Samherjar Hafþór Reynisson skrifar 31. maí 2024 21:00 Nú göngum við íslendingar að kjörklefunum. Það er stór hópur sem hefur ákveðið að gefa kost á sér til forseta Íslands og öll hafa þau ýmislegt til brunns að bera, sama hvernig maður lítur á það. Það hefur orðið ljóst að slagurinn um atkvæði er orðinn ansi hávær og ganga mætti svo langt að segja að hann sé orðinn að leðjuslag. Ég ætlaði upphaflega að skrifa skoðanapistil þar sem ég myndi taka fram að “þitt atkvæði er þitt” og að skoðanakannanir og stærri og betur fjármagnaðar auglýsingaherferðir ættu að lúta í lægra haldi fyrir okkar einlægu tilfinningu fyrir því hver er best til þess fallin/n að gegna embætti forseta. Nú er ég ekki svo viss. Það sem hefur einkennt þessa kosningabaráttu síðan eitt tiltekið framboð kom fram, er aðför að andstæðingnum. Vinnubrögð sem markast af því að “hjóla í manninn”. Þetta er svo sem þekkt í pólitík, en svona groddaraleg vinnubrögð hafa yfirleitt ekki borið árangur í forsetakosningum hér á landi. Í þessum tilfellum er skítkast (jafnvel bókstaflega) og ímyndar-hernaður notaður til að rægja ímynd annarra frambjóðenda. Og þarna virðast tvær ólíkar fylkingar hafa sig mest í frammi, sameinaðar á bak við eitt og hið sama framboð. Þessar tvær ólíku, og pólitísku, fylkingar virðast vinna sem samherjar að því takmarki að skrímsla-væða andstæðinga sína. Þetta upphófst við fyrstu skoðanakönnun og var þá spjótum beint að þeim sem voru líklegastir keppinautar ákveðins frambjóðanda. Það sem hryggir mig er að þessi aðför að einstaklingum og þeirra fyrri gjörðum og skoðunum einskorðast ekki við frambjóðendur lengur. Almennir kjósendur og stuðningsmenn þessa framboðs hafa spilað sama leik gagnvart öllum þeim sem hafa dirfst að opinbera skoðun sína á framboðinu. Nú er lesendum sennilega orðið ljóst að ég er að tala um framboð Katrínar Jakobsdóttur og það fólk og þau öfl sem styðja hennar framboð. Það er gríðarlega sterkur stuðningur á bak við Katrínu, en því miður virðist þetta vera tónninn sem hefur verið settur af fylgjendum hennar. Nú hef ég bæði orðið vitni að sem og lesið um tilfelli þar sem fólk er beðið um að fjarlægja skrif sín sem eru gagnrýnin á framboð Katrínar, af stuðningsfólki hennar. Þetta hefur gengið svo langt að fólki er ýtt í „félagslegan skammarkrók“ vegna skoðanna sinna og gert er lítið úr þeim í ákveðnum hópum. Er það ekki þöggun? Annað sem þessi hópur stuðningsmanna Katrínar hefur gert er að halda því fram að það sé „karllægt“ að gagnrýna hana. Þannig sé gagnrýni á Katrínu, sem snýr m.a. að stöðu hennar sem fyrrum forsætisráðherra í sitjandi ríkisstjórn, jafnvel merki um kvenhatur. Forsetakosningar hafa aldrei snúist jafn lítið um kyn og nú, enda eru sex konur og sex karlmenn á kjörseðlinum. Þar af eru þær allra sigurstranglegustu konur. Það er því engin árás feðraveldisins hér á ferð, þvert á móti mætti færa rök fyrir hinu andstæða. Komum aftur að minni skoðun, „Þitt atkvæði er þitt“. Ég stend við það, ef allir myndu kjósa af heilindum og eigin sannfæringu og Katrín Jakobsdóttir stæði uppi sem forseti þá væri hún líka minn forseti. En ef slagurinn á Bessastaði á að vinnast á þennan hátt, blóðugt, drullugt og án nokkurs þokka, verður það forsetaembættinu hvorki til fegrunar eða framdráttar og minni líkur eru á að sátt verði um Katrínu sem forseta, ef hún sigrar. Þegar við veitum atkvæði okkar skulum við ekki bara spyrja okkur að því hvern við viljum sjá sem forseta Íslands heldur líka hvernig við viljum velja okkar forseta. Því tónninn sem við setjum nú ákvarðar hvernig við, sem þjóð, höldum fram á við eftir kosningarnar. Höfundur er Íslendingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Á Kópavogur að vera fallegur bær? Hákon Gunnarsson Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ég trúi á orkuskiptin! Hverju trúir þú? Tinna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar Skoðun Vissir þú þetta? Rakel Linda Kristjánsdóttir,Sigurlaug Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á lífsgæðum borgarbúa Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Á Kópavogur að vera fallegur bær? Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Aðdragandi 7. oktober 2023 í Palestínu Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Útlendingamálin á réttri leið Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Kvíðir þú jólunum? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann skrifar Skoðun NPA breytir lífum – það gleymist í umræðunni Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Sjá meira
Nú göngum við íslendingar að kjörklefunum. Það er stór hópur sem hefur ákveðið að gefa kost á sér til forseta Íslands og öll hafa þau ýmislegt til brunns að bera, sama hvernig maður lítur á það. Það hefur orðið ljóst að slagurinn um atkvæði er orðinn ansi hávær og ganga mætti svo langt að segja að hann sé orðinn að leðjuslag. Ég ætlaði upphaflega að skrifa skoðanapistil þar sem ég myndi taka fram að “þitt atkvæði er þitt” og að skoðanakannanir og stærri og betur fjármagnaðar auglýsingaherferðir ættu að lúta í lægra haldi fyrir okkar einlægu tilfinningu fyrir því hver er best til þess fallin/n að gegna embætti forseta. Nú er ég ekki svo viss. Það sem hefur einkennt þessa kosningabaráttu síðan eitt tiltekið framboð kom fram, er aðför að andstæðingnum. Vinnubrögð sem markast af því að “hjóla í manninn”. Þetta er svo sem þekkt í pólitík, en svona groddaraleg vinnubrögð hafa yfirleitt ekki borið árangur í forsetakosningum hér á landi. Í þessum tilfellum er skítkast (jafnvel bókstaflega) og ímyndar-hernaður notaður til að rægja ímynd annarra frambjóðenda. Og þarna virðast tvær ólíkar fylkingar hafa sig mest í frammi, sameinaðar á bak við eitt og hið sama framboð. Þessar tvær ólíku, og pólitísku, fylkingar virðast vinna sem samherjar að því takmarki að skrímsla-væða andstæðinga sína. Þetta upphófst við fyrstu skoðanakönnun og var þá spjótum beint að þeim sem voru líklegastir keppinautar ákveðins frambjóðanda. Það sem hryggir mig er að þessi aðför að einstaklingum og þeirra fyrri gjörðum og skoðunum einskorðast ekki við frambjóðendur lengur. Almennir kjósendur og stuðningsmenn þessa framboðs hafa spilað sama leik gagnvart öllum þeim sem hafa dirfst að opinbera skoðun sína á framboðinu. Nú er lesendum sennilega orðið ljóst að ég er að tala um framboð Katrínar Jakobsdóttur og það fólk og þau öfl sem styðja hennar framboð. Það er gríðarlega sterkur stuðningur á bak við Katrínu, en því miður virðist þetta vera tónninn sem hefur verið settur af fylgjendum hennar. Nú hef ég bæði orðið vitni að sem og lesið um tilfelli þar sem fólk er beðið um að fjarlægja skrif sín sem eru gagnrýnin á framboð Katrínar, af stuðningsfólki hennar. Þetta hefur gengið svo langt að fólki er ýtt í „félagslegan skammarkrók“ vegna skoðanna sinna og gert er lítið úr þeim í ákveðnum hópum. Er það ekki þöggun? Annað sem þessi hópur stuðningsmanna Katrínar hefur gert er að halda því fram að það sé „karllægt“ að gagnrýna hana. Þannig sé gagnrýni á Katrínu, sem snýr m.a. að stöðu hennar sem fyrrum forsætisráðherra í sitjandi ríkisstjórn, jafnvel merki um kvenhatur. Forsetakosningar hafa aldrei snúist jafn lítið um kyn og nú, enda eru sex konur og sex karlmenn á kjörseðlinum. Þar af eru þær allra sigurstranglegustu konur. Það er því engin árás feðraveldisins hér á ferð, þvert á móti mætti færa rök fyrir hinu andstæða. Komum aftur að minni skoðun, „Þitt atkvæði er þitt“. Ég stend við það, ef allir myndu kjósa af heilindum og eigin sannfæringu og Katrín Jakobsdóttir stæði uppi sem forseti þá væri hún líka minn forseti. En ef slagurinn á Bessastaði á að vinnast á þennan hátt, blóðugt, drullugt og án nokkurs þokka, verður það forsetaembættinu hvorki til fegrunar eða framdráttar og minni líkur eru á að sátt verði um Katrínu sem forseta, ef hún sigrar. Þegar við veitum atkvæði okkar skulum við ekki bara spyrja okkur að því hvern við viljum sjá sem forseta Íslands heldur líka hvernig við viljum velja okkar forseta. Því tónninn sem við setjum nú ákvarðar hvernig við, sem þjóð, höldum fram á við eftir kosningarnar. Höfundur er Íslendingur.
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar
Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar
Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun