Upplifun mín á því að taka þátt í Gefum íslensku séns Brynjar Björnsson skrifar 8. júní 2024 09:01 Á þeim átta árum sem undirritaður hefur búið á Ísafirði hef ég kynnst nokkrum fjölda af erlendu fólki, oftast núverandi eða brautskráðum nemendum við Háskólasetur Vestfjarða, og lít ég á marga þeirra sem vini mína og kunningja. Samskiptamálið hefur verið og er áfram langoftast enska, þó að stundum sé látið reyna á fleiri mál og þá auðvitað með einhverjum tilraunum til að koma íslenskunni á framfæri, en alltaf hefur ensk tunga ráðið ríkjum í þessum samskiptum. Á þeim átta árum sem undirritaður hefur búið á Ísafirði hef ég kynnst nokkrum fjölda af erlendu fólki, oftast núverandi eða brautskráðum nemendum við Háskólasetur Vestfjarða, og lít ég á marga þeirra sem vini mína og kunningja. Samskiptamálið hefur verið og er áfram langoftast enska, þó að stundum sé látið reyna á fleiri mál og þá auðvitað með einhverjum tilraunum til að koma íslenskunni á framfæri, en alltaf hefur ensk tunga ráðið ríkjum í þessum samskiptum. Vaxandi fjöldi þessa erlenda fólks, einkum þeirra sem sjá fram á að búa á Íslandi til lengri tíma, hefur hins vegar tekið þá ákvörðun að læra íslensku. Þetta hvatti mig til að athuga og svo taka þátt í verkefnum á vegum átaksins Gefum íslensku séns, sem kallast Þriðja rýmið og Hraðíslenska, þar sem móðurmálshafar og fólk sem lærir íslensku sem annað mál ræða saman á íslensku. Mjög fljótt fór ég að heyra frá nemendunum (beint og óbeint) þá gagnrýni að ég eigi til með að tala of hratt og nota of flókinn orðaforða til að þau gætu átt nægilega góð samskipti við mig í þessum æfingum. Þetta gerðist þrátt fyrir fyrirætlanir mínar, verandi alveg meðvitaður um að ég væri að spjalla við þátttakendur með mjög misjafna færni í tungumálinu – jafnvel að taka sín fyrstu skref. Þessi upplifun vakti mig til umhugsunar. Einstaklingur sem elst upp í tilteknu málumhverfi og heyrir og notar tungumálið nógu oft getur átt til með að temja sér ákveðna sjálfkrafa beitingu tungumálsins sem getur þá leitt til ómeðvitaðrar beitingar á borð við talhraða og málfar sem gerir málið illskiljanlegra þeim sem tala það sem annað mál. Það kemur svo íslenskunni ekki heldur til hjálpar að ég hef lengi haft mikinn áhuga á enskumælandi menningu og finnst raunverulega gaman að beita enskri tungu, sem hefur skapað tilhneigingu til þess að skipta of fljótt úr íslensku yfir í ensku, eitt af því sem á ekki að gerast. Við þessa sjálfsskoðun varð mér líka hugsað til þess að of oft hafi tilraunir mínar til að hleypa erlendu fólki inn í tungumálið líklega ekki borið tilætlaðan árangur. Ólafur Guðsteinn Kristjánsson, verkefnastjóri þessa átaks sem ég tek þátt í, bendir líka á að þó að átakið sé auðvitað miðað að erlendu fólki, þá sé það jafnvel frekar miðað að okkur sem höfum íslensku að móðurmáli. Í mínu tilviki hafði þátttaka í átakinu fljótt þau áhrif að ég fór almennt að huga að hægara flæði í talaðri íslensku og finna aðrar leiðir til að koma málinu til skila á skýrari hátt, eftir aðstæðum. Bara með því að huga að þessum atriðum verð ég aðgengilegri erlendu fólki sem lærir íslensku. Svo er þessi ofangreinda upplifun líka upphaf, eitthvað til hafa í huga og byggja á þegar haldið er áfram að taka þátt í átakinu með það að markmiði að á Íslandi eigi íslenskan að vera sjálfsagt samskiptamál allra (eða allavega sem flestra) í landinu. Grein þessi er liður í greinaröð á vegum Gefum íslensku séns – íslenskuvænt samfélag rituðum af fólki sem lætur sig íslenskuna varða og vill bjóða fólk sem hingað flyst velkomið í íslenskt (mál)samfélag með íslenskuna og brosið að vopni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Innflytjendamál Mest lesið Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Á þeim átta árum sem undirritaður hefur búið á Ísafirði hef ég kynnst nokkrum fjölda af erlendu fólki, oftast núverandi eða brautskráðum nemendum við Háskólasetur Vestfjarða, og lít ég á marga þeirra sem vini mína og kunningja. Samskiptamálið hefur verið og er áfram langoftast enska, þó að stundum sé látið reyna á fleiri mál og þá auðvitað með einhverjum tilraunum til að koma íslenskunni á framfæri, en alltaf hefur ensk tunga ráðið ríkjum í þessum samskiptum. Á þeim átta árum sem undirritaður hefur búið á Ísafirði hef ég kynnst nokkrum fjölda af erlendu fólki, oftast núverandi eða brautskráðum nemendum við Háskólasetur Vestfjarða, og lít ég á marga þeirra sem vini mína og kunningja. Samskiptamálið hefur verið og er áfram langoftast enska, þó að stundum sé látið reyna á fleiri mál og þá auðvitað með einhverjum tilraunum til að koma íslenskunni á framfæri, en alltaf hefur ensk tunga ráðið ríkjum í þessum samskiptum. Vaxandi fjöldi þessa erlenda fólks, einkum þeirra sem sjá fram á að búa á Íslandi til lengri tíma, hefur hins vegar tekið þá ákvörðun að læra íslensku. Þetta hvatti mig til að athuga og svo taka þátt í verkefnum á vegum átaksins Gefum íslensku séns, sem kallast Þriðja rýmið og Hraðíslenska, þar sem móðurmálshafar og fólk sem lærir íslensku sem annað mál ræða saman á íslensku. Mjög fljótt fór ég að heyra frá nemendunum (beint og óbeint) þá gagnrýni að ég eigi til með að tala of hratt og nota of flókinn orðaforða til að þau gætu átt nægilega góð samskipti við mig í þessum æfingum. Þetta gerðist þrátt fyrir fyrirætlanir mínar, verandi alveg meðvitaður um að ég væri að spjalla við þátttakendur með mjög misjafna færni í tungumálinu – jafnvel að taka sín fyrstu skref. Þessi upplifun vakti mig til umhugsunar. Einstaklingur sem elst upp í tilteknu málumhverfi og heyrir og notar tungumálið nógu oft getur átt til með að temja sér ákveðna sjálfkrafa beitingu tungumálsins sem getur þá leitt til ómeðvitaðrar beitingar á borð við talhraða og málfar sem gerir málið illskiljanlegra þeim sem tala það sem annað mál. Það kemur svo íslenskunni ekki heldur til hjálpar að ég hef lengi haft mikinn áhuga á enskumælandi menningu og finnst raunverulega gaman að beita enskri tungu, sem hefur skapað tilhneigingu til þess að skipta of fljótt úr íslensku yfir í ensku, eitt af því sem á ekki að gerast. Við þessa sjálfsskoðun varð mér líka hugsað til þess að of oft hafi tilraunir mínar til að hleypa erlendu fólki inn í tungumálið líklega ekki borið tilætlaðan árangur. Ólafur Guðsteinn Kristjánsson, verkefnastjóri þessa átaks sem ég tek þátt í, bendir líka á að þó að átakið sé auðvitað miðað að erlendu fólki, þá sé það jafnvel frekar miðað að okkur sem höfum íslensku að móðurmáli. Í mínu tilviki hafði þátttaka í átakinu fljótt þau áhrif að ég fór almennt að huga að hægara flæði í talaðri íslensku og finna aðrar leiðir til að koma málinu til skila á skýrari hátt, eftir aðstæðum. Bara með því að huga að þessum atriðum verð ég aðgengilegri erlendu fólki sem lærir íslensku. Svo er þessi ofangreinda upplifun líka upphaf, eitthvað til hafa í huga og byggja á þegar haldið er áfram að taka þátt í átakinu með það að markmiði að á Íslandi eigi íslenskan að vera sjálfsagt samskiptamál allra (eða allavega sem flestra) í landinu. Grein þessi er liður í greinaröð á vegum Gefum íslensku séns – íslenskuvænt samfélag rituðum af fólki sem lætur sig íslenskuna varða og vill bjóða fólk sem hingað flyst velkomið í íslenskt (mál)samfélag með íslenskuna og brosið að vopni.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar