Persónan Katrín Jakobsdóttir Sólveig Hildur Björnsdóttir skrifar 31. maí 2024 14:16 „Ég vil alltaf bæta mig,“ svaraði Katrín auðmjúk þegar ég spurði hana hvernig henni hafi gengið í lokaprófunum. Þarna stóðum við fyrir framan kennslustofurnar í Menntaskólanum við Sund með vitnisburðinn í höndunum. Katrín dúxaði á stúdentsprófunum með hæstu einkunn frá upphafi í sögu skólans fram að því. Þessi hógværð og metnaður hefur einkennt Katrínu frá því ég kynntist henni fyrst en við erum skólasystur bæði úr Langholtsskóla og MS. Strax í grunnskóla bar Katrín með sér þá eiginleika leiðtoga sem mér finnst vera til fyrirmyndar. Þrátt fyrir að fá hæstu einkunnirnar og vera í flottustu lopapeysunni var hún hógværðin uppmáluð og hvatti aðra til dáða. Sem fyrrum grindahlaupari fannst mér sérlega ánægjulegt þegar Katrín tók upp á því að stunda þolþjálfun þegar heimsfaraldur Covid-19 skall á. Markmiðið var strax sett á að koma sterkari út úr faraldrinum en fyrir hann. Þetta er lýsandi fyrir metnað Katrínar um að vilja sífellt vera að bæta sig og eflaust sá hún þarna tækifæri til að styrkja sig enda mikilvægt að þjóðarleiðtogi sé sterkur á velli þegar slíkan vágest ber að höndum. Árangurinn lét ekki á sér standa og hleypur Katrín nú marga kílómetra án þess að blása úr nös. Þessi metnaður endurspeglar þá ómældu þrautseigju þegar hún leiddi þjóðina í gegnum heimsfaraldurinn með skeleggum og skynsömum hætti. Mér finnst sérlega ánægjulegt að Katrín, búin þessum góðu mannkostum, bjóði sig fram til embættis forseta Íslands. Ég er henni þakklát fyrir að vilja láta gott af sér leiða fyrir íslenska þjóð og finnst til fyrirmyndar hvernig hún tekst á við mótvind af yfirvegun og auðmýkt, ákveðin í að halda áfram á sinni braut og gefa endalaust af sér. Ég treysti Katrínu til að vera öflugur málsvari þjóðarinnar. Ég trúi því að hún muni vinna að því að auka veg og virðingu Íslands í samfélagi þjóðanna, verða forseti sem þekkir í senn arfleifð þjóðarinnar og það nýstárlegasta í menningunni. Umfram allt tel ég Katrínu vera boðbera lýðræðis og virðingar fyrir náunganum, kvenskörung sem leiðir ólíka hópa saman með heiðarleika og umburðarlyndi að leiðarljósi. Ég kýs stolt persónuna Katrínu Jakobsdóttur á laugardaginn til embættis forseta Íslands. Höfundur er skólasystir Katrínar Jakobsdóttur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Halldór 26.04.2025 Halldór Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
„Ég vil alltaf bæta mig,“ svaraði Katrín auðmjúk þegar ég spurði hana hvernig henni hafi gengið í lokaprófunum. Þarna stóðum við fyrir framan kennslustofurnar í Menntaskólanum við Sund með vitnisburðinn í höndunum. Katrín dúxaði á stúdentsprófunum með hæstu einkunn frá upphafi í sögu skólans fram að því. Þessi hógværð og metnaður hefur einkennt Katrínu frá því ég kynntist henni fyrst en við erum skólasystur bæði úr Langholtsskóla og MS. Strax í grunnskóla bar Katrín með sér þá eiginleika leiðtoga sem mér finnst vera til fyrirmyndar. Þrátt fyrir að fá hæstu einkunnirnar og vera í flottustu lopapeysunni var hún hógværðin uppmáluð og hvatti aðra til dáða. Sem fyrrum grindahlaupari fannst mér sérlega ánægjulegt þegar Katrín tók upp á því að stunda þolþjálfun þegar heimsfaraldur Covid-19 skall á. Markmiðið var strax sett á að koma sterkari út úr faraldrinum en fyrir hann. Þetta er lýsandi fyrir metnað Katrínar um að vilja sífellt vera að bæta sig og eflaust sá hún þarna tækifæri til að styrkja sig enda mikilvægt að þjóðarleiðtogi sé sterkur á velli þegar slíkan vágest ber að höndum. Árangurinn lét ekki á sér standa og hleypur Katrín nú marga kílómetra án þess að blása úr nös. Þessi metnaður endurspeglar þá ómældu þrautseigju þegar hún leiddi þjóðina í gegnum heimsfaraldurinn með skeleggum og skynsömum hætti. Mér finnst sérlega ánægjulegt að Katrín, búin þessum góðu mannkostum, bjóði sig fram til embættis forseta Íslands. Ég er henni þakklát fyrir að vilja láta gott af sér leiða fyrir íslenska þjóð og finnst til fyrirmyndar hvernig hún tekst á við mótvind af yfirvegun og auðmýkt, ákveðin í að halda áfram á sinni braut og gefa endalaust af sér. Ég treysti Katrínu til að vera öflugur málsvari þjóðarinnar. Ég trúi því að hún muni vinna að því að auka veg og virðingu Íslands í samfélagi þjóðanna, verða forseti sem þekkir í senn arfleifð þjóðarinnar og það nýstárlegasta í menningunni. Umfram allt tel ég Katrínu vera boðbera lýðræðis og virðingar fyrir náunganum, kvenskörung sem leiðir ólíka hópa saman með heiðarleika og umburðarlyndi að leiðarljósi. Ég kýs stolt persónuna Katrínu Jakobsdóttur á laugardaginn til embættis forseta Íslands. Höfundur er skólasystir Katrínar Jakobsdóttur.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar