það er öllum Íslendingum í hag að hámarka verðmæti endurnýjanlegu raforkunnar, en það verður ekki gert með skammtímasjónarmið að leiðarljósi heldur vel ígrundaðri og útfærðri stefnu og eftirfylgni. Fyrirsjáanleiki til framtíðar er eðlileg krafa. Guðrún Halla er framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Norðuráli og Valur er forstöðumaður viðskiptastýringar hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Valur Ægisson Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Halldór 17.05.2025 Halldór Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Uppbygging raforkuvinnslu hér á landi hefur lengi tengst uppbyggingu stórra, orkusækinna fyrirtækja sem hafa með langtíma orkusamningum tryggt að fjárfesting í raforkuvinnslu sé réttlætanleg. Lengi vel hvöttu íslensk stjórnvöld til fjárfestinga sem leiddu saman öruggt fjármagn og nægt framboð á íslenskri orku og greiddu götu þeirra fyrirtækja sem sýndu því áhuga að starfa hér á landi. Þetta viðskiptafyrirkomulag skilaði góðum árangri fyrir þjóðarbúið, 100% endurnýjanlegri vinnslu raforku með hámarks nýtingu og samkeppnishæfu umhverfi fyrir stórnotendur. Þá hefur almenningur haft öruggt aðgengi að orku á lágu og stöðugu verði. Samstarfið leiddi til þess að hér á landi starfa öflug iðnfyrirtæki sem og stór, arðbær orkufyrirtæki. Saman móta þau kjölfestu efnahagslífsins. Nær öll raforka sem framleidd er á Íslandi er unnin á endurnýjanlegan hátt og okkur hefur hingað til tekist vel að móta orkustefnu sem byggir á þremur meginstoðum; endurnýjanleika, orkuöryggi og samkeppnishæfni. Eftirspurn eftir endurnýjanlegri orku í heiminum hefur aldrei verið meiri og Ísland er þar í kjörstöðu. Augljós kostur þess að nýta endurnýjanlega orku við iðnað er að framleidd vara verður eins umhverfisvæn og hægt er. Sala iðnaðarvöru skilar líka miklu til þjóðarbúsins í formi útflutningstekna og gerir orkuna okkar þar með að góðri söluvöru. Við eigum að byggja á reynslu vel heppnaðrar uppbyggingar undanfarinna áratuga, halda áfram að horfa til lengri tíma en fylgjast um leið vel með þróun í náinni framtíð. Landsvirkjun hefur tekið af öll tvímæli um að áhersla fyrirtækisins á næstu árum verði á aukna almenna raforkunotkun í samfélaginu og á innlend orkuskipti, einnig á aukna stafræna vegferð en ekki síst að styðja við framþróun stórnotenda. Það hefur orkufyrirtæki þjóðarinnar gert frá stofnun en nýir tímar skapa ný tækifæri til að efla samkeppnishæfni þeirra og auka framleiðslu á virðisaukandi vöru, til hagsbóta fyrir samfélagið allt. Blikur á lofti Íslenska raforkukerfið, byggt á endurnýjanlegri orku, er fyrirmynd í rekstri orkukerfa. Nú eru hins vegar blikur á lofti. Við stöndum frammi fyrir þeirri hættu að samkeppnishæfni landsins skaðist, að landið teljist ekki lengur eftirsóknarverður staður fyrir (raf)orkusækinn iðnað. Síaukin eftirspurn eftir raforkunni kallar á aðgerðir. Eftir rannsóknir árum, jafnvel áratugum saman á æskilegum virkjanakostum er mál til komið að bretta upp ermar og ráðast í frekari orkuöflun. Hingað til hefur gangur mála verið sá að jafnvel þótt sjálft löggjafarþingið lýsi mjög skýrum vilja sínum með afgreiðslu rammaáætlunar – og þá eftir margra ára umfjöllun – þá tekur við leyfisveitingaferli sem bætir enn fjölmörgum árum við undirbúningstímann. Fæst orkufyrirtæki hafa nægilegt þolinmótt fjármagn til að festa í undirbúningi í áratugi. Raforkuöryggi almennings er ógnað ef orkufyrirtækin ná ekki að tryggja framboð. Sama gildir auðvitað um fyrirtækin, frá þeim smæstu til stærstu, sem verða að fá tryggt rafmagn fyrir núverandi starfsemi sína og möguleika á að þróa þá starfsemi áfram. Það er í raun alveg sama á hvaða hátt við tengjumst raforkunni, öll höfum við þörf fyrir meiri orku og fyrirsjáanleika til lengri tíma. Hámörkum verðmæti orkunnar Öflug ríki eru stolt af iðnaði sínum og leggja sig fram um að skapa samkeppnishæf rekstrarskilyrði. Í Evrópu og Bandaríkjunum hafa stjórnvöld loks vaknað upp af vondum draumi eftir að hafa skapað óvinveitt umhverfi fyrir iðnað og bregðast nú við. Verð orkunnar er einn þáttur sem taka þarf með í reikninginn, en samkeppnishæfni byggir á fjölmörgum mikilvægum þáttum sem hafa þarf í huga við mótun framtíðarstefnu. Landsvirkjun og Norðurál hafa verið í samstarfi í áratugi og bæði notið góðs af. Eins og í öllum langtímasamböndum þarf að takast á við áskoranir og leysa hin ýmsu mál en með mikilli vinnu og vilja til að halda áfram verðmætasköpun hefur það alltaf tekist. Báðum aðilum er ljóst að til að skapa góðan rekstrargrundvöll og til að undirstöður raforkukerfisins á Íslandi haldist sterkar þarf öflug raforkufyrirtæki og burðuga stórnotendur raforku. Það er öllum Íslendingum í hag að hámarka verðmæti endurnýjanlegu raforkunnar, en það verður ekki gert með skammtímasjónarmið að leiðarljósi heldur vel ígrundaðri og útfærðri stefnu og eftirfylgni. Fyrirsjáanleiki til framtíðar er eðlileg krafa. Guðrún Halla er framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Norðuráli og Valur er forstöðumaður viðskiptastýringar hjá Landsvirkjun.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun