Að velja réttu manneskjuna Starri Reynisson skrifar 30. maí 2024 12:30 Hlutverk forseta Íslands er margbrotið. Manneskjan sem velst í það embætti þarf að sinna alls konar verkefnum bæði heima fyrir og erlendis. Hún þarf að kunna sig og koma vel fyrir á alþjóðavettvangi til að geta stutt við hagsmuni Íslands og gildandi utanríkisstefnu hvers tíma. Hún þarf að vera læs á stjórnmálaástandið innanlands án þess að vera beinn dagsdaglegur þátttakandi í því og þó tilbúin að stíga inn sem málsvari almennings verði hún vör við rof milli þings og þjóðarvilja. Hún þarf að þekkja og skilja fjölbreyttan veruleika íslensks samfélags. Sem óflokkspólitískur þjóðkjörinn fulltrúi almennings þarf hún að geta verið allra, sameiningarafl sem flestir Íslendingar geta litið upp til og verið stoltir af. Guðni Th. hefur sinnt þessu hlutverki af stakri prýði undanfarin átta ár. Það sem mér hefur þótt best í fari Guðna er hvað honum hefur einmitt gengið vel að vera allra. Vera aðgengilegur, auðmjúkur, manneskjulegur og hlýr. Hvar sem hann kemur, hvort sem það er í opinberum erindagjörðum eða bara í sundferð eða búðarápi, nálgast hann fólk og lyftir upp því sem það er að gera. Mér finnst það mikilvægast í fari góðs forseta og þetta eru þeir eiginleikar sem ég hef horft mest eftir hjá frambjóðendum í yfirstandandi kosningabaráttu. Í mínum huga þarf góður forseti að geta stigið á svið og haldið tölu, til dæmis á viðburðum þar sem verið er að heiðra framúrskarandi einstaklinga, fagna áfangasigri fyrir gott málefni eða halda upp á stórafmæli mikilvægra félagasamtaka, án þess að gera sjálfan sig að aðalatriði viðburðarins heldur nýta nærveru sína til að lyfta upp því sem verið er að heiðra hverju sinni. Góður forseti sækist ekki eftir því að vera sjálfur miðpunktur athyglinnar. Hann á ekki að standa sjálfur í sviðsljósinu, heldur á hann að beina ljóskastaranum að því sem raunverulega skiptir máli. Bæði fólki og málefnum sem verðskulda sérstaka viðurkenningu, en líka venjulegu fólki í sínu daglega vafstri. Við stöndum frammi fyrir áhugaverðu vali næstkomandi laugardag og mannvalið meðal frambjóðenda er með afbrigðum gott. Ég efast ekki um að allir þeir frambjóðendur sem mælst hafa efstir í könnunum geti valdið embættinu, sérstaklega praktískum hluta þess. Einn frambjóðandi hefur mér þó þótt bera af þegar kemur að manneskjulega hlutanum. Halla Hrund hefur komið víða við og sankað að sér fjölbreyttri reynslu sem gefur henni góðan skilning á margbreytileika samfélagsins, án þess að hún hafi myndað of sterk tengsl við hagsmunahópa í fjármálaheiminum eða flokkapólitík. Hún þekkir vel flestar þær fjölbreyttu áskoranir sem íslenskt samfélag stendur frammi og er óhrædd við að standa með hagsmunum þjóðarinnar, ekki síst í auðlindamálum. Fyrst og fremst hefur mér þótt framkoma hennar í gegnum alla kosningabaráttuna einkennast af heiðarleika, auðmýkt og mennsku. Ég hef trú á því að hún geti verið forseti okkar allra, sem við getum sameinast um og verið stolt af. Þess vegna kýs ég Höllu Hrund. Höfundur er bóksali og nemandi við Háskólann á Bifröst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Starri Reynisson Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Hlutverk forseta Íslands er margbrotið. Manneskjan sem velst í það embætti þarf að sinna alls konar verkefnum bæði heima fyrir og erlendis. Hún þarf að kunna sig og koma vel fyrir á alþjóðavettvangi til að geta stutt við hagsmuni Íslands og gildandi utanríkisstefnu hvers tíma. Hún þarf að vera læs á stjórnmálaástandið innanlands án þess að vera beinn dagsdaglegur þátttakandi í því og þó tilbúin að stíga inn sem málsvari almennings verði hún vör við rof milli þings og þjóðarvilja. Hún þarf að þekkja og skilja fjölbreyttan veruleika íslensks samfélags. Sem óflokkspólitískur þjóðkjörinn fulltrúi almennings þarf hún að geta verið allra, sameiningarafl sem flestir Íslendingar geta litið upp til og verið stoltir af. Guðni Th. hefur sinnt þessu hlutverki af stakri prýði undanfarin átta ár. Það sem mér hefur þótt best í fari Guðna er hvað honum hefur einmitt gengið vel að vera allra. Vera aðgengilegur, auðmjúkur, manneskjulegur og hlýr. Hvar sem hann kemur, hvort sem það er í opinberum erindagjörðum eða bara í sundferð eða búðarápi, nálgast hann fólk og lyftir upp því sem það er að gera. Mér finnst það mikilvægast í fari góðs forseta og þetta eru þeir eiginleikar sem ég hef horft mest eftir hjá frambjóðendum í yfirstandandi kosningabaráttu. Í mínum huga þarf góður forseti að geta stigið á svið og haldið tölu, til dæmis á viðburðum þar sem verið er að heiðra framúrskarandi einstaklinga, fagna áfangasigri fyrir gott málefni eða halda upp á stórafmæli mikilvægra félagasamtaka, án þess að gera sjálfan sig að aðalatriði viðburðarins heldur nýta nærveru sína til að lyfta upp því sem verið er að heiðra hverju sinni. Góður forseti sækist ekki eftir því að vera sjálfur miðpunktur athyglinnar. Hann á ekki að standa sjálfur í sviðsljósinu, heldur á hann að beina ljóskastaranum að því sem raunverulega skiptir máli. Bæði fólki og málefnum sem verðskulda sérstaka viðurkenningu, en líka venjulegu fólki í sínu daglega vafstri. Við stöndum frammi fyrir áhugaverðu vali næstkomandi laugardag og mannvalið meðal frambjóðenda er með afbrigðum gott. Ég efast ekki um að allir þeir frambjóðendur sem mælst hafa efstir í könnunum geti valdið embættinu, sérstaklega praktískum hluta þess. Einn frambjóðandi hefur mér þó þótt bera af þegar kemur að manneskjulega hlutanum. Halla Hrund hefur komið víða við og sankað að sér fjölbreyttri reynslu sem gefur henni góðan skilning á margbreytileika samfélagsins, án þess að hún hafi myndað of sterk tengsl við hagsmunahópa í fjármálaheiminum eða flokkapólitík. Hún þekkir vel flestar þær fjölbreyttu áskoranir sem íslenskt samfélag stendur frammi og er óhrædd við að standa með hagsmunum þjóðarinnar, ekki síst í auðlindamálum. Fyrst og fremst hefur mér þótt framkoma hennar í gegnum alla kosningabaráttuna einkennast af heiðarleika, auðmýkt og mennsku. Ég hef trú á því að hún geti verið forseti okkar allra, sem við getum sameinast um og verið stolt af. Þess vegna kýs ég Höllu Hrund. Höfundur er bóksali og nemandi við Háskólann á Bifröst.
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar