Aldrei hitta hetjurnar þínar Skarphéðinn Guðmundsson skrifar 31. maí 2024 13:16 Er þekkt orðatiltæki sem segir manni að leita ekki persónulegra kynna við þá sem maður hefur litið upp til og/eða hefur mikið dálæti á úr fjarska eða í gegnum miðla. Ég á sjálfur reynslu af slíku eftir að hafa hitt hollywood stjörnur og fræga fótboltamenn sem mér fannst nú ekki mikið til koma þegar ég átti samtöl við þau. Maður áttar sig á því að þú ert bara lítið peð í þeirra augum og heimi og þau hafa engan áhuga á þér og þínu dálæti á þeim. Á þessu hef ég nýlega fundið eina undantekningu, í raun bara fyrr í þessum mánuði, þegar ég hitti Jón Gnarr. Ég fann það strax bara með því að taka í höndina á honum að honum var alls ekkert sama um mig, frekar en nokkra aðra manneskju, sama hvort sú manneskja væri aðdáandi eða ekki. Það skín í gegn eitthvað óútskýrt þegar þú hittir hann hvað hann er hjartahrein, heiðarleg, hlý og góð manneskja. Ég áttaði mig á því þarna og næstu daga eftir að kynnin urðu meiri að þessi ákvörðun hans um að bjóða sig fram sem forseta Íslands væri ekkert grín, hún væri tekin af hjartanu og með okkur fólkið í landinu í huga. Hann hefur lesið okkur sem þjóð í 30 ár og er líklega hvergi betri í að gera það áfram en í embætti forseta. Ég vildi óska þess að allir myndu hitta Jón Gnarr í persónu því þið munuð fá sömu tilfinningu, og ég trúi því að verði hann forseti þá munu tækifærin á að hitta hann og kynnast aukast fyrir alla því hann er að gera þetta fyrir okkur, ekki sig. Ef maður hugsar um það hvaða hópur fólks í landinu er með tærustu hugsanirnar og bestu gagnrýnina myndi ég segja börn. Börn eru ekki lituð af pólítik, áróðri í kommentakerfum o.s.frv. Nú hafa þó nokkrir grunnskólar í aðdraganda kosninganna haldið sínar eigin kosningar þar sem börnin velja sér forseta, ég hef séð fréttir frá amk 6 grunnskólakosningum og í öllum þeirra var Jón Gnarr kosinn forseti, öllum! Þarna eru börnin að velja sér manneskju sem forseta ólituð af pólitík, skoðanakönnunum og áróðri. Þessi börn eru unga fólkið okkar, þessi börn verða unga fólkið okkar næstu árin og þessi börn eru framtíð þessa lands. Ættum við ekki að hlusta á þau? Ég ætla ekki að segja ykkur hvað þið eigið að kjósa, en það er tvennt sem ég ætla að biðja ykkur um að gera. Mætið á kjörstað og kjósið þann sem ykkur líður vel með að kjósa og af ykkar eigin sannfæringu en ekki af taktískum þrýstingi og áróðri. Ef þú ætlaðir þér að kjósa Jón Gnarr, haltu þig þá við það. Ef allir sem vilja Jón á Bessastaði kjósa Jón Gnarr þá er hann með nógu mikið fylgi til þess að sigra alla aðra. Öll atkvæði gilda jafn mikið, hugsum til 2.júní um hvernig okkur mun líða í hjartanu yfir því að hafa kosið þann frambjóðenda sem við viljum í embættið en ekki þann sem okkur fannst næstbesti eða næst versti kosturinn. Meiri gleði, minni leiðindi. Höfundur er stuðningsmaður Jóns Gnarr. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Halldór 26.04.2025 Halldór Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Er þekkt orðatiltæki sem segir manni að leita ekki persónulegra kynna við þá sem maður hefur litið upp til og/eða hefur mikið dálæti á úr fjarska eða í gegnum miðla. Ég á sjálfur reynslu af slíku eftir að hafa hitt hollywood stjörnur og fræga fótboltamenn sem mér fannst nú ekki mikið til koma þegar ég átti samtöl við þau. Maður áttar sig á því að þú ert bara lítið peð í þeirra augum og heimi og þau hafa engan áhuga á þér og þínu dálæti á þeim. Á þessu hef ég nýlega fundið eina undantekningu, í raun bara fyrr í þessum mánuði, þegar ég hitti Jón Gnarr. Ég fann það strax bara með því að taka í höndina á honum að honum var alls ekkert sama um mig, frekar en nokkra aðra manneskju, sama hvort sú manneskja væri aðdáandi eða ekki. Það skín í gegn eitthvað óútskýrt þegar þú hittir hann hvað hann er hjartahrein, heiðarleg, hlý og góð manneskja. Ég áttaði mig á því þarna og næstu daga eftir að kynnin urðu meiri að þessi ákvörðun hans um að bjóða sig fram sem forseta Íslands væri ekkert grín, hún væri tekin af hjartanu og með okkur fólkið í landinu í huga. Hann hefur lesið okkur sem þjóð í 30 ár og er líklega hvergi betri í að gera það áfram en í embætti forseta. Ég vildi óska þess að allir myndu hitta Jón Gnarr í persónu því þið munuð fá sömu tilfinningu, og ég trúi því að verði hann forseti þá munu tækifærin á að hitta hann og kynnast aukast fyrir alla því hann er að gera þetta fyrir okkur, ekki sig. Ef maður hugsar um það hvaða hópur fólks í landinu er með tærustu hugsanirnar og bestu gagnrýnina myndi ég segja börn. Börn eru ekki lituð af pólítik, áróðri í kommentakerfum o.s.frv. Nú hafa þó nokkrir grunnskólar í aðdraganda kosninganna haldið sínar eigin kosningar þar sem börnin velja sér forseta, ég hef séð fréttir frá amk 6 grunnskólakosningum og í öllum þeirra var Jón Gnarr kosinn forseti, öllum! Þarna eru börnin að velja sér manneskju sem forseta ólituð af pólitík, skoðanakönnunum og áróðri. Þessi börn eru unga fólkið okkar, þessi börn verða unga fólkið okkar næstu árin og þessi börn eru framtíð þessa lands. Ættum við ekki að hlusta á þau? Ég ætla ekki að segja ykkur hvað þið eigið að kjósa, en það er tvennt sem ég ætla að biðja ykkur um að gera. Mætið á kjörstað og kjósið þann sem ykkur líður vel með að kjósa og af ykkar eigin sannfæringu en ekki af taktískum þrýstingi og áróðri. Ef þú ætlaðir þér að kjósa Jón Gnarr, haltu þig þá við það. Ef allir sem vilja Jón á Bessastaði kjósa Jón Gnarr þá er hann með nógu mikið fylgi til þess að sigra alla aðra. Öll atkvæði gilda jafn mikið, hugsum til 2.júní um hvernig okkur mun líða í hjartanu yfir því að hafa kosið þann frambjóðenda sem við viljum í embættið en ekki þann sem okkur fannst næstbesti eða næst versti kosturinn. Meiri gleði, minni leiðindi. Höfundur er stuðningsmaður Jóns Gnarr.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar