„Síðustu mánuðir ógeðslega erfiðir en maður á samt alltaf að mæta og spila“ Smári Jökull Jónsson skrifar 29. maí 2024 22:54 Ólafur svekktur í leikslok. Vísir/Anton Brink Ólafur Ólafsson fyrirliði Grindavíkur fór yfir tímabilið eftir úrslitaleikinn gegn Val í kvöld þar sem Valsmenn tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn.Hann sagði síðustu mánuði hjá Grindvíkingum hafa verið mjög erfiða og þó svo að hægt væri að gleyma sér á æfingum og leikjum væru andvökunæturnar búnar að vera margar. Andri Már Eggertsson ræddi við Ólaf eftir leikinn í kvöld og byrjaði á að spyrja út í hvað hefði gert það að verkum að Valur stóð uppi sem Íslandsmeistari í leikslok. „Þeir bara náðu að stoppa áhlaupin okkar og við aftur á móti náðum ekki að stoppa þeirra. Þeir voru alltaf með svör við öllu sem við gerðum og bara til hamingju Valur.“ Ólafur gaf lítið fyrir það að Grindvíkingar hefðu ekki náð að bregðast við því að Kristófer Acox hafi meiðst í upphafi leiks. „Ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá var ég búinn að gleyma því að Kristó hefði meiðst og bara vona að hann nái sér sem allra fyrst. Ég var búinn að gleyma því bara eftir tvær mínútur. Þeir eru búnir að vera það lengi saman að spila og kunna á hvern annan. Þeir spiluðu bara betur en við í dag.“ Grindvíkingar létu dómgæsluna fara töluvert í taugarnar á sér en það hallaði á gestina í fjölda villna og lentu þeir í miklum villuvandræðum. Hann sagði það ekki hafa haft úrslitaáhrif. „Ekkert frekar. Það var verið að tala um að þeir hefðu skotið sautján vítum í fyrri hálfleik en við fjórum, samt vorum við að fara jafn kröftuglega á körfuna. Leikurinn tapast ekki þar. Það er mjög erfitt að setja þettta eitthvað í orð en ég er mjög stoltur af mínu liði.“ „Margar andvökunætur og stundum ekkert sofið, bara að hugsa um hvað ef“ Grindvíkingar hafa gengið í gegnum mikið á tímabilinu síðan jarðhræringar hófust í nóvember og rýma þurfti bæinn. Ólafur viðurkenndi að síðustu mánuðir hafi verið mjög erfiðir. „Þetta er búið að vera erfitt. Að við þurfum að vera að ganga í gegnum þetta er ógeðslega erfitt og dagurinn í dag er búinn að vera erfiður. Síðustu sex til sjö mánuðir eru búnir að vera ógeðslega erfiðir en maður á samt alltaf að mæta og spila körfubolta.“ „Það sem er búið að vera á herðunum á manni allan þennan tíma er búið að vera ógeðslega erfitt. Maður þarf alltaf að setja upp einhvern svip þegar manni líður illa og vissulega gleymir maður sér á æfingum og í leikjum en það eru búnar að vera margar andvökunætur og stundum ekkert sofið, bara að hugsa um hvað ef. Þetta er búið að vera skrýtið og erfitt.“ Eldgos hófst við Grindavík í enn eitt skiptið í dag og mættu Grindvíkingar til leiks með þær fréttir á bakinu. „Dagurinn í dag var ekkert til að hjálpa til því stærðin á þessu var svo mikil. Það þarf örugglega bara að leggja mig inn eftir þetta, ég er alveg andlega búinn á því. Það er ekki dropi eftir á tanknum.“ Ólafur sagði kærkomið fjölskyldufrí framundan. „Á maður ekki bara skilið að fara í frí? Við erum að fara núna í næsta mánuði í fjölskylduferð sem verður geggjað fyrir okkur, aðeins að komast í burtu. Það sem maður þarf er að komast í burtu frá þessu öllu saman. Maður er búinn að vera að standa vaktina og þetta er búið að vera ógeðslega erfitt.“ Ólafur hugsaði um þegar hann var spurður hvort hann yrði í Grindavík á næsta tímabili en sagði erfitt að hoppa frá borði eins og staðan væri. „Ég held ég þurfi bara að vinna í sjálfum mér. Þetta er búið að vera ógeðslega erfitt en ég býst við því. Það er erfitt að labba frá borði eftir þetta tímabil, eftir allt þetta erfiði og að ná þetta langt. Ég er bara ógeðslega stoltur af mínu liði, öllum þjálfurum og allri stjórninni. Öllum bænum að komast í gegnum þetta allt saman. Þetta er búið að vera algjör viðbjóður.“ Subway-deild karla Valur Grindavík Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Fleiri fréttir Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Sjá meira
Andri Már Eggertsson ræddi við Ólaf eftir leikinn í kvöld og byrjaði á að spyrja út í hvað hefði gert það að verkum að Valur stóð uppi sem Íslandsmeistari í leikslok. „Þeir bara náðu að stoppa áhlaupin okkar og við aftur á móti náðum ekki að stoppa þeirra. Þeir voru alltaf með svör við öllu sem við gerðum og bara til hamingju Valur.“ Ólafur gaf lítið fyrir það að Grindvíkingar hefðu ekki náð að bregðast við því að Kristófer Acox hafi meiðst í upphafi leiks. „Ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá var ég búinn að gleyma því að Kristó hefði meiðst og bara vona að hann nái sér sem allra fyrst. Ég var búinn að gleyma því bara eftir tvær mínútur. Þeir eru búnir að vera það lengi saman að spila og kunna á hvern annan. Þeir spiluðu bara betur en við í dag.“ Grindvíkingar létu dómgæsluna fara töluvert í taugarnar á sér en það hallaði á gestina í fjölda villna og lentu þeir í miklum villuvandræðum. Hann sagði það ekki hafa haft úrslitaáhrif. „Ekkert frekar. Það var verið að tala um að þeir hefðu skotið sautján vítum í fyrri hálfleik en við fjórum, samt vorum við að fara jafn kröftuglega á körfuna. Leikurinn tapast ekki þar. Það er mjög erfitt að setja þettta eitthvað í orð en ég er mjög stoltur af mínu liði.“ „Margar andvökunætur og stundum ekkert sofið, bara að hugsa um hvað ef“ Grindvíkingar hafa gengið í gegnum mikið á tímabilinu síðan jarðhræringar hófust í nóvember og rýma þurfti bæinn. Ólafur viðurkenndi að síðustu mánuðir hafi verið mjög erfiðir. „Þetta er búið að vera erfitt. Að við þurfum að vera að ganga í gegnum þetta er ógeðslega erfitt og dagurinn í dag er búinn að vera erfiður. Síðustu sex til sjö mánuðir eru búnir að vera ógeðslega erfiðir en maður á samt alltaf að mæta og spila körfubolta.“ „Það sem er búið að vera á herðunum á manni allan þennan tíma er búið að vera ógeðslega erfitt. Maður þarf alltaf að setja upp einhvern svip þegar manni líður illa og vissulega gleymir maður sér á æfingum og í leikjum en það eru búnar að vera margar andvökunætur og stundum ekkert sofið, bara að hugsa um hvað ef. Þetta er búið að vera skrýtið og erfitt.“ Eldgos hófst við Grindavík í enn eitt skiptið í dag og mættu Grindvíkingar til leiks með þær fréttir á bakinu. „Dagurinn í dag var ekkert til að hjálpa til því stærðin á þessu var svo mikil. Það þarf örugglega bara að leggja mig inn eftir þetta, ég er alveg andlega búinn á því. Það er ekki dropi eftir á tanknum.“ Ólafur sagði kærkomið fjölskyldufrí framundan. „Á maður ekki bara skilið að fara í frí? Við erum að fara núna í næsta mánuði í fjölskylduferð sem verður geggjað fyrir okkur, aðeins að komast í burtu. Það sem maður þarf er að komast í burtu frá þessu öllu saman. Maður er búinn að vera að standa vaktina og þetta er búið að vera ógeðslega erfitt.“ Ólafur hugsaði um þegar hann var spurður hvort hann yrði í Grindavík á næsta tímabili en sagði erfitt að hoppa frá borði eins og staðan væri. „Ég held ég þurfi bara að vinna í sjálfum mér. Þetta er búið að vera ógeðslega erfitt en ég býst við því. Það er erfitt að labba frá borði eftir þetta tímabil, eftir allt þetta erfiði og að ná þetta langt. Ég er bara ógeðslega stoltur af mínu liði, öllum þjálfurum og allri stjórninni. Öllum bænum að komast í gegnum þetta allt saman. Þetta er búið að vera algjör viðbjóður.“
Subway-deild karla Valur Grindavík Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Fleiri fréttir Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Sjá meira