Skoðun

Hvort vilt þú Höllu Tómas­dóttur eða Katrínu?

Björn Björnsson skrifar

Eftir nýjustu kannanir og frammistöðu frambjóðenda í síðustu umræðuþáttunum er ljóst að annað hvort Halla Tómasdóttir eða Katrín Jakobsdóttir verða næsti forseti Íslands. Annað er óskhyggja.

Stærsti hópur kjósenda vill ekki Katrínu og til að sá vilji okkar ráði úrslitum þurfum við að kjósa Höllu Tómasdóttur. Það er engin önnur leið.

Halla Tómasdóttir var ekki minn fyrsti kostur en ég held að hún verði góður forseti. Hún er atorkusöm kona sem mun láta til sín taka og vinna samfálagi okkar gagn á mörgum sviðum. Hún er góður hlustandi, hrein og bein í samskiptum og lætur engan segja sér fyrir verkum. Hún er glæsileg kona sem kemur vel fyrir en hún er líka hlý og elskuleg manneskja sem eru mannkostir sem nýtast vel í embætti forseta Íslands.

Halla fékk prik hjá mér í umræðunum á Rúv í gærkvöldi því hún var eini frambjóðandinn af sex efstu sem var á móti því að Ísland keypti vopn til manndrápa í Úkraínu. Hér birtist augljós munur á henni og Katrínu sem stóð að þessum vopnakaupum í okkar nafni - í kyrrþey.

Nú reynir á okkur sem viljum ekki Katrínu því það er mjög erfitt verk að kjósa annan en þann sem maður helst vill.

En okkar val er einfalt; annað hvort kjósum við Höllu Tómasdóttur eða Katrín verður forseti.

Í dag er það í okkar höndum.

Höfundur er kvikmyndagerðarmaður.




Skoðun

Skoðun

Börnin okkar

Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar

Sjá meira


×