Þolinmóðan mannvin á Bessastaði! Aleksandra Wasilewska skrifar 30. maí 2024 12:01 Forseti Íslands á fyrst og fremst að vera fólksins. Hann þarf að vera mannlegur, búa yfir góðri samvinnuhæfni og vera fær í samskiptum. Þar stendur Baldur Þórhallsson sannarlega sterkur eins og í mörgu öðru sem skiptir miklu máli þegar kemur að embætti forseta Íslands. Hann er nefnilega líka sérfræðingur í stöðu smáríkja í heiminum, þekkir stjórnskipan landsins afar vel og hefur skrifað meira um utanríkisstefnu Íslands en flest. Mig langar hins vegar að lyfta sérstaklega upp þeim mikilvæga og lýsandi eiginleika að sinna og viðhalda fallegum og heilbrigðum samböndum í samsettri fjölskyldu. Þar eru þeir Baldur og Felix miklar fyrirmyndir fyrir hefðbundnar fjölskyldur og fyrir nýjar fjölskyldugerðir. Samband þeirra við börn og barnabörn er einstaklega fallegt og ekki síður samband þeirra við barnsmæður sínar sem báðar hafa einlæglega lýst yfir stuðningi við Baldur. Það að viðhalda svona heilbrigðu fjölskyldusambandi eftir skilnað getur sagt mikið um einstakling. Til þess þarf þroska, ríka tilfinningagreind og góða aðlögunarhæfni. Báðir eru þeir, Baldur og Felix, miklir mannvinir með fallega framkomu og myndu sóma sér vel á Bessastöðum eða hvar sem þeir kæmu fram fyrir hönd þjóðarinnar. Það er mikilvægt að forseti geti sýnt stillingu og hafi þolinmæði fyrir öðru fólki og skoðunum þess. Framkoma sumra í síðasta pallborði Heimildarinnar sýndi að frambjóðendur mátast misvel í hlutverk forseta Íslands. Það er mikilvægt að sýna samferðafólki sínu virðingu og forseti landsins á að fara fram með góðu fordæmi. Að koma fram af virðingu við samferðafólk sitt, líka þá sem þú ert ósammála eða ert að keppa við, er eitthvað sem fólk ætti að tileinka sér, ekki síst fólk sem er í valdastöðum samfélagsins eða sækist eftir að komast í slíkar. Baldur er hreinn og beinn. Á bakvið hann standa hvorki valdaelítur né hópur fjármagnseigenda heldur er framboðið drifið áfram með starfi grasrótarinnar. Ég þarf að geta treyst því að forsetinn standi með almenningi og þess vegna kýs ég Baldur. Höfundur er flugfreyja og nemi í viðskiptafræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Halldór 26.04.2025 Halldór „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Forseti Íslands á fyrst og fremst að vera fólksins. Hann þarf að vera mannlegur, búa yfir góðri samvinnuhæfni og vera fær í samskiptum. Þar stendur Baldur Þórhallsson sannarlega sterkur eins og í mörgu öðru sem skiptir miklu máli þegar kemur að embætti forseta Íslands. Hann er nefnilega líka sérfræðingur í stöðu smáríkja í heiminum, þekkir stjórnskipan landsins afar vel og hefur skrifað meira um utanríkisstefnu Íslands en flest. Mig langar hins vegar að lyfta sérstaklega upp þeim mikilvæga og lýsandi eiginleika að sinna og viðhalda fallegum og heilbrigðum samböndum í samsettri fjölskyldu. Þar eru þeir Baldur og Felix miklar fyrirmyndir fyrir hefðbundnar fjölskyldur og fyrir nýjar fjölskyldugerðir. Samband þeirra við börn og barnabörn er einstaklega fallegt og ekki síður samband þeirra við barnsmæður sínar sem báðar hafa einlæglega lýst yfir stuðningi við Baldur. Það að viðhalda svona heilbrigðu fjölskyldusambandi eftir skilnað getur sagt mikið um einstakling. Til þess þarf þroska, ríka tilfinningagreind og góða aðlögunarhæfni. Báðir eru þeir, Baldur og Felix, miklir mannvinir með fallega framkomu og myndu sóma sér vel á Bessastöðum eða hvar sem þeir kæmu fram fyrir hönd þjóðarinnar. Það er mikilvægt að forseti geti sýnt stillingu og hafi þolinmæði fyrir öðru fólki og skoðunum þess. Framkoma sumra í síðasta pallborði Heimildarinnar sýndi að frambjóðendur mátast misvel í hlutverk forseta Íslands. Það er mikilvægt að sýna samferðafólki sínu virðingu og forseti landsins á að fara fram með góðu fordæmi. Að koma fram af virðingu við samferðafólk sitt, líka þá sem þú ert ósammála eða ert að keppa við, er eitthvað sem fólk ætti að tileinka sér, ekki síst fólk sem er í valdastöðum samfélagsins eða sækist eftir að komast í slíkar. Baldur er hreinn og beinn. Á bakvið hann standa hvorki valdaelítur né hópur fjármagnseigenda heldur er framboðið drifið áfram með starfi grasrótarinnar. Ég þarf að geta treyst því að forsetinn standi með almenningi og þess vegna kýs ég Baldur. Höfundur er flugfreyja og nemi í viðskiptafræði.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar