Parið deildi gleðifregnunum í sameiginlegri færslu á samfélagsmiðlum. Drengurinn er þeirra fyrsta barn saman. Fyrir eiga þau samtals fimm börn.
Parið byrjaði að stinga saman nefjum síðastlið sumar.
Benedikt er einn besti trommari landsins og hefur komið víða við á ferlinum. Þar á meðal með hljómsveitinni Mannakorn og í stórum viðburðum í Hörpu, svo fátt eitt sé nefnt.
Þá var Benedikt einn af vinum hans Sjonna sem fóru fyrir hönd Íslands í Eurovision með lagið Coming home í Eurovision í Düsseldorf vorið 2011.