Takkaborð tilfinninga minna Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar 10. júní 2024 12:01 Ég hef stundum líkt tilfinningalífi mínu við svona takkaborð sem ljósa- og hljóðmenn nota í leikhúsinu eða á tónleikum. Á slíku borði eru bæði on & off takkar, snúningstakkar og svona sleðar sem auka eða draga úr tilfinningum eða viðbrögðum mínum. Alla jafna eru stillingarnar bara svona frekar rétt stilltar og bæði birta og hljóð bara nokkuð þægileg og í góðu flæði fyrir skilningarvit mín. Svo stundum kemur eitthvað fyrir í lífinu og þá er eins og ljósa- og hljóðmaðurinn fari bara á stjórnlaust flug og leiki sér að því að setja alla sleðana í botn á sama tíma og ýti ótt og títt á off og on takkann. Svo ef ég sæti út í sal á þessu leikriti eða tónleikum þá væru bæði birtan og hljóðið orðin að mjög miklu áreiti og verða jafnvel triggerandi. Á svona stundum, þegar stjórnandi takkaborðsins fær slíkt æðiskast, getur verið svo gott að hitta einhvern sem kemur auga á þessar rang-stillingar þá og þegar. Aðili sem hefur færni til að grípa í takkana og í rólegheitum stillt þá aftur á sinn stað. Það gerir viðkomandi með því að viðurkenna líðan þína og skilja að það sem kom fyrir þig hefur haft þessi áhrif á þig. Veitir þér aðstoð til að skilja þetta líka, bera kennsl á tilfinningarnar og setja á þær nafn.Stundum er þetta svona einfalt. Í Berginu-headspace starfar einmitt svona aðstoðarfólk, svona fólk sem kann að grípa inn í ljóslogandi takkaborð tilfinningalífs okkar. Þau kunna að tala um tilfinningar og aðstoða okkur að tala um tilfinningar líka. Í Berginu headspace getur ungt fólk á aldrinum 12 - 25 ára bókað viðtal án þess að þurfa tilvísun eða greiningu frá lækni, vera sett á biðlista, þurfa að greiða fyrir viðtalið. Síðan 2019 hafa alls 2500 ungmenni leitað til Bergsins þegar þau hafa upplifað vanlíðan sem þarfnast sálræns stuðnings fagaðila. Vanlíðan sem getur verið hjartasorg eftir sambandsslit eða sjálfvígshugsanir. Og allt þar á milli. Bergið er lágþröskuldaþjónusta sem leggur áherslu á að grípa ungmenni í vanlíðan eins fljótt og auðið er. Og það getur skipt sköpum. Þau sem vilja styrkja Bergið geta fara inn á heimasíðu Bergsins, www.bergid.is. Þar má líka kaupa boli og derhúfur sem eru hluti af herferð sem ber yfirskriftina „Tölum um tilfinningar“. Höfundur er í stjórn Bergsins headspace og elskar að tala um tilfinningar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Ámundadóttir Zoëga Geðheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir Skoðun Skjótfenginn gróði í boði íslensks almennings Kristrún Frostadóttir Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ég hef stundum líkt tilfinningalífi mínu við svona takkaborð sem ljósa- og hljóðmenn nota í leikhúsinu eða á tónleikum. Á slíku borði eru bæði on & off takkar, snúningstakkar og svona sleðar sem auka eða draga úr tilfinningum eða viðbrögðum mínum. Alla jafna eru stillingarnar bara svona frekar rétt stilltar og bæði birta og hljóð bara nokkuð þægileg og í góðu flæði fyrir skilningarvit mín. Svo stundum kemur eitthvað fyrir í lífinu og þá er eins og ljósa- og hljóðmaðurinn fari bara á stjórnlaust flug og leiki sér að því að setja alla sleðana í botn á sama tíma og ýti ótt og títt á off og on takkann. Svo ef ég sæti út í sal á þessu leikriti eða tónleikum þá væru bæði birtan og hljóðið orðin að mjög miklu áreiti og verða jafnvel triggerandi. Á svona stundum, þegar stjórnandi takkaborðsins fær slíkt æðiskast, getur verið svo gott að hitta einhvern sem kemur auga á þessar rang-stillingar þá og þegar. Aðili sem hefur færni til að grípa í takkana og í rólegheitum stillt þá aftur á sinn stað. Það gerir viðkomandi með því að viðurkenna líðan þína og skilja að það sem kom fyrir þig hefur haft þessi áhrif á þig. Veitir þér aðstoð til að skilja þetta líka, bera kennsl á tilfinningarnar og setja á þær nafn.Stundum er þetta svona einfalt. Í Berginu-headspace starfar einmitt svona aðstoðarfólk, svona fólk sem kann að grípa inn í ljóslogandi takkaborð tilfinningalífs okkar. Þau kunna að tala um tilfinningar og aðstoða okkur að tala um tilfinningar líka. Í Berginu headspace getur ungt fólk á aldrinum 12 - 25 ára bókað viðtal án þess að þurfa tilvísun eða greiningu frá lækni, vera sett á biðlista, þurfa að greiða fyrir viðtalið. Síðan 2019 hafa alls 2500 ungmenni leitað til Bergsins þegar þau hafa upplifað vanlíðan sem þarfnast sálræns stuðnings fagaðila. Vanlíðan sem getur verið hjartasorg eftir sambandsslit eða sjálfvígshugsanir. Og allt þar á milli. Bergið er lágþröskuldaþjónusta sem leggur áherslu á að grípa ungmenni í vanlíðan eins fljótt og auðið er. Og það getur skipt sköpum. Þau sem vilja styrkja Bergið geta fara inn á heimasíðu Bergsins, www.bergid.is. Þar má líka kaupa boli og derhúfur sem eru hluti af herferð sem ber yfirskriftina „Tölum um tilfinningar“. Höfundur er í stjórn Bergsins headspace og elskar að tala um tilfinningar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar