Að velja réttu manneskjuna Starri Reynisson skrifar 30. maí 2024 12:30 Hlutverk forseta Íslands er margbrotið. Manneskjan sem velst í það embætti þarf að sinna alls konar verkefnum bæði heima fyrir og erlendis. Hún þarf að kunna sig og koma vel fyrir á alþjóðavettvangi til að geta stutt við hagsmuni Íslands og gildandi utanríkisstefnu hvers tíma. Hún þarf að vera læs á stjórnmálaástandið innanlands án þess að vera beinn dagsdaglegur þátttakandi í því og þó tilbúin að stíga inn sem málsvari almennings verði hún vör við rof milli þings og þjóðarvilja. Hún þarf að þekkja og skilja fjölbreyttan veruleika íslensks samfélags. Sem óflokkspólitískur þjóðkjörinn fulltrúi almennings þarf hún að geta verið allra, sameiningarafl sem flestir Íslendingar geta litið upp til og verið stoltir af. Guðni Th. hefur sinnt þessu hlutverki af stakri prýði undanfarin átta ár. Það sem mér hefur þótt best í fari Guðna er hvað honum hefur einmitt gengið vel að vera allra. Vera aðgengilegur, auðmjúkur, manneskjulegur og hlýr. Hvar sem hann kemur, hvort sem það er í opinberum erindagjörðum eða bara í sundferð eða búðarápi, nálgast hann fólk og lyftir upp því sem það er að gera. Mér finnst það mikilvægast í fari góðs forseta og þetta eru þeir eiginleikar sem ég hef horft mest eftir hjá frambjóðendum í yfirstandandi kosningabaráttu. Í mínum huga þarf góður forseti að geta stigið á svið og haldið tölu, til dæmis á viðburðum þar sem verið er að heiðra framúrskarandi einstaklinga, fagna áfangasigri fyrir gott málefni eða halda upp á stórafmæli mikilvægra félagasamtaka, án þess að gera sjálfan sig að aðalatriði viðburðarins heldur nýta nærveru sína til að lyfta upp því sem verið er að heiðra hverju sinni. Góður forseti sækist ekki eftir því að vera sjálfur miðpunktur athyglinnar. Hann á ekki að standa sjálfur í sviðsljósinu, heldur á hann að beina ljóskastaranum að því sem raunverulega skiptir máli. Bæði fólki og málefnum sem verðskulda sérstaka viðurkenningu, en líka venjulegu fólki í sínu daglega vafstri. Við stöndum frammi fyrir áhugaverðu vali næstkomandi laugardag og mannvalið meðal frambjóðenda er með afbrigðum gott. Ég efast ekki um að allir þeir frambjóðendur sem mælst hafa efstir í könnunum geti valdið embættinu, sérstaklega praktískum hluta þess. Einn frambjóðandi hefur mér þó þótt bera af þegar kemur að manneskjulega hlutanum. Halla Hrund hefur komið víða við og sankað að sér fjölbreyttri reynslu sem gefur henni góðan skilning á margbreytileika samfélagsins, án þess að hún hafi myndað of sterk tengsl við hagsmunahópa í fjármálaheiminum eða flokkapólitík. Hún þekkir vel flestar þær fjölbreyttu áskoranir sem íslenskt samfélag stendur frammi og er óhrædd við að standa með hagsmunum þjóðarinnar, ekki síst í auðlindamálum. Fyrst og fremst hefur mér þótt framkoma hennar í gegnum alla kosningabaráttuna einkennast af heiðarleika, auðmýkt og mennsku. Ég hef trú á því að hún geti verið forseti okkar allra, sem við getum sameinast um og verið stolt af. Þess vegna kýs ég Höllu Hrund. Höfundur er bóksali og nemandi við Háskólann á Bifröst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Starri Reynisson Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Að vera manneskja Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Hlutverk forseta Íslands er margbrotið. Manneskjan sem velst í það embætti þarf að sinna alls konar verkefnum bæði heima fyrir og erlendis. Hún þarf að kunna sig og koma vel fyrir á alþjóðavettvangi til að geta stutt við hagsmuni Íslands og gildandi utanríkisstefnu hvers tíma. Hún þarf að vera læs á stjórnmálaástandið innanlands án þess að vera beinn dagsdaglegur þátttakandi í því og þó tilbúin að stíga inn sem málsvari almennings verði hún vör við rof milli þings og þjóðarvilja. Hún þarf að þekkja og skilja fjölbreyttan veruleika íslensks samfélags. Sem óflokkspólitískur þjóðkjörinn fulltrúi almennings þarf hún að geta verið allra, sameiningarafl sem flestir Íslendingar geta litið upp til og verið stoltir af. Guðni Th. hefur sinnt þessu hlutverki af stakri prýði undanfarin átta ár. Það sem mér hefur þótt best í fari Guðna er hvað honum hefur einmitt gengið vel að vera allra. Vera aðgengilegur, auðmjúkur, manneskjulegur og hlýr. Hvar sem hann kemur, hvort sem það er í opinberum erindagjörðum eða bara í sundferð eða búðarápi, nálgast hann fólk og lyftir upp því sem það er að gera. Mér finnst það mikilvægast í fari góðs forseta og þetta eru þeir eiginleikar sem ég hef horft mest eftir hjá frambjóðendum í yfirstandandi kosningabaráttu. Í mínum huga þarf góður forseti að geta stigið á svið og haldið tölu, til dæmis á viðburðum þar sem verið er að heiðra framúrskarandi einstaklinga, fagna áfangasigri fyrir gott málefni eða halda upp á stórafmæli mikilvægra félagasamtaka, án þess að gera sjálfan sig að aðalatriði viðburðarins heldur nýta nærveru sína til að lyfta upp því sem verið er að heiðra hverju sinni. Góður forseti sækist ekki eftir því að vera sjálfur miðpunktur athyglinnar. Hann á ekki að standa sjálfur í sviðsljósinu, heldur á hann að beina ljóskastaranum að því sem raunverulega skiptir máli. Bæði fólki og málefnum sem verðskulda sérstaka viðurkenningu, en líka venjulegu fólki í sínu daglega vafstri. Við stöndum frammi fyrir áhugaverðu vali næstkomandi laugardag og mannvalið meðal frambjóðenda er með afbrigðum gott. Ég efast ekki um að allir þeir frambjóðendur sem mælst hafa efstir í könnunum geti valdið embættinu, sérstaklega praktískum hluta þess. Einn frambjóðandi hefur mér þó þótt bera af þegar kemur að manneskjulega hlutanum. Halla Hrund hefur komið víða við og sankað að sér fjölbreyttri reynslu sem gefur henni góðan skilning á margbreytileika samfélagsins, án þess að hún hafi myndað of sterk tengsl við hagsmunahópa í fjármálaheiminum eða flokkapólitík. Hún þekkir vel flestar þær fjölbreyttu áskoranir sem íslenskt samfélag stendur frammi og er óhrædd við að standa með hagsmunum þjóðarinnar, ekki síst í auðlindamálum. Fyrst og fremst hefur mér þótt framkoma hennar í gegnum alla kosningabaráttuna einkennast af heiðarleika, auðmýkt og mennsku. Ég hef trú á því að hún geti verið forseti okkar allra, sem við getum sameinast um og verið stolt af. Þess vegna kýs ég Höllu Hrund. Höfundur er bóksali og nemandi við Háskólann á Bifröst.
Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar
Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun