Ísraelar sagðir hafa drepið gísla og ríflega 200 Palestínumenn Árni Sæberg skrifar 8. júní 2024 19:52 Aðgerðir Ísraelshers voru framkvæmdar í miðju íbúahverfi. Jehad Alshrafi/AP Talsmaður herskás arms Hamas-samtakanna segir Ísraelsmenn hafa drepið ríflega 200 Palestínumenn í dag þegar fjórum gíslum var bjargað úr haldi Hamas-liða. Þá hafi aðrir gíslar dáið í átökunum. „Með því að fremja skelfileg ódæði tókst Ísraelum að frelsa einhverja gísla, en drepa aðra í aðgerðum sínum,“ segir Abu Ubaida, talsmaður al-Qassam vígasveitanna, í færslu á samfélagsmiðlinum Telegram. Fyrr í dag var greint frá því að Ísraelsher hefði frelsað fjóra gísla úr haldi Hamas í Nuseirat-borg á miðlægu Gasasvæðinu. Samhliða fótgönguliðsáhlaupinu hafi verið gerðar umfangsmiklar loftárásir sem leiddu til dauða 93 Palestínumanna, að sögn yfirvalda á svæðinu. Nú hefur heilbrigðisráðuneyti Hamas uppfært tölu látinna og segir minnst 210 Palestínumenn hafa látið lífið í árásunum. Veit ekki hversu margir látinna voru hryðjuverkamenn Daniel Hagari, talsmaður ísraelska hersins, segir að herinn hafi orðið fyrir skothríð og brugðist við með því að hefja árásir úr lofti. Aðgerðir hersins hafi verið framkvæmdar í miðju íbúahverfi í Nuseirat, þar sem Hamas geymi gísla í tveimur fjölbýlishúsum. „Við vitum af tæplega eitt hundrað Palestínumönnum sem léturst. Ég veit ekki hversu margir þeirra voru hryðjuverkamenn,“ hefur Reuters eftir honum. Muni breyta aðstæðum hinna gíslanna til hins verra Gíslarnir fjórir Noa Argamani, 26 ára, Almog Meir Jan, 22 ára, Andrey Kozlov, 27 ára, og Shlomi Ziv, 41 ára, voru allir meðal þeirra sem Hamas rændi af Nova-tónlistarhátíðinni þann 7. október. Hamas-samtökin hafa sleppt nokkrum fjölda gísla en segjast þó enn hafa marga gísla í haldi. „Aðgerðir laugardags setja gísla óvinarins í mikla hættu og mun breyta aðstæðum þeirra og lífi til hins verra.“ Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Tengdar fréttir Ísrael hefur ekki áhuga á vopnahléi – þjóðarmorð heldur áfram Í dag eru liðin átta mánuðir frá því að síðasta og lang lengsta árásarhrina Ísraelshers gegn íbúum Gazastrandarinnar hófst. Þrátt fyrir kröfuna sem endurómar um allan heim og einnig innan veggja Sameinuðu þjóðanna um tafarlaust og varanlegt vopnahlé, þá sýnir Ísraelsstjórn þess engin merki að hún hyggist láta af útrýmingarherferð sinni á Gaza. 7. júní 2024 22:00 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Erlent Fleiri fréttir Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Sjá meira
„Með því að fremja skelfileg ódæði tókst Ísraelum að frelsa einhverja gísla, en drepa aðra í aðgerðum sínum,“ segir Abu Ubaida, talsmaður al-Qassam vígasveitanna, í færslu á samfélagsmiðlinum Telegram. Fyrr í dag var greint frá því að Ísraelsher hefði frelsað fjóra gísla úr haldi Hamas í Nuseirat-borg á miðlægu Gasasvæðinu. Samhliða fótgönguliðsáhlaupinu hafi verið gerðar umfangsmiklar loftárásir sem leiddu til dauða 93 Palestínumanna, að sögn yfirvalda á svæðinu. Nú hefur heilbrigðisráðuneyti Hamas uppfært tölu látinna og segir minnst 210 Palestínumenn hafa látið lífið í árásunum. Veit ekki hversu margir látinna voru hryðjuverkamenn Daniel Hagari, talsmaður ísraelska hersins, segir að herinn hafi orðið fyrir skothríð og brugðist við með því að hefja árásir úr lofti. Aðgerðir hersins hafi verið framkvæmdar í miðju íbúahverfi í Nuseirat, þar sem Hamas geymi gísla í tveimur fjölbýlishúsum. „Við vitum af tæplega eitt hundrað Palestínumönnum sem léturst. Ég veit ekki hversu margir þeirra voru hryðjuverkamenn,“ hefur Reuters eftir honum. Muni breyta aðstæðum hinna gíslanna til hins verra Gíslarnir fjórir Noa Argamani, 26 ára, Almog Meir Jan, 22 ára, Andrey Kozlov, 27 ára, og Shlomi Ziv, 41 ára, voru allir meðal þeirra sem Hamas rændi af Nova-tónlistarhátíðinni þann 7. október. Hamas-samtökin hafa sleppt nokkrum fjölda gísla en segjast þó enn hafa marga gísla í haldi. „Aðgerðir laugardags setja gísla óvinarins í mikla hættu og mun breyta aðstæðum þeirra og lífi til hins verra.“
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Tengdar fréttir Ísrael hefur ekki áhuga á vopnahléi – þjóðarmorð heldur áfram Í dag eru liðin átta mánuðir frá því að síðasta og lang lengsta árásarhrina Ísraelshers gegn íbúum Gazastrandarinnar hófst. Þrátt fyrir kröfuna sem endurómar um allan heim og einnig innan veggja Sameinuðu þjóðanna um tafarlaust og varanlegt vopnahlé, þá sýnir Ísraelsstjórn þess engin merki að hún hyggist láta af útrýmingarherferð sinni á Gaza. 7. júní 2024 22:00 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Erlent Fleiri fréttir Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Sjá meira
Ísrael hefur ekki áhuga á vopnahléi – þjóðarmorð heldur áfram Í dag eru liðin átta mánuðir frá því að síðasta og lang lengsta árásarhrina Ísraelshers gegn íbúum Gazastrandarinnar hófst. Þrátt fyrir kröfuna sem endurómar um allan heim og einnig innan veggja Sameinuðu þjóðanna um tafarlaust og varanlegt vopnahlé, þá sýnir Ísraelsstjórn þess engin merki að hún hyggist láta af útrýmingarherferð sinni á Gaza. 7. júní 2024 22:00
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent