„Síðustu mánuðir ógeðslega erfiðir en maður á samt alltaf að mæta og spila“ Smári Jökull Jónsson skrifar 29. maí 2024 22:54 Ólafur svekktur í leikslok. Vísir/Anton Brink Ólafur Ólafsson fyrirliði Grindavíkur fór yfir tímabilið eftir úrslitaleikinn gegn Val í kvöld þar sem Valsmenn tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn.Hann sagði síðustu mánuði hjá Grindvíkingum hafa verið mjög erfiða og þó svo að hægt væri að gleyma sér á æfingum og leikjum væru andvökunæturnar búnar að vera margar. Andri Már Eggertsson ræddi við Ólaf eftir leikinn í kvöld og byrjaði á að spyrja út í hvað hefði gert það að verkum að Valur stóð uppi sem Íslandsmeistari í leikslok. „Þeir bara náðu að stoppa áhlaupin okkar og við aftur á móti náðum ekki að stoppa þeirra. Þeir voru alltaf með svör við öllu sem við gerðum og bara til hamingju Valur.“ Ólafur gaf lítið fyrir það að Grindvíkingar hefðu ekki náð að bregðast við því að Kristófer Acox hafi meiðst í upphafi leiks. „Ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá var ég búinn að gleyma því að Kristó hefði meiðst og bara vona að hann nái sér sem allra fyrst. Ég var búinn að gleyma því bara eftir tvær mínútur. Þeir eru búnir að vera það lengi saman að spila og kunna á hvern annan. Þeir spiluðu bara betur en við í dag.“ Grindvíkingar létu dómgæsluna fara töluvert í taugarnar á sér en það hallaði á gestina í fjölda villna og lentu þeir í miklum villuvandræðum. Hann sagði það ekki hafa haft úrslitaáhrif. „Ekkert frekar. Það var verið að tala um að þeir hefðu skotið sautján vítum í fyrri hálfleik en við fjórum, samt vorum við að fara jafn kröftuglega á körfuna. Leikurinn tapast ekki þar. Það er mjög erfitt að setja þettta eitthvað í orð en ég er mjög stoltur af mínu liði.“ „Margar andvökunætur og stundum ekkert sofið, bara að hugsa um hvað ef“ Grindvíkingar hafa gengið í gegnum mikið á tímabilinu síðan jarðhræringar hófust í nóvember og rýma þurfti bæinn. Ólafur viðurkenndi að síðustu mánuðir hafi verið mjög erfiðir. „Þetta er búið að vera erfitt. Að við þurfum að vera að ganga í gegnum þetta er ógeðslega erfitt og dagurinn í dag er búinn að vera erfiður. Síðustu sex til sjö mánuðir eru búnir að vera ógeðslega erfiðir en maður á samt alltaf að mæta og spila körfubolta.“ „Það sem er búið að vera á herðunum á manni allan þennan tíma er búið að vera ógeðslega erfitt. Maður þarf alltaf að setja upp einhvern svip þegar manni líður illa og vissulega gleymir maður sér á æfingum og í leikjum en það eru búnar að vera margar andvökunætur og stundum ekkert sofið, bara að hugsa um hvað ef. Þetta er búið að vera skrýtið og erfitt.“ Eldgos hófst við Grindavík í enn eitt skiptið í dag og mættu Grindvíkingar til leiks með þær fréttir á bakinu. „Dagurinn í dag var ekkert til að hjálpa til því stærðin á þessu var svo mikil. Það þarf örugglega bara að leggja mig inn eftir þetta, ég er alveg andlega búinn á því. Það er ekki dropi eftir á tanknum.“ Ólafur sagði kærkomið fjölskyldufrí framundan. „Á maður ekki bara skilið að fara í frí? Við erum að fara núna í næsta mánuði í fjölskylduferð sem verður geggjað fyrir okkur, aðeins að komast í burtu. Það sem maður þarf er að komast í burtu frá þessu öllu saman. Maður er búinn að vera að standa vaktina og þetta er búið að vera ógeðslega erfitt.“ Ólafur hugsaði um þegar hann var spurður hvort hann yrði í Grindavík á næsta tímabili en sagði erfitt að hoppa frá borði eins og staðan væri. „Ég held ég þurfi bara að vinna í sjálfum mér. Þetta er búið að vera ógeðslega erfitt en ég býst við því. Það er erfitt að labba frá borði eftir þetta tímabil, eftir allt þetta erfiði og að ná þetta langt. Ég er bara ógeðslega stoltur af mínu liði, öllum þjálfurum og allri stjórninni. Öllum bænum að komast í gegnum þetta allt saman. Þetta er búið að vera algjör viðbjóður.“ Subway-deild karla Valur Grindavík Mest lesið Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Enski boltinn Messi og Miami MLS-meistarar Fótbolti „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Handbolti „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ Handbolti Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Fleiri fréttir Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Sjá meira
Andri Már Eggertsson ræddi við Ólaf eftir leikinn í kvöld og byrjaði á að spyrja út í hvað hefði gert það að verkum að Valur stóð uppi sem Íslandsmeistari í leikslok. „Þeir bara náðu að stoppa áhlaupin okkar og við aftur á móti náðum ekki að stoppa þeirra. Þeir voru alltaf með svör við öllu sem við gerðum og bara til hamingju Valur.“ Ólafur gaf lítið fyrir það að Grindvíkingar hefðu ekki náð að bregðast við því að Kristófer Acox hafi meiðst í upphafi leiks. „Ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá var ég búinn að gleyma því að Kristó hefði meiðst og bara vona að hann nái sér sem allra fyrst. Ég var búinn að gleyma því bara eftir tvær mínútur. Þeir eru búnir að vera það lengi saman að spila og kunna á hvern annan. Þeir spiluðu bara betur en við í dag.“ Grindvíkingar létu dómgæsluna fara töluvert í taugarnar á sér en það hallaði á gestina í fjölda villna og lentu þeir í miklum villuvandræðum. Hann sagði það ekki hafa haft úrslitaáhrif. „Ekkert frekar. Það var verið að tala um að þeir hefðu skotið sautján vítum í fyrri hálfleik en við fjórum, samt vorum við að fara jafn kröftuglega á körfuna. Leikurinn tapast ekki þar. Það er mjög erfitt að setja þettta eitthvað í orð en ég er mjög stoltur af mínu liði.“ „Margar andvökunætur og stundum ekkert sofið, bara að hugsa um hvað ef“ Grindvíkingar hafa gengið í gegnum mikið á tímabilinu síðan jarðhræringar hófust í nóvember og rýma þurfti bæinn. Ólafur viðurkenndi að síðustu mánuðir hafi verið mjög erfiðir. „Þetta er búið að vera erfitt. Að við þurfum að vera að ganga í gegnum þetta er ógeðslega erfitt og dagurinn í dag er búinn að vera erfiður. Síðustu sex til sjö mánuðir eru búnir að vera ógeðslega erfiðir en maður á samt alltaf að mæta og spila körfubolta.“ „Það sem er búið að vera á herðunum á manni allan þennan tíma er búið að vera ógeðslega erfitt. Maður þarf alltaf að setja upp einhvern svip þegar manni líður illa og vissulega gleymir maður sér á æfingum og í leikjum en það eru búnar að vera margar andvökunætur og stundum ekkert sofið, bara að hugsa um hvað ef. Þetta er búið að vera skrýtið og erfitt.“ Eldgos hófst við Grindavík í enn eitt skiptið í dag og mættu Grindvíkingar til leiks með þær fréttir á bakinu. „Dagurinn í dag var ekkert til að hjálpa til því stærðin á þessu var svo mikil. Það þarf örugglega bara að leggja mig inn eftir þetta, ég er alveg andlega búinn á því. Það er ekki dropi eftir á tanknum.“ Ólafur sagði kærkomið fjölskyldufrí framundan. „Á maður ekki bara skilið að fara í frí? Við erum að fara núna í næsta mánuði í fjölskylduferð sem verður geggjað fyrir okkur, aðeins að komast í burtu. Það sem maður þarf er að komast í burtu frá þessu öllu saman. Maður er búinn að vera að standa vaktina og þetta er búið að vera ógeðslega erfitt.“ Ólafur hugsaði um þegar hann var spurður hvort hann yrði í Grindavík á næsta tímabili en sagði erfitt að hoppa frá borði eins og staðan væri. „Ég held ég þurfi bara að vinna í sjálfum mér. Þetta er búið að vera ógeðslega erfitt en ég býst við því. Það er erfitt að labba frá borði eftir þetta tímabil, eftir allt þetta erfiði og að ná þetta langt. Ég er bara ógeðslega stoltur af mínu liði, öllum þjálfurum og allri stjórninni. Öllum bænum að komast í gegnum þetta allt saman. Þetta er búið að vera algjör viðbjóður.“
Subway-deild karla Valur Grindavík Mest lesið Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Enski boltinn Messi og Miami MLS-meistarar Fótbolti „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Handbolti „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ Handbolti Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Fleiri fréttir Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Sjá meira