Kosningar eru alltaf „taktík” Guðjón Heiðar Pálsson skrifar 3. júní 2024 07:01 Til skýringa á tapi Katrínar Jakobsdóttur í forsetakosningunum nota menn stefnulega hugtakið „taktík” sem rök. Í ólíkum tilgangi er fullyrðingum kastað fram um að kjósendur hafi kosið sigurvegara kosninganna, Höllu Tómasdóttur, „taktískt” gegn Katrínu Jakobsdóttur. Afvegaleiðing er þekkt fortölutækni, taktík þeirra sem valið hafa að taka ekki ábyrgð á eigin verkum. Hér er óvarlega farið með þetta merkilega stefnulega hugtak „taktík,” sem breyst getur við að horfa á það eða eftir því hvernig við vinnum með hlutina af ásetningi og meininguna að baki. Kosningar eru í sjálfu sér stefnuleg taktík, hvort tveggja frá sjónarhóli þess sem heldur þær og kjósandans. Hvað eru menn að vinna með og fyrir hverja? Hvað meina fjölmiðlamenn, álitsgjafar, fræðimenn, almannatenglar, stuðningsmenn og áhugasamir þegar þeir halda því fram að næsti forseti Íslands hafi ekki sigrað á eigin verðleikum? Yrðingin virkar eins og áróður og undirróður; afsökun fyrir ósigri. Hugtakið taktík á sér nokkur samheiti sem við notum til að skýra hugsun okkar í trúverðugri hugmynd. Val í hvaða formi sem er, val á forseta eða val á vöru og þjónustu er aðferð sem hver og einn kýs að nýta í viðkomandi aðgerð, þar sem eiginleikar eru metnir. Taktík er þá leið, aðferð, tækni og er að finna á milli hátternis og framkvæmda í stefnulegu stigveldi. Aðferðafræði byggist þá á einhverri ákveðinni tegund aðgerða sem grundvallast á forsendum og tilgangi. Hugmyndin að aðgerðinni „kjósa taktískt“ er út frá stefnulegu sjónarhorni, markmiðabundin aðgerð. Í stefnugerðinni koma markmið á undan leiðarvali, taktíkinni. Þannig hefur kjósandinn einhver markmið að stefna að. Hann kýs. Kosningin er taktík, leiðin til að uppfylla viðkomandi markmið. Fullyrðingar um að kjósendur velji taktískt gegn þeim sem ekki sigrar er tegund af gaslýsingu – diss á sigurvegarann og kjósendur. Höfundur er stefnulegur ráðgjafi hjá Cohn & Wolfe. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun Óheftar strandveiðar Arthur Bogason skrifar Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Sjá meira
Til skýringa á tapi Katrínar Jakobsdóttur í forsetakosningunum nota menn stefnulega hugtakið „taktík” sem rök. Í ólíkum tilgangi er fullyrðingum kastað fram um að kjósendur hafi kosið sigurvegara kosninganna, Höllu Tómasdóttur, „taktískt” gegn Katrínu Jakobsdóttur. Afvegaleiðing er þekkt fortölutækni, taktík þeirra sem valið hafa að taka ekki ábyrgð á eigin verkum. Hér er óvarlega farið með þetta merkilega stefnulega hugtak „taktík,” sem breyst getur við að horfa á það eða eftir því hvernig við vinnum með hlutina af ásetningi og meininguna að baki. Kosningar eru í sjálfu sér stefnuleg taktík, hvort tveggja frá sjónarhóli þess sem heldur þær og kjósandans. Hvað eru menn að vinna með og fyrir hverja? Hvað meina fjölmiðlamenn, álitsgjafar, fræðimenn, almannatenglar, stuðningsmenn og áhugasamir þegar þeir halda því fram að næsti forseti Íslands hafi ekki sigrað á eigin verðleikum? Yrðingin virkar eins og áróður og undirróður; afsökun fyrir ósigri. Hugtakið taktík á sér nokkur samheiti sem við notum til að skýra hugsun okkar í trúverðugri hugmynd. Val í hvaða formi sem er, val á forseta eða val á vöru og þjónustu er aðferð sem hver og einn kýs að nýta í viðkomandi aðgerð, þar sem eiginleikar eru metnir. Taktík er þá leið, aðferð, tækni og er að finna á milli hátternis og framkvæmda í stefnulegu stigveldi. Aðferðafræði byggist þá á einhverri ákveðinni tegund aðgerða sem grundvallast á forsendum og tilgangi. Hugmyndin að aðgerðinni „kjósa taktískt“ er út frá stefnulegu sjónarhorni, markmiðabundin aðgerð. Í stefnugerðinni koma markmið á undan leiðarvali, taktíkinni. Þannig hefur kjósandinn einhver markmið að stefna að. Hann kýs. Kosningin er taktík, leiðin til að uppfylla viðkomandi markmið. Fullyrðingar um að kjósendur velji taktískt gegn þeim sem ekki sigrar er tegund af gaslýsingu – diss á sigurvegarann og kjósendur. Höfundur er stefnulegur ráðgjafi hjá Cohn & Wolfe.
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar