Bónaður brjóstkassi og barnaafmæli Þorbjörg Marínósdóttir skrifar 1. júní 2024 10:00 Ég sat með rjómaþakið postulín í barnaafmæli fyrir nokkru síðan þar sem forsetaframboðsumræður yfirgnæfðu sykurþanda gleði gesta. Nú þurfti að ræða málin. Barnaafmæli eru nefnilega fullkomin umræðuvettvangur. Þar blandast saman allskonar fólk á öllum aldri og enginn er undir áhrifum og missir sig í rausi. Fólk er kurteist en ákveðið og svo er afmælið búið áður en umræðurnar verða þreytandi. „Hvað finnst þér um frambjóðendur?“ spurði einn gestanna mig.„Svona almennt?“ spurði ég með brauðrétt í kinninni.„Já. Myndir þú kjósa einhvern af þeim sem komnir eru fram?“ augun geisluðu af spenning.Svarið var ekki einfalt. Þetta var í febrúar og skrúðgangan langt í frá fullmönnuð og ég hafði ekki gert upp við mig hvaða kosti mér fannst að forseti yrði að bera og hvað væri góður forseti. Og er góður rétta orðið eða hæfur? Og hvað er að vera hæfur? Það er til fullt af góðu og vönduðu fólki sem á samt ekkert í að vera forseti. Það er því mikilvægt að gera upp við sig hvað kosti viðkomandi þarf að hafa og ekki síður hvað eiginleika viljum við ekki sjá í þessu embætti. Opinberlega er hlutverk hins setta að hafa formlegt hlutverk í stjórnskipun og vald til synjunar laga. Þetta er lítill hluti starfsins í tímalegum skilningi þó áhrifin geti verið mikil. Meginþorri vinnunnar felst í landkynningu, störfum í samfélagsþágu og sem sameiningartákn. Þarna komum við að því að lykillinn þarf að passa í skrána. Hvernig manneskja mun ná árangri í þessum verkefnum? Umboðsmanneskja Íslands þarf að hafa bein í nefinu, vera réttsýn, hugrökk, félagslega hæf, vandvirk, traust, vinnusöm, heiðarleg, staðföst og hlý. Við hljótum að vilja að sameiningartákn landsins sé manneskja með útrétta hönd en ekki bónaðan brjóstkassa. Fjölskyldumanneskja, því það er jú það sem við erum á þessari eyju. Flókin fjölskylda með fallegum viðbótum. Það er hægt að raða í kringum sig réttu fólki og læra flestallt en það er hvorki hægt að læra hlýju né heiðarleika. Þessir eiginleikar leiða af sér traust og þar smellur lykillinn inn. Traust er dýrmætt og er ekki keypt með heilsíðuauglýsingu eða ókeypis pennum. Traustið og staðfestan eru gæðin. Fólk er nefnilega allskonar og leyfir sér að biðja um allskonar óviðeigandi, ekki síst í þessu flókna fjölskyldumynstri sem landið okkar liggur í. Forseti þarf að gefa skýr svör og ekki ráðrúm fyrir getgátur og óvissu. En hver er þessi manneskja? Í sögulegu samhengi hafa forsetar og aðrir kjörnir einstaklingar sem fagnað hafa mikilli velgengni oftar en ekki átt það sameiginlegt að „þurfa“ ekki starfið en vilja það og geta vel valdið því. Það skilgreinir ekki viðkomandi og þar af leiðandi hangir viðkomandi ekki í því umfram eftirspurn með öllum tiltækum ráðum. Höfundur er fjölmiðlafræðingur með sérlegan áhuga á samskiptum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Ég sat með rjómaþakið postulín í barnaafmæli fyrir nokkru síðan þar sem forsetaframboðsumræður yfirgnæfðu sykurþanda gleði gesta. Nú þurfti að ræða málin. Barnaafmæli eru nefnilega fullkomin umræðuvettvangur. Þar blandast saman allskonar fólk á öllum aldri og enginn er undir áhrifum og missir sig í rausi. Fólk er kurteist en ákveðið og svo er afmælið búið áður en umræðurnar verða þreytandi. „Hvað finnst þér um frambjóðendur?“ spurði einn gestanna mig.„Svona almennt?“ spurði ég með brauðrétt í kinninni.„Já. Myndir þú kjósa einhvern af þeim sem komnir eru fram?“ augun geisluðu af spenning.Svarið var ekki einfalt. Þetta var í febrúar og skrúðgangan langt í frá fullmönnuð og ég hafði ekki gert upp við mig hvaða kosti mér fannst að forseti yrði að bera og hvað væri góður forseti. Og er góður rétta orðið eða hæfur? Og hvað er að vera hæfur? Það er til fullt af góðu og vönduðu fólki sem á samt ekkert í að vera forseti. Það er því mikilvægt að gera upp við sig hvað kosti viðkomandi þarf að hafa og ekki síður hvað eiginleika viljum við ekki sjá í þessu embætti. Opinberlega er hlutverk hins setta að hafa formlegt hlutverk í stjórnskipun og vald til synjunar laga. Þetta er lítill hluti starfsins í tímalegum skilningi þó áhrifin geti verið mikil. Meginþorri vinnunnar felst í landkynningu, störfum í samfélagsþágu og sem sameiningartákn. Þarna komum við að því að lykillinn þarf að passa í skrána. Hvernig manneskja mun ná árangri í þessum verkefnum? Umboðsmanneskja Íslands þarf að hafa bein í nefinu, vera réttsýn, hugrökk, félagslega hæf, vandvirk, traust, vinnusöm, heiðarleg, staðföst og hlý. Við hljótum að vilja að sameiningartákn landsins sé manneskja með útrétta hönd en ekki bónaðan brjóstkassa. Fjölskyldumanneskja, því það er jú það sem við erum á þessari eyju. Flókin fjölskylda með fallegum viðbótum. Það er hægt að raða í kringum sig réttu fólki og læra flestallt en það er hvorki hægt að læra hlýju né heiðarleika. Þessir eiginleikar leiða af sér traust og þar smellur lykillinn inn. Traust er dýrmætt og er ekki keypt með heilsíðuauglýsingu eða ókeypis pennum. Traustið og staðfestan eru gæðin. Fólk er nefnilega allskonar og leyfir sér að biðja um allskonar óviðeigandi, ekki síst í þessu flókna fjölskyldumynstri sem landið okkar liggur í. Forseti þarf að gefa skýr svör og ekki ráðrúm fyrir getgátur og óvissu. En hver er þessi manneskja? Í sögulegu samhengi hafa forsetar og aðrir kjörnir einstaklingar sem fagnað hafa mikilli velgengni oftar en ekki átt það sameiginlegt að „þurfa“ ekki starfið en vilja það og geta vel valdið því. Það skilgreinir ekki viðkomandi og þar af leiðandi hangir viðkomandi ekki í því umfram eftirspurn með öllum tiltækum ráðum. Höfundur er fjölmiðlafræðingur með sérlegan áhuga á samskiptum.
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun