Baldur í stóru og smáu Kristín Kristinsdóttir skrifar 30. maí 2024 10:01 Baldur Þórhallsson er prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Hann er vinsæll og virtur kennari en þegar hann er ekki við kennslu ferðast hann um allan heim og fjallar um sérfræðisvið sitt og sérstakt áhugamál; stöðu smáríkja. Hvernig smáríki heimsins geta látið til sín taka í heimi þar sem stærstu ríkin hafa sögulega ráðið mestu. Baldur fæddist auðvitað ekki sem prófessor við háskólann eða sérfræðingur í stöðu smáríkja í stórum heimi. Hann er sveitastrákur af Suðurlandinu, strákur sem ólst upp á sauðfjárbúi og rak bú afa síns um tíma, þá kornungur. Hann var sæll og glaður í sveitinni, en hann vildi samt kynnast öðrum og stærri heimi. Sú staðreynd finnst mér lýsandi fyrir allan hans feril. „Yfir litlu varstu trúr, yfir mikið mun ég setja þig,“ eins og ritað er. Mér finnst fallegt að heyra Baldur tala af hlýju um uppvöxt sinn í sveitinni og mér finnst traustvekjandi að sjá hvaða lærdóm hann hefur dregið af þeim uppvexti. Hann lærði fyrirhyggju sem hefur nýst honum alla tíð síðan. Strákurinn sem rak bú afa síns á unglingsárum veit að nauðsynlegt er að hugsa fram í tímann og fyrirhyggjan er líka eitt af grunnviðfangsefnum rannsóknarseturs smáríkja sem hann stofnaði. Við þurfum að sýna fyrirhyggju varðandi fæðuöryggi og orkuöryggi, við þurfum að gæta að birgðastöðu í landinu, við þurfum að tryggja örugg fjarskipti við önnur lönd og svo mætti lengi telja. Við Íslendingar tökum gjarnan þann pól í hæðina að yppa öxlum og segja að allt reddist. Sjálfsagt hverfur sá hugsunarháttur seint og ástæðulaust að fárast yfir honum. En sannir leiðtogar geta ekki leyft sér að hugsa á þann veg. Þeir sýna fyrirhyggju. Ástæður þess að ég kýs Baldur Þórhallsson í forsetakosningunum 1. júní eru ótal margar. Þær eru stórar og smáar. Baldur hugar sjálfur að stóru jafnt sem smáu og þess vegna veit ég að hann mun valda embættinu með miklum sóma. Höfundur er kennari og stolt stuðningskona Baldurs Þórhallssonar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Sjá meira
Baldur Þórhallsson er prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Hann er vinsæll og virtur kennari en þegar hann er ekki við kennslu ferðast hann um allan heim og fjallar um sérfræðisvið sitt og sérstakt áhugamál; stöðu smáríkja. Hvernig smáríki heimsins geta látið til sín taka í heimi þar sem stærstu ríkin hafa sögulega ráðið mestu. Baldur fæddist auðvitað ekki sem prófessor við háskólann eða sérfræðingur í stöðu smáríkja í stórum heimi. Hann er sveitastrákur af Suðurlandinu, strákur sem ólst upp á sauðfjárbúi og rak bú afa síns um tíma, þá kornungur. Hann var sæll og glaður í sveitinni, en hann vildi samt kynnast öðrum og stærri heimi. Sú staðreynd finnst mér lýsandi fyrir allan hans feril. „Yfir litlu varstu trúr, yfir mikið mun ég setja þig,“ eins og ritað er. Mér finnst fallegt að heyra Baldur tala af hlýju um uppvöxt sinn í sveitinni og mér finnst traustvekjandi að sjá hvaða lærdóm hann hefur dregið af þeim uppvexti. Hann lærði fyrirhyggju sem hefur nýst honum alla tíð síðan. Strákurinn sem rak bú afa síns á unglingsárum veit að nauðsynlegt er að hugsa fram í tímann og fyrirhyggjan er líka eitt af grunnviðfangsefnum rannsóknarseturs smáríkja sem hann stofnaði. Við þurfum að sýna fyrirhyggju varðandi fæðuöryggi og orkuöryggi, við þurfum að gæta að birgðastöðu í landinu, við þurfum að tryggja örugg fjarskipti við önnur lönd og svo mætti lengi telja. Við Íslendingar tökum gjarnan þann pól í hæðina að yppa öxlum og segja að allt reddist. Sjálfsagt hverfur sá hugsunarháttur seint og ástæðulaust að fárast yfir honum. En sannir leiðtogar geta ekki leyft sér að hugsa á þann veg. Þeir sýna fyrirhyggju. Ástæður þess að ég kýs Baldur Þórhallsson í forsetakosningunum 1. júní eru ótal margar. Þær eru stórar og smáar. Baldur hugar sjálfur að stóru jafnt sem smáu og þess vegna veit ég að hann mun valda embættinu með miklum sóma. Höfundur er kennari og stolt stuðningskona Baldurs Þórhallssonar.
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun