Upplifun mín á því að taka þátt í Gefum íslensku séns Brynjar Björnsson skrifar 8. júní 2024 09:01 Á þeim átta árum sem undirritaður hefur búið á Ísafirði hef ég kynnst nokkrum fjölda af erlendu fólki, oftast núverandi eða brautskráðum nemendum við Háskólasetur Vestfjarða, og lít ég á marga þeirra sem vini mína og kunningja. Samskiptamálið hefur verið og er áfram langoftast enska, þó að stundum sé látið reyna á fleiri mál og þá auðvitað með einhverjum tilraunum til að koma íslenskunni á framfæri, en alltaf hefur ensk tunga ráðið ríkjum í þessum samskiptum. Á þeim átta árum sem undirritaður hefur búið á Ísafirði hef ég kynnst nokkrum fjölda af erlendu fólki, oftast núverandi eða brautskráðum nemendum við Háskólasetur Vestfjarða, og lít ég á marga þeirra sem vini mína og kunningja. Samskiptamálið hefur verið og er áfram langoftast enska, þó að stundum sé látið reyna á fleiri mál og þá auðvitað með einhverjum tilraunum til að koma íslenskunni á framfæri, en alltaf hefur ensk tunga ráðið ríkjum í þessum samskiptum. Vaxandi fjöldi þessa erlenda fólks, einkum þeirra sem sjá fram á að búa á Íslandi til lengri tíma, hefur hins vegar tekið þá ákvörðun að læra íslensku. Þetta hvatti mig til að athuga og svo taka þátt í verkefnum á vegum átaksins Gefum íslensku séns, sem kallast Þriðja rýmið og Hraðíslenska, þar sem móðurmálshafar og fólk sem lærir íslensku sem annað mál ræða saman á íslensku. Mjög fljótt fór ég að heyra frá nemendunum (beint og óbeint) þá gagnrýni að ég eigi til með að tala of hratt og nota of flókinn orðaforða til að þau gætu átt nægilega góð samskipti við mig í þessum æfingum. Þetta gerðist þrátt fyrir fyrirætlanir mínar, verandi alveg meðvitaður um að ég væri að spjalla við þátttakendur með mjög misjafna færni í tungumálinu – jafnvel að taka sín fyrstu skref. Þessi upplifun vakti mig til umhugsunar. Einstaklingur sem elst upp í tilteknu málumhverfi og heyrir og notar tungumálið nógu oft getur átt til með að temja sér ákveðna sjálfkrafa beitingu tungumálsins sem getur þá leitt til ómeðvitaðrar beitingar á borð við talhraða og málfar sem gerir málið illskiljanlegra þeim sem tala það sem annað mál. Það kemur svo íslenskunni ekki heldur til hjálpar að ég hef lengi haft mikinn áhuga á enskumælandi menningu og finnst raunverulega gaman að beita enskri tungu, sem hefur skapað tilhneigingu til þess að skipta of fljótt úr íslensku yfir í ensku, eitt af því sem á ekki að gerast. Við þessa sjálfsskoðun varð mér líka hugsað til þess að of oft hafi tilraunir mínar til að hleypa erlendu fólki inn í tungumálið líklega ekki borið tilætlaðan árangur. Ólafur Guðsteinn Kristjánsson, verkefnastjóri þessa átaks sem ég tek þátt í, bendir líka á að þó að átakið sé auðvitað miðað að erlendu fólki, þá sé það jafnvel frekar miðað að okkur sem höfum íslensku að móðurmáli. Í mínu tilviki hafði þátttaka í átakinu fljótt þau áhrif að ég fór almennt að huga að hægara flæði í talaðri íslensku og finna aðrar leiðir til að koma málinu til skila á skýrari hátt, eftir aðstæðum. Bara með því að huga að þessum atriðum verð ég aðgengilegri erlendu fólki sem lærir íslensku. Svo er þessi ofangreinda upplifun líka upphaf, eitthvað til hafa í huga og byggja á þegar haldið er áfram að taka þátt í átakinu með það að markmiði að á Íslandi eigi íslenskan að vera sjálfsagt samskiptamál allra (eða allavega sem flestra) í landinu. Grein þessi er liður í greinaröð á vegum Gefum íslensku séns – íslenskuvænt samfélag rituðum af fólki sem lætur sig íslenskuna varða og vill bjóða fólk sem hingað flyst velkomið í íslenskt (mál)samfélag með íslenskuna og brosið að vopni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Innflytjendamál Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Á þeim átta árum sem undirritaður hefur búið á Ísafirði hef ég kynnst nokkrum fjölda af erlendu fólki, oftast núverandi eða brautskráðum nemendum við Háskólasetur Vestfjarða, og lít ég á marga þeirra sem vini mína og kunningja. Samskiptamálið hefur verið og er áfram langoftast enska, þó að stundum sé látið reyna á fleiri mál og þá auðvitað með einhverjum tilraunum til að koma íslenskunni á framfæri, en alltaf hefur ensk tunga ráðið ríkjum í þessum samskiptum. Á þeim átta árum sem undirritaður hefur búið á Ísafirði hef ég kynnst nokkrum fjölda af erlendu fólki, oftast núverandi eða brautskráðum nemendum við Háskólasetur Vestfjarða, og lít ég á marga þeirra sem vini mína og kunningja. Samskiptamálið hefur verið og er áfram langoftast enska, þó að stundum sé látið reyna á fleiri mál og þá auðvitað með einhverjum tilraunum til að koma íslenskunni á framfæri, en alltaf hefur ensk tunga ráðið ríkjum í þessum samskiptum. Vaxandi fjöldi þessa erlenda fólks, einkum þeirra sem sjá fram á að búa á Íslandi til lengri tíma, hefur hins vegar tekið þá ákvörðun að læra íslensku. Þetta hvatti mig til að athuga og svo taka þátt í verkefnum á vegum átaksins Gefum íslensku séns, sem kallast Þriðja rýmið og Hraðíslenska, þar sem móðurmálshafar og fólk sem lærir íslensku sem annað mál ræða saman á íslensku. Mjög fljótt fór ég að heyra frá nemendunum (beint og óbeint) þá gagnrýni að ég eigi til með að tala of hratt og nota of flókinn orðaforða til að þau gætu átt nægilega góð samskipti við mig í þessum æfingum. Þetta gerðist þrátt fyrir fyrirætlanir mínar, verandi alveg meðvitaður um að ég væri að spjalla við þátttakendur með mjög misjafna færni í tungumálinu – jafnvel að taka sín fyrstu skref. Þessi upplifun vakti mig til umhugsunar. Einstaklingur sem elst upp í tilteknu málumhverfi og heyrir og notar tungumálið nógu oft getur átt til með að temja sér ákveðna sjálfkrafa beitingu tungumálsins sem getur þá leitt til ómeðvitaðrar beitingar á borð við talhraða og málfar sem gerir málið illskiljanlegra þeim sem tala það sem annað mál. Það kemur svo íslenskunni ekki heldur til hjálpar að ég hef lengi haft mikinn áhuga á enskumælandi menningu og finnst raunverulega gaman að beita enskri tungu, sem hefur skapað tilhneigingu til þess að skipta of fljótt úr íslensku yfir í ensku, eitt af því sem á ekki að gerast. Við þessa sjálfsskoðun varð mér líka hugsað til þess að of oft hafi tilraunir mínar til að hleypa erlendu fólki inn í tungumálið líklega ekki borið tilætlaðan árangur. Ólafur Guðsteinn Kristjánsson, verkefnastjóri þessa átaks sem ég tek þátt í, bendir líka á að þó að átakið sé auðvitað miðað að erlendu fólki, þá sé það jafnvel frekar miðað að okkur sem höfum íslensku að móðurmáli. Í mínu tilviki hafði þátttaka í átakinu fljótt þau áhrif að ég fór almennt að huga að hægara flæði í talaðri íslensku og finna aðrar leiðir til að koma málinu til skila á skýrari hátt, eftir aðstæðum. Bara með því að huga að þessum atriðum verð ég aðgengilegri erlendu fólki sem lærir íslensku. Svo er þessi ofangreinda upplifun líka upphaf, eitthvað til hafa í huga og byggja á þegar haldið er áfram að taka þátt í átakinu með það að markmiði að á Íslandi eigi íslenskan að vera sjálfsagt samskiptamál allra (eða allavega sem flestra) í landinu. Grein þessi er liður í greinaröð á vegum Gefum íslensku séns – íslenskuvænt samfélag rituðum af fólki sem lætur sig íslenskuna varða og vill bjóða fólk sem hingað flyst velkomið í íslenskt (mál)samfélag með íslenskuna og brosið að vopni.
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun